Bloggfærslur mánaðarins, september 2013

Margir rigningardagar og mikið úrkomumagn

Frá því Veðurstofan var stofnuð 1920 hafa úrkomudagarnir í Reykjavík aðeins tvisvar verið fleiri en nú  mánuðina júní til september sem Veðurstofan telur vera hina hefðbundnu sumarmánuði. Þeir voru 89. Sumarið 1969 voru þeir 97 en 95 árið 1955.

Ef litið er á úrkomuagnið þessa mánuði er sumarið núna það tíunda úrkomumesta í Reykjavík með 314 mm síðan 1920. 

Sumrin 2008 og 2007 mældist meiri úrkoma að magni til en núna,  þó úrkomudagarnir væru færri,  og í sjö önnur sumur frá því Veðurstofan var stofnuð. Fyrir hennar dagar var úrkoma athuguð árin 1885-1907. Sumarmánuðina 1887 mældist úrkoman í bænum 407 mm og 405 sumarið 1899 en þessi sumur á því tímabili og árin 1900 og 1901 voru úrkomusamari en þetta sem nú er að líða.

Sólskinsstundirnar í sumar mældust 540. Þær voru færri sumarið 2002 og  alls hafa 21 sumar verið sólarminni í Reykjavík frá 1911 ef Vífilsstaðir eru taldir með (1911-1919) en 17 frá því Veðurstofan var stofnuð. 

Meðalhitinn í Reykjavík var 9,5 stig, sá minnsti síðan 1995 en þá var hitinn nánast sá sami.   Ein 36 sumur hafa verið kaldari í Reykjavík síðan Veðurstofan var stofnuð, þar af um 23 á árunum 1966-1995.    

Meðalhitinn núna í sumar er reyndar 0,2 stig yfir meðaltalinu 1961-1990 sem enn er ekki búið að nema úr gildi til viðmiðunar þó sumir ætli vitlausir að verða yfir því! En þetta var kuldatímabil og meðalhitinn í sumar er 0,6 stig undir meðalhitanum á hlýindatimabilinu 1931-1960 en hvorki meira né minna en 1,2 stig undir meðallagi þessarar aldar sem fram að þessu verður að kallast gullöld reykvísks veðurfars. 

Það munar sannarlega um minna! 

Sem sagt: Tíunda úrkomumesta sumarið í höfuðborginni að magni til en það þriðja hvað snertir fjölda úrkomudaga síðan Veðurstofan var stofnuð. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

''Vinsældalisti''!

Það er ekki neinn vinsældalisti sem fréttin fjallar um heldur gæðakvarði sumra eftir ákveðinni aðferð.

Og hann er hér augljólsega aðeins yfir mánuðina júní til ágúst. 

Gaman væri að sjá sambærilegan kvarða þar sem september væri með. Þó hann breyti ekki miklu í sumar getur hann hafa gert það á öðrum sumrum. Í mínum huga ber skilyrðislaust að telja september til sumarmánaða en ekki haustmánaða, sem hér er gert í fréttinni alveg eins og það sé sjalfsagt mál,  þó hann geti stundum verið leiðinlegur eins og aðrir sumarmánuðir. 

Því miður er hér ekki tekið fram hvað hinir sérstöku mánuðir frá júní til ágúst 2013 fengu mörg stig á kvarðanum, aðeins að þau hafi ekki verið mörg.

.  


mbl.is Vont sumar mælt á vinsældakvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband