3.12.2009 | 16:36
Fyrirgefning og sátt
Ég spurði um daginn í gamni á Fasbókinni hver væri lélegasta bókin um þessi jól.
Nú er ég í alvöru búinn að finna svarið. Það er bókin ''Fyrirgefning og sátt'' sem Skálholtsútgáfan gefur út.
Hún er ámáttlegasti þvættingur sem ég hef lesið.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Lastu hana semsagt, það þykir mér magnað. Segðu endilega meira frá. Er kannski hægt að plata þig til að skrifa dálítið ítarlega umsögn um hana
Matthías Ásgeirsson, 3.12.2009 kl. 16:41
Var reyndar að hugsa um það en nenni því varla. En ég vil segja samt út af fyrir sig að það er auðvelt fyrir trúaða að gera öðrum illt. Þeir biðja bara guð um fyrirgefningu og fá hana eins og skot og eru þar með búinir að fá bæði sátt og fyrirgefningu í sálartetrið. Því meira sem menn trúa því meira stendur þeim á sama um aðra.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 17:30
Þótt þú sért trúlaus er nú alveg gengdarlaust að vera á móti fyrirgefningu og sátt þótt það sé á trúarlegum forsendum Skálholtsútgáfunnar. Man ekki betur en þú hafir sjálfur bloggað um frið og kærleik manna á milli og er sátt og fyrirgefning ekki hluti af því? Þú segir Sigurður: "En ég vil segja samt út af fyrir sig að það er auðvelt fyrir trúaða að gera öðrum illt." Líka: "Því meira sem menn trúa því meira stendur þeim á sama um aðra." Ég vorkenni þér fyrir að hafa þessa skoðun Sigurður á trúuðu fólki sem samkvæmt þessu er illskan ein uppmáluð. Trúaðir eru mismunandi vandað fólk eins og trúlausir en að fullyrða svona um náungann lýsir fátæku sálartetri eða geðillskukasti. Ég tek sterkt til orða enda tilefnið ærið. Ég skora á þig að fara í (þjóð)kirkjumessu til að finna innri frið.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 17:50
Ég segi ekki að ég sé á móti fyrirgefningu og sátt, aðeins að bókin sé léleg. En eins og oft áður lesa trúaðir menn meira í orð annarra en í þeim er sagt. Ég byggi skoðun mína á trúuðum af kynnum mínum af þeim Guðmundur, hrokagiggjum eins og þér sem vorkenna fólki í allar áttir og rausa um það að tilteknir menn hafi ekki innri frið í storkunarskyni og hafi fátæklega sál. Þú Guðmundur smellpassaar við það sem ég var að segja. Svona kveðjur eru mér kunnugar á þessari bloggsíðu frá trúuðum. Ekki koma þær frá öðrum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 18:12
trúin er snilld. að geta delerað og drullað yfir náungann. eiga sér svo einhvern guð sem græjar allt fyrir mann. svona einhverskonar „reset“ aðgerð. svo heldur maður bara áfram, á núlli, að delera og drulla.
vildi ég gæti þetta.
Brjánn Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 19:59
Það liggur í sjálfri kristinni trú hvað það er auðvelt fyrir þá sem þá trú játa að horfast EKKI í augu við misgjörðir sínar gegn náungnaum, finna samkennd með líðan þeirra. Eins og ég sagði áðan þá þurfa þeir bara fyrirgefningu frá guði (sem þeir ímynda sér að þeir finni fyrir því fáir ef nokkri trúmenn hafa þrek til að bera sekt sína til dauðadags því alltaf er það einhver annar, Jesú, sem ber fyrir þá byrðina) fyrir sínar misjörðir og ef sá sem fyrir misgjörðinni verður vill ekki fyrirgefa þá hvílir á HONUM ásökun, alveg einstakrar tegundar í miskunnarleysi sínu, um það að skorta kærleika og sáttahug. Um þessa heigulslausu afstöðu eru til mörg dæmi. Hún liggur í trúnni sjálfri. En auðvitað persónugera trúmenninrir þetta ef á það er minnst og verða öskureiðir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2009 kl. 20:20
Í umræðunni hér að framan taka menn fyrirgefninguna út fyrir eins og hún sé það eina sem um ræðir í bókinni og kristinni trú.
Einnig að hér sé aðeins um að ræða fyrirgefningu Guðs.
Mér finnst undarlegt að Sigurður skuli ekki hafa fundið lykilorð eins og iðrun og yfirbót og gagnkvæma sátt í bókinni. Þetta hefur nú verið meiri hraðlesturinn!
Ómar Ragnarsson, 3.12.2009 kl. 20:47
Ég er nú dulítið sár eins og Mali, sem missti myndirnar sínar. Ég á þarna lítið ljóð sem varð til eftir borgarafund í vetur, þar sem mér efldist trú á samferðamenn mína og meðbræður. Þannig er ljóðið um von en ekki fyrirgefningu og sátt og má segja að ég hafi gerst óhlýðinn fyrirmælum útgefandans.
Ég hef ekki séð bókina og veit ekki hverjir skrifa í hana en vona að e-ð ljós sé í myrkrinu enda við því að búast frá mörgum þeim, sem hallir eru undir kirkjuna og ljá máli hennar lið.
Sigurbjörn Sveinsson, 4.12.2009 kl. 12:03
Það eru glætur í bókinni þrátt fyrir sterka staðhæfingu mína. En enginn viðurkenni að hann sé verulega ósáttur. Það þykir nefnilega manngildismissir að viðurkenna það, hvað þá að hann viðurkenni að hann sé t.d. sár, reiður og bitur. Það er nú bara eins og að viðurkenna á sig nútíma sauðaþjófnað. Allir standa uppi sem eins konar sigurvegarar. (En sumir eru alveg ópersónulegir). En éghef satt að segja meiri áhuga fyrir lúserunum, fólki sem þjáist og leynir því ekki. Hef meiri áhuga á raunverulegu mannlífi en ídeölum. Ég keypti bókina vegna áhuga míns á persónulegum fyrirgefningum fólks, hvernig hver og einn fyrirgefur það sem honum finnst sér vera gert á móti. Minni áhugi er hjá mér á fyrirgefningu guðs. Að mínum dómi er sú fyrirgefning hrein þrælasiðfræði. Þessi færlsa mín er ekki efnislegur ritdómur eins og ljóst ætti að vera heldur impressjón. Það er því ekki hægt að álasa mér fyrir að taka ekki eitt og annað fyrir, eins og t.d. iðrun, ég er ekki að taka neitt fyrir.
Ég sé að Svavar Alfreð stórvinur minn og þú náttlega og Ómar eru þarna og reyndar fleiri bloggvinir mínir og vinir að öðru leyti.
Nú iðrast ég alveg ofan í rassgat að hafa ekki hagað orðum mínum settlega og kristilega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2009 kl. 01:28
Maður uppsker eins og maður sáir. Þó maður sé frelsaður er maður ekkert á neinum sér samning nema síður sé. Þegar maður frelsast lendir maður í hreinsunar vélinni. Ekki veitir af. Davíð konungur var maður sem Guð elskaði. Ekki afþví að hann var svo fullkominn heldur afþví að hann iðraðist alltaf ef hann gerði rangt. Svoldið merkilegt ekki satt!
Jón bóndi (IP-tala skráð) 5.12.2009 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.