Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013
31.8.2013 | 14:01
Hret í ágúst
Þetta var auma hamfaraveðrið!
Sem betur fer verður maður nú að segja.
Alls staðar á veðurstöðvum var alautt í morgun og engin í byggð mældi frost.
Smávegis snjór er aðeins á stöku fjallvegi.
Leyfi mér svo fyrir hretaðdáendur að vísa á þennan gamla bloggpistlil um hret í ágúst.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 27.9.2013 kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.8.2013 | 21:39
Reykjavík og Akureyri
Nú vill svo til að meðalhitinn það sem af er ágúst (eftir 23 daga) er nákvæmlega sá sami í Reykjavík og á Akureyri, 10,4 stig. Það er í réttu meðallagi í Reykjavík en 0,1 yfir á Akureyri, miðað við meðallag áranna 1961-1990 sem sumir ætla reyndar vitlausir að verða ef við er miðað!
Þegar rýnt er í hitann kemur fram ýmis konar munur sem er á gangi dægursveiflunnar á þessum stöðum við sama meðalhita. Ef miðað er við mælingar á þriggja tíma fresti er hlýrra á Akureyri en í Reykjavík frá hádegi og framundir kvöld en hlýrra er annars í Reykjavík. Meðaltal hámarkshita er heilu stigi hærra á Akureyri en í Reykjavík en meðaltal lágmarkshita er hálfu stigi hlýrra í Reykjavík en á Akureyri. Dægursveiflan er því 6,8 stig á Akureyri en 5,3 stig í Reykjavík eftir þeim aðferðum sem ég nota við útreikninga á henni.
Alla dagana (24) hefur hámarkshitinn komist í tíu stig í Reykjavík eða meira en þrjá daga hefur hann ekki gert það á Akureyri. Aftur á móti hefur hámarkshitinn í 11 daga á Akureyri farið í 15 stig eða meira en aðeins þrjá daga í Reykjavík.
Úrkoman í Reykjavík er 48,2 mm en 11,9 mm á Akureyri.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 31.8.2013 kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.8.2013 | 11:40
Vandræðagemsar á heimsmælikvarða
Kettir eru víst vinsælustu húsdýr mannanna.
Hér á landi hefur ekki verið kvartað vegna katta fyrr en á allra síðustu árum.
Ég held að ekki séu meiri vandræði vegna þeirra en áður. En einhver vandræði geta stafað af öllu. Ekki síst vondu fólki. Og sumir kattaeigendur standa sig ekki.
En umburðarlyndi gegn köttum hefur minnkað og andstyggilegur fjandskapur risið upp í þeirra garð sem minnir stundum í ofsa sínum og einstrengishætti á illvilja gegn innflytjendum eða útlendingum eða jafnvel moskum og múslimum. Óþægindi vegna katta eru blásin út yfir allt velsæmi og farið er að draga upp mynd af þeim sem algjörum skaðræðisskepnum. Og þá er alveg strikað yfir það hvílíkt yndi þeir eru fyrir marga.
Þetta ber vitni um minnkandi þolinmæði þjóðfélagsins. Gegn flestu sem lífsanda dregur! Nema eigin skinni. Eigin makindalegu sjálfhverfu innan um öll sín manngerðu leikföng. Það sýnir mnnkandi mannúð. Minna blíðlyndi. Meiri harðneskju.
Bæjarstjóri Dalvíkur segir að íbúarnir séu orðnir þreyttir á kattafári eins og hún kemst að orði. Hvaða íbúar? Varla þeir sem eiga ketti og líta á þá sem bestu vini sína, hátt hafna yfir mannlegan fjandskap og óumburðarlyndi.
Fyrir utan einsýnina, takið þá eftir orðalaginu, kattaFÁRI sem bæjarstjórinn notar um tilvist katta á Dalvík. Ekki lýsir það miklu næmi á þessi fallegu og góðu dýr. Og ekki ber það vitni um sómasamlega yfirvegun eða lágmarks víðsýni. Við skulum gæta að því að þessum aðgerðum og orðum bæjarstjórans er beint gegn heimilisköttum og eigendum þeirra en ekki villiköttum. Það er ekkert fár af heimilsköttum neins staðar þó hugsanlega mætti nota það orðalag um villiketti. Að nota þetta orð án minnsta fyrirvara eða skýringa um heimilisketti er ótamið ofstæki.
Mali minn lætur sér fátt um þennan málflutning finnast og segir fullum fetum að svona manneskjur eins og bæjarstjórinn á Dalvík og reyndar líka bæjarstjórinn í Kópavogi séu eitthvert mesta fár sem um getur í mannlegu og dýrslegu samfélagi. Vandræðagemsar á heimsmælikvarða!
Hann bætir því svo við að reglur um hvað eina verði að vera byggðar á einhverju skynsamlegu viti og raunsærri sýn á aðstæður.
Kettir eru næturdýr að nokkru leyti. Og sumir kattaeigendur eru með kattalúgur. Fyrir nú utan það að kettir eru stundum lengi úti og ekki hægt að kalla á þá til að koma heim eins og krakka. Ótrúlegt að heil bæjarstjórn geri sér ekki grein fyrir því. Að ætla að stjórna næturferðum katta er ekki framkvæmanlegt. Nema þá með grjóthörðu ofbeldi. Og það er einmitt það sem verið er að boða með þessari fáránlegu kattasamþykkt, hvæsir hann Mali um leið og hann skýtur upp kryppu af fyrirlitningu á heimsku mannanna.
Og hvað á þá að gera í þeim tilvikum þar sem eigendur eiga nú þegar fleiri en tvo fullorðna ketti?
Drepa, drepa...
Það er eins gott að Guðrún Á. Símonar, kattavinurinn mesti, sé ekki enn á lífi og búi á Dalvík. Sú hefði aldeilis fengið að kenna á helförinni.
Ekki vildum við Mali búa á Dalvík. Ekki vildum við búa í bæ þar sem settar eru svona fánýtar en jafnframt grimmdarlegar reglur af yfirvöldum og íbúarnir láta það viðgangast eins og ekkert sé.
Eða gera þeir það kannski ekki!
Kvótinn tveir kettir á heimili | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2013 | 18:35
Sól og sumar
Í gær mældist 16,1 sólskinsstund í Reykjavík. Sólarstundir síðasta 31 dag eru þar með orðnar 177,5. Meðaltalið í júlí 1961-1990 er 171 stund.
Síðasta 31 dag hefur ástand sólskinsmála því verið fullkomlega eðlilegt miðað við venjuna á sumrin síðustu áratugi.
Þessar síðustu vikur hafa komið sex dagar með tíu klukkustunda sólskini eða meira.
Meðaltal tíu stunda sólardaga í hverjum sumarmánuði hefur verið mjög jafnt hvar sem borið er niður síðustu áratugi, 8 dagar í júní og júlí og 7 í ágúst en aðeins 3-4 í september. En á þessari öld er ofurlítill munur en þá hafa verið 10 svona dagar að meðaltali í júní en 9 í júlí og ágúst en 3 í september.
Flestir tíu stunda sólskinsdagar voru 20 í júní 1928 (og reyndar í köldum maí 1958) en í júlí 15 árin 1960, 1974 og 1986 og í ágúst 16, árin 1929 og 1960. Í september voru flestir tíu stunda sólardagar árið 1957 og voru þá tíu.
Flestir svona dagar í júní til ágúst voru 40 árin 1928 og 1929 en þeir voru næstflestir 38 - í fyrra!
Ef við tökum hins vegar mánuðina júní til september er 2012 efst á blaði með 43 daga ásamt 1929. Og næst er 2011 með 42 daga.
Fæstir hafa tíu stunda sólskinsdagar í sumarmánuðum verið 1 í júní 1988, 1 í júlí 1955 (fyrsta daginn) og 1 í ágúst 1945, 1955 og 1983. Engir tíu stunda dagar komu í september 1938, 1942, 1943, 1945, 1946 og 1996. Mánuðina júní til ágúst voru fæstir dagarnir árið 1925 og 1995, tíu, en ef september er bætt við voru þeir fæstir 14, árin 1947 og 1955. Á okkar öld hafa þessir dagar verið fæstir 14 fyrir styttra tímabilið en 19 fyrir það lengra, hvort tveggja árið 2003.
Meðaltal daglegs sólskins að sumarlagi í Reykjavík er aðeins um 6 stundir. En í rauninni skipast á dagar með litlu sem engu sólskini, dálitlu sólskini og svo nokkrir dagar með miklu sólskini, tíu sólarstundum eða meira. Í þessum pistli er ekkert skeytt um sól hvers dags innan sólarleysistímabilanna sem getur verið alveg frá 0,0 upp i 9,9. En tíu stunda mælikvarðinn er ekki sem verstur til að gera sér grein fyrir sæmilega góðum einstökum sólardögum.
Oft getur liðið ótrúlega langur tími milli tíu stunda sólardaga á sumrin í Reykjavík, júní til september.
Metið er 46 dagar, frá 7. júní til 22. júlí árið 1975!
Nokkur önnur dæmi, stundum frá maí ef langvarandi sólarleysi í júní hefur hafist þá, en ekki tekið með sólarleysi sem hófst seint í ágúst og hélt svo áfram í september, jafnvel allan mánuðinn. Báðar dagsetningarnar teljast alltaf með.
38 dagar; 6.ágúst til 12. september 1955.
34 dagar: 6. ágúst til 9. september 1940, 19. júlí til 21. ágúst 1950; 2. júlí til 4. ágúst 1955, 27. maí til 29. júní 1988; 17. ágúst til 20. september 1999.
Þarna er aftur sumarið 1955 sem kemur sem sagt fyrir tvisvar með yfir 30 daga samfellu með minna en tíu stunda sólskini!
33 dagar: 12. ágúst til 13. september 1930.
31. dagur: 31. júlí til 30. ágúst 1976; 9.ágúst til 8. september 1991.
30. dagar: 6. ágúst til 4. september 1961.
Svo er hellingur af tímabilum með 20 til 30 samfelldum dögum þar sem sól nær aldrei að skína tíu stundir eða meira.
Og svo sumarið 2013 sem af er til samanburðar: 26 dagar: 23. maí til 19. júní; 19. dagar: 4. -22. júlí.
Á Íslandi er fullkomlega óraunhæft, þrátt fyrir sumarið í fyrra og hittið fyrra, að ætlast til þess að sólin skíni dag eftir dag frá morgni til kvölds.
Mánaðarvöktun veðurs | Breytt 23.8.2013 kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.8.2013 | 05:02
Veðurblíða og veðurblíða getur verið mismunandi
Mestur hiti á landinu í dag (föstudag) mældist 22,0 stig á Þingvöllum. Þar hafði líka mælst um nóttina mesti kuldi á landininu í byggð, -0,3 stig.
Þetta er sérlega mikil dægursveifla.
Mjög þurrt loft er yfir suðvestanverðu landinu. Óvenjulega skjallabjart sólskin og gott skyggni var yfir Reykjavíkursvæðinu og útlínur fjalla einstaklega skarpar eitthvað.
Hiti fór yfir 20 stig líka á Þyrli, Kálfhóli og Þykkvabæ og rétt tæp 20 í Húsafelli og Árnesi.
Í Vestmannaeyjum var sögð mikil veðurblíða. Þar var sól og 14 stiga hiti mest í kaupstaðnum.
Ég spyr: En er það nokkuð sama veðurblíðan í sól þegar eru 14 stig og 22 stig í svipuðum vindi?
Ég segi þvert nei við því. Blíðan var meiri á fastalandi suðurlands en úti í Vestmannaeyjum. En ég veit að sumir skilja ekki hvað ég er að fara. Fyrir þeim er sól bara sól og veðurskyn þeirra nær ekki lengra en það. Varð áþreifanlega var við þetta á fasbók fyrir skemmstu þegar ég vildi meina að aldrei væri alvöru veðurblíða í Flatey á Breiðafirði þar sem hitinn fer sjaldan yfir 12-13 stig hvernig sem sólin hamast. En viðmælendur mínir skildu bara ekki hvað ég var að fara.
Engin skeyti hafa komið frá mönnuðu veðurstöðvunum á Mýri í Bárðardal og Torfum í Eyjafjarðardal frá 1. ágúst. Ég er að pæla í hvort búið sé að leggja stðvarnar niður og veit að það hefur staðið til.
Mér finnst að Veðurstofan ætti að tilkynna það á vefsíðu sinni þegar veðurstöðvar eru lagðar niður og reyndar líka þegar nýjar eru stofnaðar. Það er bara sjálfsögð þjónusta við notendur síðunnar.
Viðbót: En því er ekki að leyna að veðrið á þessari þjóðhátíð er með því betra sem gerist í Eyjum.
Bloggar | Breytt 6.8.2013 kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006