Jóla og áramótaveđriđ frá 1880

Yfirleitt er veđriđ skaplegt um jólin. Ţau eru ýmist mild eđa frostasöm en nćstum ţví aldrei er sama veđurlag alla ţrjá jóladagana. Lítiđ er um frćg jólaóveđur. Samt var mikiđ vestanveđur á ađfangadagskvöld 1957 og varđ ţá minnisstćđur stórbruni í Ţingholtunum í Reykjavík. Víđa var stormur á ađfangadag 1974 og ađ morgni  ţess dags 1989 var sums stađar fárviđri. Snjókoma setti mjög svip sinn á ađfangadag áriđ 1960 og 1971 og lokuđust ţá vegir. Einnig snjóađi árin  1977 og 1983. Áriđ 1988 var stormur og snjókoma um allt land á jóladag.

Einstaklega köld jól voru árin 1995, 1968 og 1965 og fyrir norđan líka árin 1980, 1988 og 1989. Jólin 1880 slá ţó öll önnur út í kulda. Sérlega hlýtt var á jólunum  1948, 1940, 1934  og 1933 sem voru kannski allra hlýjustu jólin. Mjög hlýtt var fyrir norđan í fyrra. 

Á vef Veđurstofunnar má sjá veđriđ kl. 18 á korti alla ađfangadaga frá 1949   Reyndar er hćgur vandi ađ fletta upp á hvađa hátíđisdegi sem er frá 1949 á vef Veđurstofunnar.  Og ţađ ćttu menn endilega ađ gera fremur en liggja í ţessum jólabókum alltaf hreint!

Hćgt er ađ sjá á vef Veđurstofunnar snjólag um jólin í Reykjavík árin 1875-1920 og frá 1921

Um hlý og köld jól í Stykkishólmi er hćgt ađ lesa ţar líka hér.

Úrkomusömustu jól í Reykjavík voru 2005 en 1960 á Akureyri.

Kaldasti gamlársdagur í Reykjavík og á Akureyri var 1976 en 1971 sá hlýjasti í Reykjavík en fyrir norđan var  1968 sá hlýjasti. Hlýjasti nýjársdagurinn í Reykjavík var 2003 en 1973 fyrir norđan. Kaldstur nýjársdaga í Reykjavík var 1948 en á Akureyri 1977. Á töflunum á fylgiskjali er annars hćgt ađ sjá hvađa hátíđisdgar voru hlýjastir og kaldastir bćđi í Reykjavík og á Akureyri. 

Ţar er hćgt ađ sjá hita, sól og úrkomu yfir alla jóladagana (reyndar líka Ţorláksmessu), gamlársdag og nýjársdag í Reykjavík frá 1880 og frá Akureyri frá 1949 en fyrir ţann tíma hef ég ekki ađgang ađ daglegum gögnum frá ţeim  stađ. Hins vegar eru hér upplýsingar um hita og úrkomu á Hallormsstađ frá 1937 til 1948. Veđur er ekki alltaf ţađ sama á ţessum stöđum en oft er ţađ svipađ og Hallormsstađatölurnar ćttu  ađ gefa bendingu um ástandiđ á norđausturlandi og jafnvel norđurlandi á jólunum ţetta tímabil.

Á blađi 3 í fylgiskjalinu er hćgt ađ sjá út af fyrir sig  međalhita dagana frá ađfangadegi til annars í  jólum og síđan međalhita gamlárs-og nýjársdags og samanlagđa úrkomu ţessa daga.

Úrkoman er hér auđvitađ í mm og sólarstundir í klukkustundum. Menn skulu athuga vel ađ úrkomutölur viđ hvern dag er úrkoma sem mćldist frá kl. 9 ţann dag til kl. 9 daginn eftir. Ţegar úrkomudálkur er auđur hefur ekki komiđ dropi úr lofti en núlliđ stendur fyrir vott af úrkomu sem ekki var ţó mćlanleg. Ţá skal nefnt ađ sól á Akureyri mćlist aldrei um jólin  vegna ţess ađ fjöllin byrgja hana.

Nýjársdagurin er auđvitađ alltaf  á nćsta ári miđađ viđ ţá ársetningu sem er viđ hver jólin í töflunum.  

Dagar međ hćstu og lćgstu gildi eru auđkenndir og ćtti ţví ađ vera auđvelt ađ finna ţá í töflunum. 

Međalhitinn er ţarna raunverulegur međalhiti fyrir Akureyri og Hallormsstađ en í Reykjavík  frá  1935 og auk ţess árin 1920-1923. Frá 1888 til 1934 er hins vegar međaltal hámarks-og lágmarkshita viđkomandi dags en árin 1908 til 1919 er um ađ rćđa međaltal mesta og minnsta álesturs á hitamćli frá ţví snemma morguns ţar til seint á kvöldi, ekki raunverulegs lágmarks-og hámarkshita. Ekki skiptir ţessi munur miklu máli um háveturinn. Á blađi tvö á fyrra fylgiskjali má svo sjá mesta og minnsta  hita á landinu öllu hvern hátíđardag frá 1949 og hvar sá hiti mćldist. Taflan verđur uppfćrđ eftir hvern dag um ţessi jól.   

Ţađ sem hér er framboriđ er tekiđ eftir Íslenskri veđurfarsbók 1920-1923, Veđráttunni 1947-2005, Veđurfarsyfirliti frá 2006 og áfram og loks ýmsum öđrum gögnum frá Veđurstofunni.  

Ég óska öllum ţeim sem nenna ađ lesa bloggsíđuna mína gleđilegra jóla. 

Athugiđ ađ hćgt er ađ hreyfa fylgiskrána upp og niđur og til hliđar.  

Viđbót 28.12. Ég hef nú bćtt inn í töfuna viđ jóladag í fylgiksjalinu snjódýpt ađ morgni á Akureyri frá 1985 en  lengra aftur eru mér gögn ekki ađgengileg.  Ţá kemur í ljós ađ jólin núna eru ţau snjóţyngstu á ţessu tímabili. Ađ morgni jóladags var snjódýptin 58 cm en 76 cm á öđrum í jólum. Alveg frá 1949 a.m.k. hefur svo aldrei faliđ jafn mikil úrkoma á Akureyri frá ţví kl. 9 ađ morgni ađfangadags til sama tíma ađ morgni ţriđja í jólum.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Búinn ađ lesa og hreyfa fylgiskrána í allar áttir. Hafđu ţađ gott um jólin.

Emil Hannes Valgeirsson, 22.12.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Skrolla upp og niđur eins og Zoa vill kalla ţađ!

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 23.12.2009 kl. 00:21

3 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

ég gleđst yfir spánni núna ţví mér leiđist snjór. mér er svo sem slétt sama hvernig viđrar á ađfanga- og jóladag. mér finnst mikilvćgara ađ veđur sé skaplegt um áramót, enda ţau meiri hátíđ í mínum huga. svo er lítiđ gaman ađ horfa á flugelda í éli, eins og var á gamlárskvöldi 1984. reyndar ekkert á ađ horfa. mađur sá ekki neitt.

Brjánn Guđjónsson, 23.12.2009 kl. 19:12

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Gleđileg jól.

Sveinn Atli Gunnarsson, 23.12.2009 kl. 19:55

5 identicon

Hef litlu viđ fyrri umsagnir ađ bćta. Alldeilis ómetanleg jólagjöf ađ fá svona sendingu heim til sín á Ţollák. Megi höfundurinn eiga góđ og gleđileg jól!

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráđ) 23.12.2009 kl. 21:34

6 identicon

ásk (IP-tala skráđ) 23.12.2009 kl. 21:36

7 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Gleđileg jól og áramót og allt ţar á milli!

Ţorsteinn Briem, 24.12.2009 kl. 02:27

8 identicon

DoctorE (IP-tala skráđ) 25.12.2009 kl. 10:11

9 Smámynd: Kama Sutra

Kama Sutra, 26.12.2009 kl. 04:06

10 Smámynd: Kama Sutra

;)

funny cat pictures

Kama Sutra, 26.12.2009 kl. 04:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband