Veðurslýðskrum á Alþingi

Innanríkisráðherra segir ósatt þegar hann fullyrðir á Alþingi að enginn hafi spáð fyrir um um óveðrið í  september. Sannleikurin er sá að veðrinu var spáð  í marga daga. Vindhraði var mjög nærri lagi. Hins vegar varð aðeins kaldara en gert var ráð fyrir og það munaði því að snjóaði fremur en rigndi. Og hitamunurinn sem þarna skilur á milli er afar lítill og ekki hlaupið að því að sjá fyrir öll smáatriði. En margra daga óveðurspá hefði ekki átt að fara framhjá mönnum.  

Reyndar var snjókoman sums staðar nyrðra sú mesta að snjódýpt sem vitað er um fyrri hluta septembermánaðar. Sjaldgæft veður. 

Það er ótrúlega ósvífið og hrokafullt, en fyrst og fremst ósatt, að láta þá yfirlýsingu frá sér fara á sjálfu Alþingi að enginn hafi spáð fyrir um óveðrið. Þvert ofan í staðreyndir.

Þetta er veðurlýðskrum af versta tagi.

Ekki bætir svo úr skák og eykur ekki traustið á Alþingi að svo virðist af fréttum sem ekki einn einasti þingmaður hafi gert athugasemdir við þetta en fremur tekið í sama streng.

Viðbót 8.11. Ögmundur hefur nú beðist velvirðingar á orðum sínum. Það er gott hjá honum. Og nú fer storminn líklega að lægja!


mbl.is „Enginn spáði fyrir um óveðrið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband