Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016
24.1.2016 | 17:44
Undarlegar fréttir af veðri
Rétt einu sinnu birtist í fjölmiðli undarlegar fréttir af veðri sem hreinlega er ekki hægt að taka alvarlega.
Hríðarbylurinn mikli á austursturströnd Bandaríkjanna skilaði snjódýpt í Central Park i New York upp á 63 cm. Mælingar eru frá 1869. Þetta er meiri snjódýpt en nokkru sinni hefur mælst í Reykajvík í þau um það bil 90 ár sem mælt hefur verið. Aldrei hefur þar mælst meira en 57 cm og aðeins einu sinni yfir 50 cm. Mesta snjódýpt í Reykjavík eftir mikla hriðarbylji er rúmir 40 cm. Það gerist sárasjaldan og engan vengin í "venjulegum snjókomum" en í fréttinni er sagt að þessi snjókoma vestra sé svona eins og venjuleg íslensk snjókoma. Og það er af og frá að slíkt sé "algengt veður í Vesturbæ Reykjavíkur" eins og líka segir í fréttinni.
Þegar óvenjuleg veður koma erlendis tala islenskir fjölmiðlar gjarna við einhverja Íslendinga sem staddir eru á svæðinu sem oft koma með álíka steypu og í þessari frétt. Og steypunni er svo slegið upp í fyrirsögn eins og hún sé óefaður sannleikur.
Afhverju taka fjölmiðlar ekki upp áreiðanlegar fréttir um svona veður frá bandarískum fréttamiðlum í stað þess að birta tóma dellu eftir einhverjum sem greinilega hafa engan sans fyrir veðri, hvorki í Ameríku eða Vesturbæ Reykjavíkur?
Þetta gerist varla þegar um annars konar fréttir er að ræða en veður. En þá er allt boðlegt.
Hér er hægt að lesa ýmislegt um þetta óveður á austurströnd Bandaríkjanna.
Eins og meðalveður í Vesturbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.1.2016 | 11:51
Fylgiskjalið hættir
Í nokkur ár hefur þessi bloggsíða birt daglegt fylgiskjal um ýmsa veðurþætti fyrir Reykjavik, Akureyri og allt landið. Skjalið hefur alltaf verið virkt, jafnvel þá daga sem engar nýjar bloggfærslur hafa komið.
Þetta hefur verið talsverð fyrirhöfn.
Nú þegar mæliháttum fyrir hita i Reykjavík hefur verið breytt er fyrirhöfnin enn meiri og svo þvælin að engu tali tekur.
Ég nenni þá ekki að standa í þessu lengur frá og með nýjársdegi.
Hins vegar mun ég kannski enn um sinn ef tækifæri gefst blogga um veðurfarslegt efni eða eitthvað sem kemur upp í daglegu veðri.
Þetta fylgkiskjal var auðvitað einkaframtak og enginn hefur verið að biðja mig um það!
Eigi að síður kann ég Veðurstofunni litlar þakkir fyrir að vera staðráðin í að stórskaða veðurmælingar í landinu. Og það án þess að láta svo lítið að nefna það einu orði við almenning.
Það er hreint út sagt hrokafull stofnanahegðun og ósamrýmanleg nútímaháttum um upplýsingar til almennings.
Þeir sem fylgdust með fylgiskjalinu voru mjög stöðugur hópur og ég þakka þeim fyrir áhugann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
9.1.2016 | 16:25
Úrkomumet í janúar
Þennan dag, 10. janúar, árið 2002 mældist mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur í nokkrum mánuði á landinu á veðurstöð. Úrkoman var 293,3 mm á Kvískerjum. Þetta er talsvert meiri úrkoma heldur en að meðaltali mælist fyrstu þrjá mánuði ársins í Reykjavik og reyndar meiri úrkoma heldur en einstaka sinnum hefur mælst á heilu ári á þeim veðurstöðvum þar sem úrkoma er jafnaði lítil. Á einum sólarhring! Þetta gerðist í mikilli sunnanátt og fór hiti þennan dag í 15,8 stig á Eskifirði og 15,0 á Dalatanga.
Mikil hlýindi voru framan af mánuðinum og þann 6. mældist mesti hiti sem mælst hafði í Reykjavík í janúar, 10,6 stig (var slegið þ. 4. 2014,10,7°). Sama dag mældist mesti janúarhiti í Borgarfirði, 11,8 stig á Hvanneyri og 11,2 stig í Stafholtsey. En hæsti hiti mánaðarins á veðurstöð kom þann 6. þegar 16,2 stig mældust á Seyðisfirði og sama dag fauk janúarmetið á Nautabúi í Skagafirði þar sem hitinn fór í 12,5 stig. Þann 16. kom mesti janúarhiti sem mælst hefur við Mývatn, 10,2 stig í Reykjahlíð. Á suðaustanverðu landinu voru janúarhitamet einnig slegin í mánuðinum, 10,6 stig þ.7 á Kirkjubæjarkalustri en daginn áður 10,6 stig í Vík í Mýrdal og sama dag og aftur þann næsta 10,0 stig á Vatnsskarðshólum. Loks voru met slegin á suðurlandsundirlendi, 11,3 stig á Hellu þ.6. og sama dag 10,2 stig á Jaðri í Biskupstungum og Hjarðarlandi og 10,0 stig þ. 4. í Þykkvabæ. Síðasta þriðjung mánaðarins kólnaði mjög svo meðalhiti alls mánaðarins varð ekki ýkja hár þó hann væri vel yfir meðallagi.
Mánaðarúkoman á Kvískerjum þennan mánuð árið 2002 var 905,3 mm og er það mesta mánaðarúrkoma sem mælst hefur á veðurstöð í janúar og sú næst mesta í nokkrum mánuði. Þetta er á einum mánuði rúmum 20 mm meiri úrkoma en meðalársúrkoman í Reykjavík á þessari öld. Á Fagurhólsmýri og í Snæbýli var úrkoman einnig sú mesta sem mælst hefur í janúar.
Janúar 2002 var þvi engan veginn hversdagslegur vetrarmánuður.
Veðurfar | Breytt 20.1.2016 kl. 12:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006