Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

Hitabylgjan

Allmikil hitabylgja gekk yfir landið í  nótt og í dag þegar angi af hlýja loftinu i Evrópu barst til landsins.

Strax um miðnætti var hitinn á Tröllaskaga kominn yfir 20 stig og þar og sums staðar annars staðar varð hiti mestur að næturþeli. Snemma morguns varð sums staðar hlýjast syðst á landinu og víðar á suðurlandi. Annars var yfirleitt hlýjast síðdegis eins og oftast er. Í Reykjavík fór hitinn í 23.5 stig milli klukkan 13 og 14 á sjálfvirku stöðunni en 22,7 stig á þeirri mönnuðu. Það er dagsitamet fyrir mönnuðu stöðina en hlýrra hefur verið nokkra aðra daga  nærri þeirri dagsetningu og aðra hásumardaga. Sólarhringsmeðaltlaið er 16,3 stig og er það næst mesta þennan dag síðan Veðurstofan var stofnuð 1920 en hlýrra var 2008, 16,6 stig þegar hitabylgja  mikla í þeim mánuði var að byrja.         

Hlýjast varð 24,7 stig á Patreksfirði og 24,5 stig á Tálknafirði og Hafnarmelum, 24,2 við Korpu, 24,1 Lambavatni á Rauðasandi, 23,8 við Hafursfell og 23,7 stig á Skrauthólum á Kjalarnesi og 23.8 á stöð vegagerðarinnar á Kjalarnesi. Á suðurlandi varð hlýjast 23,3 stig á Þingvöllum og 23,2 stig á Önundarhorni. Hlutfall veðurstöðva sem mældu 20 stiga hita eða meira er eftir hitabylgjutali Trausta Jónssonar 58,7 af hundraði sem er það mesta síðan í hitabylgjunni miklu i júlílok 2008 og ég reikna þennan dag reyndar 9.víðfemasta hitabylgjudag á landinu síðan Veðurstofan var stofnuð 1920. Mesti landshiti náði þó ekki 25 stigum.

Ekki hafa mörg árshitamet verið slegin á stöðvum sem nokkuð lengi hafa athugað. Þó mældist hitinn í Æðey 22,1 stig en þar höfðu áður mælst mest 21,6 stig á mönnuðu stöðunni í hitabylgjunni miklu í ágúst 2004 en mælingar eru frá 1954. Í Súðavík mældust 22.4 stig sem er það mesta en mælt hefur verið í mælingasögu upp á 23 ár. Á Bjargtöngum mældust 21,6 stig sem er mesti hiti sem þar hefur mælst, frá 1994. Og á Hvalnesi kom met upp á 21,3 stig þsr sem mælt hefur verið frá árinu 2000.

Ekki mældist 20 stiga hiti eða meira inni í Skagafirði og Húnavatnssýslum og ekki heldur á Fljótsdalshéraði eða norðanverðum austfjörðum. Og ekki á mönnuðu stöðinni á Akureyri og hefur ekki gerst þetta sumar. Hins vegar varð tiltölulega hlýtt á sunnanverðum austfjörðum miðað við það sem þar gerist. 

Í fylgkskjalinu er listi yfir hámarkshita allra veðurstöðva sem mældu 20 stiga hita eða meira. Stöðvunum er raðað frá Reykjanesskaga og síðan norður og vestur um og endað á Eyrarbakka. Einnig er tilgreint klukkan hvað mesti hitinn mældist, td. 14 merkir að hitinn hafi mælst milli klukkan 13 og 14 en þegar tvær tölur eru, t.d. 1314, merkir að hitinn hafi mælst bæði milli klukkan 12 og 13 og milli klukkan  13 og 14. Við mannaðar stöðvar er aðeins tilgreindue hámarksaitinn en ekki hvenær hann varð. Stöðvarnar eru ekki aðgreindar eftir rekstraraðilum. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband