29.12.2009 | 09:39
Trúarklám
Það ber stundum við að menn sýna fórnalund og leggja líf sitt í sölurnar fyrir aðra. Allir verða snortnir yfir slíkum atburðum.
Það sem er sérstætt við það atvik þegar bátur fórst í Fáskrúðsfirði er það að prestar hafa séð sér leik á borði til gera það að einhverju sýniatriði fyrir tilvist guðs. Ekki síst í kaþólskiu kirkjunni í útvarpsmessu en um það held ég að fáir hafi fjallað um aðrir en ég.
Koma presthjónanna í Kastljósi í gærkvöldi, þeirra sömu og hafa gert atvikið að predikunarefni um jólin, var einmitt gerð til að lyfta þessari blöndu af harmsögu og hetjudáð upp í trúarlega ást eða kærleika.
Trúgera slysið.
Slys eru auðvitað viðkvæm mál og spurning hvort og hvernig eigi um þau að fjalla. En ekki má horfa framhjá því að það eru prestar sem gert hafa málið að opinberu umræðuefni. Það hlýtur þá að vera leyfilegt fyrir þá sem setja atburðinn ekki í trúarlegt samhengi að fjalla líka um hann og það án þess að það sé talið vera smekklaust eða tillitslaust við aðstandendur. Slík ásökun er í raun fyrir neðan beltisstað af því að það er erfitt að verjast henni. Hún hefur samt komið fram í bloggskrifum og athugasemdum við þau.
Við sjáum þá að hér er líka um vissa kúgun að ræða: Ef þú víkur af þeirri leið sem prestar hafa markað um atburðinn ertu að sýna tillitsleysi í viðkvæmum og sársaukafullum aðstæðum fyrir utan það að sýna trú manna óumburðarlyndi. Og þó varðar þetta atburð sem á allan hátt er mannlegur og veraldlegur en ekki trúarlegur.
Ofurvald trúaðra er orðin æði fyrirferðarmikið og fær á sig eins konar kraftaverkalegan blæ , sem er sjaldgæfur nú á dögum, þegar ríkisfjölmiðlar leyfa prestum að einoka sinn skilning á þessari atburðarás. Það er þegar búið að helgisagnavæða hana, það er orðið hin opinbera útgáfa atburðarins, og þeir sem ekki vilja taka þátt í því verða að minnsta kosti litnir hornauga af trúarlega þenkjandi fólki.
Þessi atburður, sorglegt slys sem jafnfram býr í hetjudáð, atburðir sem ekki eru einsdæmi og eiga sér að öllu leyti rök sín í heimi mannanna og náttúruaflanna, hefur verið blásinn upp í hreina trúarbragðahysteríu. Fyrst og fremst af prestum en fyrir dygga tilstuðlan fjölmiðla.
Þetta er varhugarvert frávik frá skynsamlegri yfirvegun og æðruleysi yfir í tilfinningasama trúaróra við fullkomlega venjulegu sjóslysi þar sem svo vill þó til að annar skipsverjinn gat bjargað öðrum en ekki sjáfum sér. Slíkt gerist stundum.
Látum bjargvættinn njóta verks síns og sleppum öllu trúarklámi.
Vísum á bug þeim andvitsmunalega skilningi á lífinu, flótta inn í tilfinningaþrungna trúarbragðaaóra, sem nú eru að verða alltof algeng um túlkanir á atburðum mannlífsins sums staðar í heiminum.
Þetta var slys og mannleg dáð en ekki teikn frá guði og kraftaverk.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta er að sjálfsögðu rétt Sigurður. Þetta mál er þannig að ég þori ekki að segja neitt um það og hef þó ýmislegt að segja. Ef ég opnaði munninn yrði ég strax afgreiddur sem tillitslaus ruddi (níðingur) og skiptir þá litlu máli hvað ég hefði að segja.
Matthías Ásgeirsson, 29.12.2009 kl. 09:56
Þetta eru verklagsreglur í trúarbrögðum.. kemur eitthvað slys.. allir deyja nema einn; Formúlumeistarar trúarbragða kenna trúboðum hvernig á að koma þessu fyrir þannig að auðtrúa gleypi við galdrakarlinum þeirra... þá eru tekin saman nokkur orð og hrærð saman í velling handa auðtrúa svo þeir borgi nú áfram fyrir umboðsmenn galdrakarlsins.. þetta eru orð eins og: Sorg, óskiljanlegt, kraftaverk, órannsakanlegt, kærleikur, hughreystandi,lygar.. þessu er svo öllu hrært saman í pott blekkingarinnar.. kryddað yfir með dash af væmni og svo smá Sússi.. .BANG þú ert kominn með sjálfsblekkingarvelling sem sauðirnir lepja í sig og borga svo tugi þúsunda á ári í skatta vegna meintra umboðsmanna hins ógurlega geimgaldrakarls.
Mér þykir voðalega leiðinglegt að segja það en fólk er fífl sem skráir sig inn í svona rugl og bull... bara sorry, þannig er þetta bara
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 09:56
Já, Matthías. Þegar ég sá allan fjöldann sem hafði komið inn á síðuna sem ég skrifaði í gær varð mér einmitt hugsað líkt og þú og dró færsluna til baka. En eftir að hafa séð Kastljósið finnst mér það vera vitsmunaleg skylda mín að birta aftur færsluna frá í gær, sem gæti þó verið meitlaðari og yfirvegaðari, og bæta þessari við sem mótvægi við þetta trúarfár sem setið er lags að steypa yfir okkur í viðkvæmustu hugsanlegu aðstæðum: slys hefur orðið og það eru jólin að auki. Allir eru meyrir og jafnframt andaktugir. Ég sjálfur ekki undanskilin. En ég reyni að halda haus.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2009 kl. 10:13
Sú birta og jákvæðni sem heyrir til boðskap trúarinnar verður ekki frá sannfærðum tekin frekar en sú kaldhæðni, nöldur og nagg sem er andhverfan. Báðir eiga rétt á að iðka sítt rugl í friði
Í Guðs friði!
Flosi Kristjánsson, 29.12.2009 kl. 11:04
Hér kemur alveg dæmigert tillag frá trúuðum: Ég hef sett hér fram skýr rök sem umsvifalausts eru afgreidd sem kaldhæðni, nöldur og nagg. Þetta fjallar ekki um trú, ekki biðskap trúarinnar. Það er það sem sumir vilja ekki skilja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.12.2009 kl. 11:08
FAIL: Flosi minn þú getur nú ekki talað svona út úr kú... myndir þú vera sáttur ef seglagerðin myndi nota sjóslys til að hampa sjálfri sér... blandaði Gudda inn í dæmið og alles: Guddi notar aðeins björgunargalla frá Seglagerðinni.
Að tala um birtu og jákvæðini í trú er far out concept... það er zero birta, enginn jákvæðni... trú byggir aðallega á tveim þáttum: Sjálfselsku og sjálfsumhyggju... þetta getur þú séð með því að lesa biblíu
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 11:13
Mér finnst alltaf gaman að sjá, þegar hinir trúuðu koma með svona slepju eins og Flosi hér að ofan: "Sú birta og jákvæðni sem heyrir til boðskap trúarinnar verður ekki frá sannfærðum tekin..."
Síðan les maður fréttir af því að fara eigi að drepa fólk fyrir kynhneigð sína, eða fangelsa til æviloka - eða bara að reyna að breyta þeim, svo þeir henti hinum "trúuðu".
Ég tek jafn mikið mark á þeim er kalla sig "kristna" og ég tek á fréttastofunni Fox News... Sami hrokinn frá báðum aðilum... Sumir ættu bara að halda sinni trú fyrir sig, en ekki reyna að troða henni ofan í kok á öllum öðrum!
http://gayuganda.blogspot.com/2009/12/forced-conversion-therapy.html
Skorrdal (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:05
Ég bý erlendis og á þess vegna erfitt með að gera mér grein fyrir atburðunum.
Er það ekki spurningin um hvort það þurfi trú á guð til að taka þá ákvörðun um að fórna sér til að annar gæti lifað? Ef það er spurningin, þá vitum við öll svarið. fólk með og án trúar á yfirnáttúruleg öfl, hafa fórnað sér fyrir aðra. Mér persónulega finnst meiri manngæska felast í því að gefa sitt líf þegar ekki er til staðar trú um laun í himnaríki. Maður ákveður að fórna lífi sínu fyrir aðra, þrátt fyrir að maður veit að maður fær engin laun fyrir það, önnur en vonina um að hin aðilinn haldi áfram að lifa.
Ásta Kristín Norrman, 29.12.2009 kl. 12:37
Takk fyrir þennann pistil Sigurður Þór, þetta er eins og talað frá mínu hjarta.
Það sem kom mér líka mikið á óvart var þegar ég fór að hitta fólk sem talaði um hversu "skrítið" þetta væri allt saman, þ.e. hvernig hann bjargaðist, svona eins og einhver yfirnáttúra hlyti að hafa átt í hlut.
Briggs (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 12:52
Takk Sigurður fyrir þitt innlegg. Það er þarft.
Ég hef líkt og flestir verið djúpt snortinn af umræddri frásögn.
Ég er snortinn yfir magnþrungnum augnablikum þar sem barist er fyrir lífi. Finn fyrir sorg og samhyggð yfir andláti Guðmundar Seasars. Finn fyrir gleði og þakklæti yfir því að tengdasonur hans lifir slysið af.
Ég held og veit einnig af reynslu að þegar í harðbakkan slær er flestum svo ég segi ekki öllum nauðsynlegt að leita til æðri máttar. Fyrir mér er það ekki veikleikamerki eða eitthvað annað heldur blákaldur raunveruleikinn.
Síðan má deila um það hvernig þjóðkirkjan vill (segir sig sjálft!) túlka trúaraugnablik og lífsbjörg málstað sínum í hag.
Eftir stendur að ég er þakklátur fjölskyldu Guðmundar Seasars fyrir að gefa leyfi sitt að frásögnin væri sögð.
Jón Halldór Eiríksson, 29.12.2009 kl. 12:52
Þakka þér fyrir þennan pistil og hinn fyrri sem hvarf af blogginu þínu um stund, en er upprisinn ...
Mikil er sorg fjölskyldu Guðmundar Sesars, en voða voru nú prestar "heppnir" að fá svona jólasögu til að komast í Kastljós.
Þegar ég les komment trúaðra, fæ ég iðulega þá tilfinningu að þeir flestir geti ekki skrifað neitt sem ber merki sjálfstæðra hugsunar. Staðlaðar setningar matreiddar af prestum og trúarritum. Gott dæmi gefur Jón Halldór þegar hann skrifar:
Hvernig veist þú þetta, Jón Halldór? Fínt fyrir þig að hafa eitthvað ímyndað sem huggar þig, en ég treysti á sjálfa mig og lækna þegar ég er veik. Og veik hef ég verið, sérstaklega á unglingsárunum, en aldrei hef ég fundið þá þörf eða nauðsyn að biðja eitthvað ímyndað afl um hjálp.
Segi ég þér þetta til upplýsinga, svo að þegar þú hefur aftur þörf fyrir því að "fræða" okkur um nauðsyn þess að trúa á æðri mátt, þá veistu að til er fólk sem hefur átt erfitt, en ekki orðið trúað vegna þessa.
Didda (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:27
Eg var að hlusta á kastljósið og er alveg gáttuð á hvernig kirkjan getur notfært sér þessa sögu. Get ekki séð að það sé neitt trúarlegt við þetta. Maður hugsar bara til mansins sem dó, hvort hann hefði veri sáttur við þessa afbökun.
Eg votta aðstandendum hans samúð mína. Þið getið verið stolt af honum.
Ásta Kristín Norrman, 29.12.2009 kl. 13:35
Við verðum að afsaka hann Jón þegar hann talar um að leita til æðri máttar, Jón er einfaldlega fórnarlamb trúarbragða og dogma þeirra.
Því svo elskaði sá trúaði sjálfan sig að hann kokgleypti svikamyllu trúarbragða.
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 13:57
Þegar ég sá hver Guðmundur Sesar var, þá áttaði ég mig á að hér var fallinn frá maður sem hafði sterk áhrif á mig þegar hann kom fram á sínum tíma og sýndi mikið hugrekki með því að ræða opinskátt um baráttu sína við ill öfl í samfélaginu... hann lagði sjálfan sig í mikla hættu með umræðunni um handrukkun og hinn harða heim fíkniefnabaróna.
Það eitt sannfærir mig um að hér var sterkur karakter á ferðinni sem kallaði ekki allt ömmu sína. Það má vel vera að tveir prestar að dásama hetjudáðina hafi verið meira en Guðmundur hefði kært sig sjálfur um, en ekki má gleymast að á erfiðum stundum við skyndilegt dauðsfall og þegar mikinn harm ber að garði, þá eru það oftar en ekki prestar sem taka það að sér að vera fyrstir til að tilkynna fjölskyldum frá atburði og ástvinamissi, og eru þar með til staðar til að hughreysta og styðja þá sem eiga um sárt að binda.
Það er að mínu mati ekki sanngjarnt eða réttlátt að snúa þessari umræðu upp í einhverja sjálfhverfu trúarbragða.. sýnum virðingu.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 14:48
Það er kannski verið að bera í bakkafullan lækinn með hræsnina í trúarliðinu, hér er Þórhallur hjá Geimgaldrakarlsstofnun ríkisins að útnefna kirkjuna sína sem mann ársins
http://thorhallurheimisson.blog.is/blog/thorhallurheimisson/entry/997651/
Kirkjan sendir að venju út krakka og aðra til að sníkja peninga af fólki... síðan tekur kirkjan allan heiðurinn af dæminu.... það er "gott" plan að fá þúsundir milljóna árlega frá almenning... snapa svo einhverja aura til að gefa einhverjum súpuskál.. og svo krossa sig í bak og fyrir og segjast vera bestir í heiminum.... Fyrir utan það að íslenskur almenningur er búinn að borga þúsundir milljóna í verndarfé gegn reiði galdrakarlsins ógurlega... en samt erum við í djúpum skít upp fyrir haus... það er svona rétt að maður sjái í toppinn á Hallgrímskirkju sem ríki og borg hentu hálfum milljarði í að gera við fyrir skemmstu... ekki hægt að ætlast til að guðsmennirnir noti "sína" peninga til að laga himnadildóana sína... skrælingjarnir borga undir puntdúkkurnar & lygarnar eins og venja er á íslandi
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 15:22
Í prédikunum prestahersins er hinn kristni guð óþægilega líkur íslensku útrásarvíkingunum. Hann tekur heiðurinn af öllu góðu en ber svo enga ábyrgð á hinu vonda. Móralskt kúlulán endurgreitt í eilífðinni.
Arnþór (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 15:40
Didda...
Betur hefði ef til vill verið ef ég hefði bara talað fyrir sjálfan mig. En ég er aðeins að lýsa skoðun og engin boðun í gangi. Og ég get fullvissað þig um að þú ert að setja mig í vitlausan "flokk" með viðbrögðum þínum.
Og það sýnir lítið umburðarlyndi af þinni hálfu þegar þú setur fólk sem velur að trúa á einhvern óæðri stall. Þá ertu að gera nákvæmlega sama og hinir "trúuðu" sem þú hefur svo mikla fyrirlitningu á. Öfugir fordómar.
Mín skoðun er að það er hægt að trúa á eitthvað sér æðra án þess að það feli í sér einhvern hamagang á siðferðisgildum annarra.
Jón Halldór Eiríksson, 29.12.2009 kl. 16:14
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því Jón að þegar þú talar um æðri mátt.. að þá ertu bara að segja okkur að hjarðdýraeðlið er sterkt í þér... sama má segja um menn sem hanga í og verja handónýta stjórnmálaflokka... bara gamla hjarðdýraeðlið..
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 16:18
Sæll Sigurður,
"Þetta var slys og mannleg dáð en ekki teikn frá guði og kraftaverk. "
Ég er ekkert sérlega trúaður maður. Missti tvo bræður mína af slysförum fyrir 30 árum, annan í sjóinn, hinn undir bil. Eyddi mörgum árum í að vera reiður við guð og menn. Hef stúderað ýmis vísindi um ævina sjálfum mér til fróðleiks og gamans.
Fyrir mér ert þú ert að gera sjálfan þig út í guðslíki, eða prestlíki, og setja fram fullyrðingar sem hvorki þú, ég, né neinn annar getur fullyrt neitt um. Trú er gífurlega sterkt afl hjá mannskepnunni og skiptir þar engu á hvað er trúað. Trú hefur verið með mönnum í árþúsundir og verið undirrót að bæði góðu og illu í gegnum söguna. Sumt fólk telur sig ekki hafa þörf fyrir trú, en trúir samt á þetta og hitt. Einhver hér sagðist setja traust sitt á lækna. Traust er byggt á trú - þeirri trú að viðkomandi geri sitt besta, geri það sem gera þarf til að fá tiltekna niðurstöðu. Eftir áralanga reynslu þá hef ég takmarkaða trú á læknum. Það þýðir ekki að þeir geri ekki sitt gagn, en stundum hafa þeir meiri trú á eigin verðleikum og getu heldur en efni og ástæður eru til. Sennilega er svo um okkur flest.
Ég ætla ekki að dæma um hvort einhverjir prestar duttu út af línunni með þessu, það yrði þá ekki í fyrsta skipti. Þar sem ég bý erlendis er ég fjarri þessu og fylgist ekki vel með. En mér finnst alveg óþarfi fyrir þig að vera að klæmast á trú fólks. Við höfum öll okkar trú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr:)
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 29.12.2009 kl. 18:44
Arnór.. trú er ekki traust, trú er að vona að raunveruleikinn sé ekki raunverulegur... að hafa trú á að læknar geti læknað vs að guð lækni eitthvað er bara alls ekki sami hluturinn.
Á aðra hönd höfum við fóllk með gamlar kjafta og draugasögur.. á hinn bóginn höfum við menntaða menn ... sem eru að vísu misjafnir eins og allir menn... en plís ekki bera saman vísindi og trú.
Trúarbrögð hafa reynst mannkyni afar illa, líkast til hefur ekkert atriði kostað okkur jafnmikið og trúarbrögðin.
Að trúa á guði er álíka klikkað og að trúa því að eitthvað slæmt gerist ef þú labbar á línu á gangstétt.. eða að svartur köttur boði ógæfu.
Ef trú væri ekki haldið að fólki frá blautu barnsbeini sem og að í gegnum árþúsundir var það dauðasök að voga sér að gagnrýna þau.. ef það hefði ekki verið þá væru trúarbrögð löngu útdauð, væru eingöngu ámeðal smárra hópa af ruglukollum, td inni á geðveikrahælum..
Og nei, við höfum ekki öll okkar trú; trú og trú er ekki það sama
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 19:55
Hér ferð þú á kostum Nimbus, einu sinni sem oftar.
Ég er svo hjartanlega sammála. Það er engu líkara en að ófarir séu það eina áhugaverða í augum fjölmiðlafólksins í Kastljósi. Ófarir einhverra, sama hvort um er að ræða slyfarir eða ófarir í fjárhag fólks verður að veislu hjá Kastljósþáttunum.
Ætla ekki að tjá mig um kirkjunnar fólk, er frekar hliðholl því fólki en ekki.
Marta B Helgadóttir, 29.12.2009 kl. 20:01
Ég heyrði prédikun föður Rólands í útvarpinu s.l. sunnudag. Hann er ekki fæddur í gær og góður kaþólikki með báðar fætur á jörðunni. Frásögn hans var merkileg. Prédikun Jónu Hrannar og Bjarna hef ég ekki kynnt mér en þau eru vel kunn af verkum sínum og hafa varla farið með neitt af þessu án þess að það væri í þökk þess eina, sem er til frásagnar.
Við, sem í landi vorum og höfðum ekki einu sinni hugmynd um hvað á gekk, getum ekki tekið staðreyndunum á annan hátt en þann, sem fyrir okkur er lagður. Um trúarlega skírskotun verður ekki samið. Hún er okkar allra en fyrst og fremst þess, sem fyrir reynslunni verður og kýs að deila henni með öðrum.
Þessi færsla og flestar athugasemdirnar, sem við hana hafa verið gerðar, er að mínu mati þeim til minnkunar, sem fyrir þeim standa. Ég læt þeim það eftir að velta fyrir sér, að hverjum þessi skrif beinast fyrst og síðast.
Sigurbjörn Sveinsson, 29.12.2009 kl. 20:09
Eini góði kaþólikkinn er sá sem er hættur að vera kaþólikki... kaþólska kirkjan er mesta illsku afl sem sögur fara af... milljónir láta lífi í Afríku einni saman vegna þessarar kirkju í dag.
Sigurbjörn.. þessi athugasemd þín er þér til minnkunar.. ég segi þér það bara beint svo þú haldir ekki að ég sé að tala við Sússa ;=)
DoctorE (IP-tala skráð) 29.12.2009 kl. 20:16
Arnór! það er eiginlega nauðsynlegt að við leggjum sömu merkingu í orðin sem við rökræðum. Allir hafa sína trú segir þú. Það má vel vera ef við erum að tala um traust. Ef við tölum um trú á yfirnáttúruleg öfl, þá er það allt annað mál. Ég hef til dæmis ekki trú á yfirnáttúruleg öfl. Afturá móti hef ég trú á almennt siðgæði, ástina, réttlæti og margt annað, en það er ekkert yfirnáttúrlegt við það. Ég vona að þeir sem trúa á yfirnáttúruleg öfl, hafi líka trú á rettlæti, og þá án þess að vera fjölgyðjatrúar.
Sveinbjörn! Ég hef lesið frásögnina af slysinu, og líka túlkun presthjónanna á atburðunum. Það er mikill munur þar á.
Ásta Kristín Norrman, 29.12.2009 kl. 22:23
Arnór Baldvinsson? Hverslags hroki er í þér maður? Þú hefur greinilega ekki lesið pistlana hans Sigurðar! Þú hatar greinilega allt og alla ennþá eða hvað? Þetta er þörf umræða. Hver er prestur? Lesið Biblíuna. Þar stendur hvað það er. Hallelúja.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 00:27
Þetta frá DoctorE:
"Við verðum að afsaka hann Jón þegar hann talar um að leita til æðri máttar, Jón er einfaldlega fórnarlamb trúarbragða og dogma þeirra.Því svo elskaði sá trúaði sjálfan sig að hann kokgleypti svikamyllu trúarbragða."
"Þú gerir þér vonandi grein fyrir því Jón að þegar þú talar um æðri mátt.. að þá ertu bara að segja okkur að hjarðdýraeðlið er sterkt í þér... sama má segja um menn sem hanga í og verja handónýta stjórnmálaflokka... bara gamla hjarðdýraeðlið.."
Mér líður álíka að fá svona framan í mig einsog grjótharðan biblíunagla að kvóta í orðið máli sínu til stuðnings. Sama harkan, sama ómennskan, sami svart hvíti hugsunarhátturinn, sama grimmdin. "Ég er réttur þú ert rangur" aðferðin.
Hvert er þitt eðli DocterE? Svaraðu því fyrir sjálfan þig.
Ég frábið mér málflutning eins og þinn. Þú meiðir. Þú vekur sömu tilfinningar með mér eins og öfga trúarmaðurinn. Þú ert meiður á sama sprota.
Þú átt örugglega eftir að bíta frá þér DoctorE.. sem aldrei fyrr. En ég mun ekki lesa það. Láttu það standa fyrir þig og þá sem vilja gleypa þína svart hvítu sannfæringu hráa.
Það er ekki talandi við svona menn eins og þig! Ég skelli hurðinni á þig!
Jón Halldór Eiríksson, 30.12.2009 kl. 00:38
Sigurbjörn Sveinsson: Hver ert þú að tala um að aðrir verði sér til minkunnar með færslum sínum. Það vantar ekki í þig besserwissersháttinn og mikilmennskuna. Þú ert sá eini sem að eigin dómi hefur kommentað hér að viti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2009 kl. 00:54
Þú hefur kannski ekki tekið nógu vel eftir Sigurður þór Guðjónsson að það voru aðstandendur sem leyfðu Jónu Hrönn Bolladóttur að fjalla um þetta viðkvæma mál í predikun sinni á aðfangadagskvöld. Bjarni Karlsson eiginmaður Jónu er prestur fjölskyldunnar. Mér ofbýður hreinlega að lesa hér sum ummæli fólks. Er ekkert. í raun og veru ekkert heilagt fyrir sumu fólki. Hvers konar hræsnarar eruð þið? Getið þið ekki einusinni borið einhverja virðingu fyirir trúarskoðunum annars fólks? Eða eru fordómar ykkar svo miklir að þið sjáið ekki út fyrir naflann á sjálfum ykkur.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 30.12.2009 kl. 01:02
Fyrir mér ert þú ert að gera sjálfan þig út í guðslíki, eða prestlíki, og setja fram fullyrðingar sem hvorki þú, ég, né neinn annar getur fullyrt neitt um.
Það er ekkert annað. En afhverju mega prestarnir fullyrða en ekki ég? Það var einmitt það sem þeir voru að gera. En hér skilja menn ekki eitt mikilvægt atriði. Trúarhugmyndir manna eru ekki einkamál fólks. Þær eru eins og aðrar hugmyndir manna eitthvað sem má ræða og gagnrýna. En sumir láta eins og það sé sérstaklega svívirðilegt að gagnrýna trúarhugmyndir yfirleitt. Þær eigi að vera alveg friðhelgar. Annars er ég eignlega ekki að gagnrýna trúarhugmyndir í þessari færslu, sem á að vera mér til minnkunar, heldur það þegar menn eru að helga eitthvað sem er algerlega veraldlegt en ekki síður þá innbyggðu kúgun sem felst í því að ekki megi ræða svona atvik, sem ég hefði reyndar aldrei rætt ef aðrir hefðu ekki gert það á undan mér, nema útfrá þeirri línu sem prestar hafa sett fram. Þetta kemur t.d. fram í orðum Arnórs og Sigurbjörns.
Ég neit að taka þátt í þeim samfélagslega gjörningi sem hér hafa prestar stofnað til að ekki megi ræða atburð af þessu tagi öðru vísi en eftir þeirri hugsunarlínu sem prestar hafa lagt ella megi menn níðingar heita eða hafi orðið sér sér til minnkunar.
Ég tek hugsunarlegan heiðarleika fram yfir það að óttast slíkt. Allar mínar skriftir bera vitni um þennan heiðarleika.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2009 kl. 01:08
Ég tók það fram að leyfi hafi verið veitt. Sliku leyfi mega menn ekki rugla saman við efnistök prestanna. Þeir voru auk þess að tala til almennings ekki í einkarými.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2009 kl. 01:23
Sigurður:
Það var ekki verið að trúgera slysið. Fram kemur hjá þeim eina sem var til frásagnar að trú kom einfaldlega mikið við sögu í slysinu.
Frásögn af slysinu án þess að trú kæmi við sögu, hefði einfaldlega verið fölsun jafnvel þó að hún hefði hljómað betur í eyrum trúleysingja.
Þú talar um venjulegt sjóslys. Mikið rétt. Ég man ekki til þess að hafa lesið frásögn af sjóslysi, þar sem einhverjir hafa verið eftirlifandi til frásagnar, öðruvísi en trú hafi komið við sögu.
Tal um trúaróra og trúarklám í tengslum við atburð þar sem menn sóttu styrk í bæn til guðs á örlagastundu finnst mér ekki viðeigandi.
Finnur Hrafn Jónsson, 30.12.2009 kl. 03:10
Sammála Sólveigu Þóru og Finni Hrafni hér að framan. Það er ótrúlegt að lesa sum kommentin hérna. Eins og Sólveig segir var þessi frásögn birt með leyfi aðstandenda og ég trúi því að prestarnir Bjarni og Jóna Hrönn hafi farið að öllu rétt með efnistök með leyfi aðstandenda enda annaðist Bjarni sálgæslu fjölskyldunnar. Það að blogga um þetta hræðalega slys svona stuttu eftir atburðinn á þessum neikvæðu nótum finnst mér vera mikið tillitsleysi og ekki síst að gera lítið úr trúarlegri reynslu þess sem bjargaðist en það kemur reyndar ekki á óvart þegar sumir trúleysingjar eiga í hlut. Ég votta aðstandendum þessa hugrakka manns sem fórst samúð mína.
Guðmundur St Ragnarsson, 30.12.2009 kl. 03:32
Nú er ég sakaður um tilitsleysi fyrir að blogga um þetta slys öðruvísi en eftir trúarbrautunum og það auðvitað frá Guðmundi St. Ragnarssyni. Ég minni bara á þetta sem ég hef áður skrifað:
''Við sjáum þá að hér er líka um vissa kúgun að ræða: Ef þú víkur af þeirri leið sem prestar hafa markað um atburðinn ertu að sýna tillitsleysi í viðkvæmum og sársaukafullum aðstæðum fyrir utan það að sýna trú manna óumburðarlyndi.''
Og :
''Ég neita að taka þátt í þeim samfélagslega gjörningi sem hér hafa prestar stofnað til að ekki megi ræða atburð af þessu tagi öðru vísi en eftir þeirri hugsunarlínu sem prestar hafa lagt ella megi menn níðingar heita eða hafi orðið sér sér til minnkunar.''
Og nú er búið að bæta tillitsleysi við. Og þá endurtek ég að mér finnst það vitsmunaleg skylda mín að standa í þessum skrifum þó ekki séu mér þau ljúf og ég hafi tekið þau út af síðunni um tíma.
Trúarklámið á við efnisstök prestanna í kaþólsku messunni og í Kastljósi.
Ég hef hér ekkert sagt sem er óviðeigandi eða tillitslaust.
Ég legg til að menn lesi þessar tvær færslur mínar vandlega og reyni að skilja hvað ég er að fara. Eins og t.d. þegar það er þakkað guði þegar einn bjargasst út slysi þegar annar ferst.
En læt ekki kúga mig til að þegja þegar aðrir hafa stofnað til umræðu sem þeir vilja sitja einir að og það er innbyggt í hana að mennn munu verða fyrir aðkasti ef þeir fjalla um hana öðruvísi en eftir helgisagnaravæðingu prestanna.
Það verður þá að hafa það þó ég verði talin tillitslaus níðingur sem hafi orðið sér tilminnkuna. En ég er ýmsu orðin vanur í samskiptum mínum við trúfólk.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.12.2009 kl. 05:12
Siðleysi trúaðra er með ólíkindum, þeim finnst ekkert athugavert að prestar notfæri sér dauða manns til að plögga sjálfum sér og kirkjunni.
Ætli sama hljóð myndi heyrast í þessu fólki ef menn væru að plögga Allah á sama máta, eða einhverri annarri trú, ég er ansi hræddur um að þá myndu krissarnir gráta og væla eins og róni sem missir bokkuna í götuna.
En við þökkum náttúrulega krissunum fyrir að sýna hversu siðlausir þeir raunverulega eru.
DoctorE (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 08:38
Ég er hjartanlega sammála Sigurði Þóri, þetta er einmitt trúarklám. Mér hefur alltaf fundist það einkennilegt þegar fólk þakkar Guði björgun sína, þegar það er t.d. sá eini sem bjargast úr flugslysi. Af hverju lét Guð alla hina farast, en bjargar þessum eina? Hvað átti Guð sökótt við þann sem fórst í þessu slysi sem hér er til umræðu?
Auðvitað er málið að Guð var ekkert að skipta sér af þessu, frekar en hann skiptir sér nokkurn tíma af nokkrum hlut. Ég hef ekkert við það að athuga að þeir sem lenda í svona hlutum túlki þá og upplifi eins og þeim hentar, en það er fáránlegt að prestar séu að hlaupa í fjölmiðla og blása þetta út sem kraftaverk og þar með nota svona hörmungaratburð sem áróður fyrir Kirkjuna.
Theódór Gunnarsson, 30.12.2009 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.