Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
6.2.2007 | 17:22
Meira um Breiðavík - og sitthvað fleira
Það er frábært af Ingibjörgu Sólrúnu að taka Breiðavíkurmálið upp á Alþingi og Vilhjálmi borgarstjóra að bregðast líka strax við. Svo sjáum við hvað setur. Öllum er hrikalega brugðið. Og að sjá Lalla Johns gráta er eitthvað sem enginn getur gleymt.
Eins og ég hef nefnt hér á síðunni hefur ástandið í Breiðavík áður verið dregið fram, ekki aðeins í gömlum skýrslum og blaðafrásögnum, heldur líka í bókinni "Staddu þig drengur" eftir Stefán Unnsteinsson sem kom út árið 1980. En það er eins og þjóðin hafi ekki treyst sér til að gera upp við þessa atburði fyrr en núna.
En víkjum nú að öðru hitamáli. Hádegisviðtalið á Stöð tvö í gær við Harald Ólafsson var mjög merkilegt. Þar var ekki aðeins farið í nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna um gróðurhúsáhrifin heldur líka sagt frá könnun Haraldar og nemenda hans á breytingum á veðurfarinu sem vænst er á okkar eigin landi.
Hitna mun meira inn til landsins en við strendur og kemur það ekki á óvart. En kannski meira það að vetur eru ekki taldir hlýna sérlega mikið og heldur ekki sumarið en hins vegar vorin og haustin. Þetta þýðir lengri sumur. Ástæðan fyrir tiltölulega lítilli vetrarhlýunun felst í því að búist er við aukinni norðanátt á vetrum. Og ástæðan fyrir því er aftur sú að draga mun úr sunnanátt með lægðagangi á vetrum en þær eiga fyrst og fremst uppruna sinn í kuldanum, eða mismun kulda og hita, þegar kuldinn minnkar og hitinn eykst, minnka andstæðurnar og fóðrið fyrir lægðir með suðrænt loft. Hins vegar var sagt að norðanveður munu verða jafnvel enn harðari en áður og meiri úrkoma að vetrarlagi fyrir norðan en þá bjart og þurrt fyrir sunnan eins og gerist vanalega við slíkar aðstæður. Snjór mun þá væntanlega aukast til fjalla og jafnvel í sumum snjóasveitum fyrir norðan.
En norðanáttinn hlýtur að verða nokkru hlýrri en hún hefur lengst af verið vegna hlýnunar sjálfs lofthjúpsins og þá ekki síst á norðlægum slóðum.
Gaman væri að vita eitthvað meira um þessar rannsóknir.
Nú er skammdegið áreiðanlega búið. Í gær skein sólin í 6 klukkustundir og 18 mínútur og ekki skinið lengur síðan 29. október og ekki mun hún skína minna í dag blessunin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.2.2007 | 20:05
Óhjákvæmilegt að gera opinbera rannsókn
Er ekki óhjákvæmilegt að við fetum í fótspor Norðmanna í hliðstæðum málum og gerum opinbera rannsókn á því sem átti sér stað í Breiðuvík og borgum þolendunum bætur og sjáum til þess, ólíkt Norðmönnum, að þær verði greiddar?
Má svo ekki leiða þá sem ábyrgð báru á þessum ósköpum fram á sjónarsviðið?
Ef mönnum finnst það óviðeigandi "leit að sökudólgum" legg ég til að ríkisvaldið veiti í staðinn öllum drengjunum sakaruppgjöf og uppreisn æru fyrir þau brot sem þeir hafa framið eftir að vistinni lauk og fram á þennan dag.
Það er nú algjört lágmark.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.2.2007 | 02:46
Dónaleg spurning
Svona spyr hún Aðal-Heiða á bloggsíðu sinni:
"Af hverju eru stelpurnar í femínistafélaginu ekki búnar að senda út harðorða yfirlýsingu um Breiðavíkurmálið? Af hverju er ég viss um þær væru búnar að skrifa grein eftir grein nú þegar ef stúlkur hefðu verið vistaðar þar?"
En ég mundi ekki þora fyrir mitt litla líf að spyrja svona dónalegrar spurningar hér á hinu siðavanda Allra veðra von. Þá mundi skella á mér algjört fárviðri haturs og fyrirlitningar frá öllum sætustu stelpunum.
Og líka þeim ljótustu.
Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
4.2.2007 | 14:28
Hvað varð um líkið?
Ég var að hlusta á útvarpsleikrit þar sem flóttamenn komu við sögu. Þá rifjaðist upp fyrir mér atvik sem gerðist fyrir fáum árum. Erlendur flóttamaður á leið til Bandaríkjanna var stöðvaður á Keflavíkurflugvell og átti að vísa honum úr landii.
Hann tók þá líf sitt sjálfur.
Enginn vissi hver hann var eða hvaðan hann kom en ekki var hann grunaður um glæp. Talið var þó víst að hann væri íslamstrúar og væri kominn langt að austan. Reynt var að grennslast fyrir um mannin erlendis, sagði í fréttum, en svo var þessu aldrei fylgt eftir í fjölmiðlum svo ég viti. Atburðurinn gufaði bara upp. Ég hafði mjög eyru og augu opin en varð aldrei var við neina frekari umfjöllun fjölmiðla þó auðvitað sé hugsanlegt að hún hafi farið framjá mér.
Mikið var þetta allt saman sorglegt. Maður reynir að leita sér betra lífs. Hann er kyrrettur í ókunnu landi og finnst sem allar leiðir séu lokaðar - og kannski var það einmitt rétt mat - og ákveður að stytta sér aldur.
Og hvað varð svo um líkið? Var það grafið hér á landi? Eða var það kannski brennt? Í Íslamtrú er það talið algjör svívirða að brenna lík. Eða var líkið ef til vill notað til "vísindalegra þarfa" úr þvi enginn vissi hver þetta var og enginn var til að gæta virðingar hins látna?
Afhverju fylgdu fjölmiðlar þessu máli aldrei eftir og sögðu frá því hvað gerðist eftir lát mannsins? Getur verið að sektarkennd yfir dauða hans og framkomu íslenskra yfirvalda gagnvart honum hafi valdið því að allir vildu bara gleyma þessu máli?
Hvar hvílir þessi framandi maður sem vildi finna hamingjuna en fann aðeins höfnun og skilningsleysi á Íslandi sem særði hann banasári?
Mannlífið | Breytt 6.12.2008 kl. 19:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2007 | 01:23
Það hitnar enn meira í kolunum
Nú er ég í algjöru letikasti og nenni ekki einu sinni að spjalla um veðrið, sem mér finnst þó alltaf mest gaman að tala um, og ætla bara að vísa á útdrátt IPCC fyrir stefnumakara úr loftlagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hann verða allir að lesa sem vetlingi geta valdið og melta áður en stóra skýrslan kemur út í fjórum bindum en hana verða auðvitað allir líka að lesa.
Ég hlakka alveg óskaplega mikið til að lesa hana. Hún er eflaust miklu betri bókmenntir en Draumalandið og áreiðanlega miklu meira hrollvekjandi og meira spennó - heimsendir og allt- en nokkur af bókunum hans Arnaldar.
Og ég vænti þess staðfastlega að allir umhverfissinar lesi líka þenann magnaða doðrant alveg upp til agna. Nú mega þeir ekki bregðast!
Seinni viðbót: Einar Sveinbörnsson hefur nennt að tíunda helstu atriði skýrslunnar á sinni síðu. Og Ágúst Bjarnason hefur líka ýmislegt að segja um málið og bendir á meinlega villu í skýrslunni.
Bloggar | Breytt 5.2.2007 kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2007 | 20:20
Og hvar er þá réttlætið?
Miklu ljótara en ráðherrahneykslið í sjónvarpsfréttunum um Byrgið var að heyra í Kastljósi frásögn Bárðar R. Jónssonar þýðanda á níðingsskapnum sem viðgekkst árum saman á vistheimilinu í Breiðavík.
Þótt þetta sé í fyrsta sinn sem slíkur vitnisburður kemur fram opinberlega hefur þetta þó verið á ýmsra vitorði í næstum því hálfa öld.
Bárður efast um að réttlætið nái nokkru sinni fram að ganga.
En getur þessi fyrirmyndarþjóð látið slíkt viðgangast? Er það ekki siðferðileg skylda þjóðfélagsins, líka stjórnmálamannanna, að bæta þetta ranglæti?
Ofan á líkamlegar barsmíðar virðist þarna hafa verið framið kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, jafnvel í stórum stíl árum saman. Skiptir það kannski engu máli af því að það voru drengir sem áttu í hlut?
Við getum ekki bara litið undan og látið sem ekkert sé.
Og hafi Bárður þökk fyrir að segja frá þessu af öðru eins æðruleysi og jafnarðargeði og hann gerði.
Viðbót: Það segir reyndar á textavarpinu að svartri skýrslu um ástandið á Breiðavíkurheimilinu hafi verið stungið undir stól árið 1975. Hverjir stungu henni undir stól? Má ekki grafa það upp? Er það kannski nornaveiðar og "leit að sökudólgum"? Hvað með sálarheill drengjanna sem stungið var undir stól með skýrslunni? Skipti hún engu máli? Svarið liggur í augum uppi. Hún skipti stjórnvöld sem þá voru engu máli. Skýrslunni var vitanlega stungið undir stólinn einmitt til þess að hlífa stjórnvöldum í óþægilegu máli. Börnin skiptu þau alls engu máli.
Alls engu máli.
Og svo er það spurningin. Hvar er Breiðavík nútímans, sem Bárður telur víst að sé til? Og ef hún finnst: ætli nokkur beri ábyrgð á henni? Kannski Framsóknarflokkurinn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 23:17 | Slóð | Facebook
2.2.2007 | 19:53
Eigin völd framar þjóðarhag
Ljótt var að sjá í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins að fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vildu ekki svo mikið sem tala við fréttamenn um Byrgismálið. Samt vissu þeir af svartri skýrslu um það. En þeir létu sig það engu skipta. Og nú vilja þeir ekki bera ábyrgð á neinu. Orð formanns Framsóknarflokksins um það að félagsmálaráðherra hafi þegar axlað ábyrgð á málinu voru dæmigerð sjálfvirkmælskubrögð sem notuð eru í pólitík. Algerlega innantómt þvaður.
Það er einmitt svona blaður sem veldur óbeit margra á stjórnmálum. Hvernig geta þessir menn ætlast til þess að kjósendur vilji hafa þá áfram við stjórn þegar þeir gefa þjóðinni langt nef og kannast ekki við neina ábyrgð? Þetta kemur ekki sérstökum stjórnmálaflokkum neitt við. En það sýnir vel hve rotin stjórnmálin eru yfirleitt og hvað flestir stjórnmálamenn eru nauða ómerkilegir. Fáir þeirra virðist öðrum betri að þessu leyti.
Alltaf skulu þeir fremur hugsa um hag eigin flokks, völd sín í frumstæðasta skilningi, fremur en velferð þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.12.2008 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006