Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
29.1.2012 | 13:15
Hlý og vot nótt
Mikil hlýindi og úrkoma voru í nótt. Hitinn komst í 15,6 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og 14,6 á Sauðanesvita. Það er þó um það bil einu stigi frá allsherjar meti á þessum stöðvum í janúar. Þessu fylgdi mikil úrkoma. Á Kirkjubæjarklaustri var sólarhringsúrkoman í morgun 88,8 mm sem ég held að sé met þar í janúar.
Meðalhiti mánaðarins er nú meira en hálft stig yfir meðallagi á suðvesturlandi en talsvert meira en það á norður og austurlandi. Þrátt fyrir venju fremur þrálátan snjó sums staðar er varla hægt að segja að mikið fannfergi, hvað þá vetrarhörkur, hafi verið á landinu miðað við það sem stundum hefur áður orðið.
Snjólaust er nú talið i Reykjavík og ekki er reyndar alhvít jörð víða á landinu eftir nóttina en jörð er á flestum stöðvum flekkótt.
Það leggst nú þannig í gigtina mína að það versta sé búið! En í Evrópu er það versta rétt að byrja.
Fylgiskjalið sýnir stöðuna, líkt og venjulega, eins og hún er nú. Blað 1 fyrir Reykjavík og landið, blað 2 fyrir Akureyri.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 31.1.2012 kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 19:54
Snjólaust í Reykjavík og hiti yfir meðallagi
Þegar janúar er hálfnaður er hitinn í Reykjavík 0,9 stig yfir meðallagi. Og í morgun var jörð þar talin alauð samkvæmt reglum en þær líta framhjá klakabunkum og snjólænum. Síðar i dag fór reyndar að snjóa.
Það er því ekki hægt að segja að þessi janúar sverji sig alveg í ætt við desember sem sannarlega var ansi kaldur og einstaklega snjóamikill.
Framundan eru þó því miður engin hlýindi.
Úrkoman í Reykjavík er þegar komin 17% fram yfir meðaltal alls janúarmánaðar.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 29.1.2012 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2012 | 19:28
Næstum því algjör merkingarleysa
Borgarstjórinn sagði í kvöldfréttum Rikisútvarpsins að við búum á Íslandi. Með því vildi hann réttlæta það ástand sem ríkir víða hvað hálku varðar í höfuðborginni. Það skal játað að erfitt er við hana að eiga þegar snjóar og snjóar meira ofan í það sem fyrir er, en þessi orð eru nákvæmlega það mesta rugl sem hægt er að segja varðandi vandamál sem stafa af veðri, þó það sé reyndar oft sagt, að við búum á Íslandi.
Það getur líka snjóað heil ósköp á Norðulöndum, Rússlandi, sums staðar í Evróu, Japan, Kóreu, Kína, Íran, Norður-Ameríku og víða annars staðar á norðlægum breiddargráðum.
Íslenskt veðurfar hefur auðvitað sín sérkenni en er samt í grundvallaratriðum ekkert öðruvísi en veðurfar á norðlægum slóðum hvað varðar vandræði af venju fremur miklum snjó og ýmsum öðrum aftökum í veðri. Mestu varðar góð og skipuleg viðbrögð. Að lýsa því yfir sem skýringu eða afsökun vegna afleiðinga veðuratburða, að við búum á Íslandi, er næstum því fullkomin merkingarleysa.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 16.1.2012 kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.1.2012 | 13:58
Enn bætist við hálkuna
Það er rétt hjá borgarstjóra að óvenjulega mikill snjór er nú í Reykjavík. Þetta er óneitanlega sérstakt ástand. En það gerist samt alltaf annað slagið. Og borgin hlýtur að geta brugðist við því til að tryggja öryggi borgaranna. Tugir manna hafa slasast og ekki víst að þeir vilji sýna mikinn skilning. Margar götur og gangstéttir hafa verið í óbreyttu standi í marga daga. Hitt er annað mál að borgararnir verða líka að sýna skynsemi og verja sig sjálfir.
Ég fékk mér til að mynda forláta mannbrodda og hleyp um allt eins og ólmur kálfur!
Nú mun enn bæta við snjó næstu daga.
Spáð er hláku á föstudaginn en það þarf mikla og langa hláku til að leysa allan klakann.
Í verstu tilfellum getur svona ástand varað í nokkrar vikur.
Borgarstjóri biður um skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2012 | 10:59
Ástand gangstétta til skammar og skaða
Í þessari frétt, sem vísað er til, er eingöngu litið á málin frá sjónarhóli bílanna. Slysahætta geti skapast fyrir bifreiðar.
Ekki er minnst á það að ástand gangstétta, til dæmis í gamla bænum, hefur aldrei verið verra í manna minnum. Þær hafa lítið verið ruddar og ekki einu sinni hirt um að setja sand á þær. Gangséttirnar eru einfaldlega stórhættulegar. Gangandi fólk hefur samt reynt að troða snjóinn því það þarf að komast leiðar sinnar í brýnum erindum og hafa því myndast margar raðir af fótsporum. Þær hafa síðan frosið og eru gangstéttirnar allar í hólum og hæðum og yfir að fara eins og versta apalhraun. Og þetta er ekki hægt að laga úr því sem komið er.
Aðeins löng og sterk hláka getur hreinsað gangstéttirnar og hún er alls ekki í sjónmáli. Fremur mun snjóa og myndast þá snjólag sem hylur flughálkuna undir niðri og gerir gangstéttirnar að sannkölluðum slysagildrum. Svona verða þá gangstéttirnar jafnvel bara langt fram á vetur. Það er alveg með ólíkindum að slíkt sé látið gerast.
Að ekki sé svo minnst á snjóhraukana meðfram öllum gangstéttum sem gera fólki næstum því ókleift að fara yfir göturnar. Meira að segja hefur ekki verið hirt um að gera skarð í hraukana þar sem merktar gangbrautir eru yfir akvegi við umferðarljós. Gangandi menn geta hæglega runnið til þegar þeir eru að klungrast þar yfir og bíða eftir réttu ljósi og dottið út á akbrautina beint fyrir framan næsta akandi bíl.
Þetta vinnulag er fyrir neðan allar hellur og ótrúlegt að slíkt geti komið upp í höfuðborg eins ríkis.
Ruðningurinn skapar slysahættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2012 | 18:54
Ósýnilegi maðurinn
Ekki hafa komið veðurskeyti inn á vef Veðurstofunnar, að ég held, það sem af er ársins frá Reykjum í Hrútafirði og Hrauni á Skaga. Manni dettur nú í hug hvort veðurathuganir hafi lagst þar niður um áramótin eða hvort þetta er aðeins tímabundið. Hins vegar hafa komið snjódýptarmælingar frá Hlaðhamri við Hrútafjörð. Þar hafa lengi verið gerðar veðurfarsathuganir.
Mér finnst að þegar veðurstöðvar hætta eigi að tilkynna það á vef Veðurstofunnar.
Mælingar frá úrkomustöðvum koma áfram ansi stopult inn á vefinn. Það er bagalegt þegar stöðvar gefa upp svo mikla snjódýpt t.d. einn dag að hún er sú mesta á landinu en svo heyrist ekkert frá þeim marga næstu daga og enginn veit hvar mesta snjódýpt hefur mælst á landinu.
Alla tíð hafa veðurstofustjórar verið talsvert áberandi í íslensku þjóðlífi og komið opinberlega fram á ýmsan hátt, skrifað greinar og veitt viðtöl og meira að segja séð um sjónvarpsveðurfregnir, oft glaðir og hýrir í bragði.
Mér skilst að einhvers konar veðurstofustjóri sé enn við lýði. En hann heyrist aldrei nefndur og kemur aldrei opinberlega fram. Ekki veit ég hver hann er.
Veit það nokkur?
Af er að minnsta kosti sú tíð að veðurstofustjóri njóti vinsælda og virðingar meðal veðurnörda og almennings.
Nú er hann bara ósýnilegi maðurinn.
En hvað um það. Fylgiskjalið alræmda sem hefur verið ósýnilegt það sem af er ársins er nú allt í einu orðið sýnilegt hér á bloggsíðunni, Reykjavík og landið á blaði 1 en Akureyri á blaði 2. -
Já, hvar annars staðar en á anarkistaveðursíðunni Allra veðra von?!
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 8.1.2012 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006