2.4.2010 | 11:33
Afhverju ekki lög á lækna
Læknar eru sí og æ að tala um hvað þeir bera hagsmuni sjúklinga fyrir brjósti.
Það er augljóst að þeir bera ekki hagsmuni sjúklinga fyrir brjósti í þessari deilu. Þeim stendur nákvæmlega á sama um þá þegar þeirra eigin hagsmunir eru í húfi. Sjúklingarnir eiga engan hlut að máli í deilunni.
Læknarnir segja að nýtt vaktafyrirkomulag ógni öryggi sjúklinga. En það á víst að auka öryggi sjúklinga óskaplega að hlaupa frá þeim í stað þess að semja. Læknarnir eru sjálfir að ógna öryggi sjúklinga en saka svo aðra um það!
Deiluaðilar vísa reyndar ábyrgð hver á annan eins og oft er við svipaðar kringumstæður. Það má því segja að hvorugur þeirra beri hagsmuni sjúklinga fyrir brjósti. Það firrir þó lækna ekki ábyrgð gagnvart sjúklingum. Siðferðileg og fagleg ábyrgð lækna á sjúklingum er alltaf bein. Hún hverfur ekki þó þeir mæti ekki til vinnu.
Sá skaði sem svona vinnustöðvun getur valdið er ekki á dauðum hlutum. Hún bitnar á lifandi fólki þar sem það er viðkvæmast fyrir, á heilsu þeirra og jafnvel lífi.
Öryggi sjúklinga er augljóslega i hættu þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Hver trúir því að störf 60 lækna séu eiginlega ónauðsynleg, það breyti svo sem engu þó þeir hættu störfum hvað öryggi sjúklinga varðar. Landlæknir og læknaráð hefðu ekki áhyggjur ef öryggi sjúklinga væri ekki einmitt ógnað.
Almenir læknar eru beinlínis að ógna lífi og heilsu sjúklinga. Það liggur hreinlega í augum uppi.
Um daginn átti að setja lög á flugumferðarstjóra. Enginn skaðast á heilsu og lífi þó hann komist ekki í flug. En vinnudeila læknanna núna getur skaðað líf og heilsu sjúklinga. Ekki er hægt að sjá annað en að meira sé í húfi en í verkfalli flugumferðastjóra.
Hvers vegna virðist sú hugmynd ekki einu sinni koma fram að ríkisstjórnin grípi inn í deilu sem ógnar lífi og heilsu fólks úr því hún gerði það í verkfalli flugumferðastjóra? Er það ekki vegna þess að læknar eru svo voldug stétt að menn þora ekki almennilega að ganga beint til verks gegn henni?
Að lokum ein spurning: Hvernig á sjúklingur að treysta unglækni þegar hann kemur aftur til vinnu eftir að deilan leysist þegar hann veit að læknirinn hljóp nokkrum dögum fyrr frá allri ábyrgð gagnvart honum?
Vísa ávirðingum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Svona, svona ... farðu nú ekki að æsa þessa unglækna á móti okkur moggabloggurum ... hver veit hvenær við fáum t.d. ritstíflu? Heldurðu að þeir vilji þá eitthvað hjálpa "þessu liði" sem er ekkert nema kjafturinn ... alveg þangað til það þarf á þeim að halda?
Aðgát skal höfð í nærveru unglækna.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 11:56
Ætli þessir læknar séu nokkuð ungir?
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.4.2010 kl. 12:06
Um hvað snýst málið. Getur einhver skýrt það í stuttu skýru máli ?
Hvar eru ransóknar blaðamennirnir og til hvers er ráðherrann ?
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2010 kl. 12:11
Mér skilst að deilan snúist eitthvað um peninga og laun og vinnu og mætingar og viðveru og vinnutíma og svoleiðis ... og eitthvað heyrði ég einhvern segja um sementspoka, en er ekki viss um í hvaða samhengi það var, né hvernig sementspokar koma inn í málið ... nema auðvitað þetta sé allt saman tóm steypa?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 13:12
Mig grunar að þetta sé allt rétt hjá þér Grefill, en vissi ekki um sementið. Ráðherrann ætlar sjálfsagt að handhræra þetta sjálfur í sparnaðarskini .
Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2010 kl. 13:25
Lesið fréttina, sem fylgir blogginu þá kemur sannleikurinn í ljós.Þessir svokölluðu ung læknar meiga vinna 48 tíma á viku! enn vinna 60 tíma eða kanski meira.Ég er hand viss um að ég vildi ekki hafa hálf sofandi læknir að greina kvilla á mér sjálfum.Um það snýst málið drengir.
Þórarinn Baldursson, 2.4.2010 kl. 13:55
Ég vann einu sinni 60 tíma á einni viku, en það geri ég aldrei aftur. Fór alveg með mig. Gat ekki einu sinni steikt kjúkling þegar ég kom heim, hvað þá læknað hann.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:39
Deilan snýst um aukinn vinnutíma á þegar langan vinnudag almennra lækna á LSH. Allt að 6 vikur á ársgrundvelli (svona eins og eitt sumarfrí). Þarna er ekki þras um peninga heldur lífsgæði almennra lækna og öryggi sjúklinga. Það er ómögulegt að eiga eðlilegt fjölskyldulíf innan 60 tíma vinnuviku og öryggi sjúklinga er sannarlega ekki upp á það besta á fjórðu næturvakt læknis í röð.
Almennir læknar eru ekki hálaunafólk, jafnvel þótt löng vinnuvika sé raunin. Almennir læknar eru ekki að heimta meiri pening heldur einfaldlega að lög um vinnutíma séu virt.
Dagur Ingi (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 14:45
http://bjornaxelsson.blog.is/blog/bjornaxelsson/entry/1037551/
Björn Þröstur Axelsson, 2.4.2010 kl. 16:13
Hafa læknar ekki aðstöðu til að sofa á næturvöktum? Ef við eigum að trúa sjónvarpinu þá er vinnufyrirkomulagið sem verið er að bjóða upp á svipað því og skeður í USA.
Hver eru annars heildar laun almenns læknis? þá með grunn launum, vaktar álagi og óunum yfirvinnustundum.
Og hversu marga frí daga fáiði á ári, þá með orlofi og frítöku rétt sem safnast upp frá vaktarvinnu?
Ég er forvitin yfir þessu þar sem ég er ekki alveg viss á því hvort ég eigi að hafa samúð með málstað lækna hér. Margar greinar á Íslandi vinna þennan tímafjölda á viku til lengri og styttri tíma og það er staðreynd sem ekki hægt er að komast fram hjá að Landspítalin þarf að skera niður og þá er þetta spurning um breytt fyrirkomulag eða hreinar uppsagnir á fólki sem auka álagið á þá sem eftir eru og aukna áhættu fyrir sjúklinga eða hvað?
Elfar (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 17:46
Tekið skal fram að höfundur er ungur læknir en ekki starfsmaður LSH.
Þetta mál kemur launum lækna ekkert við, þó ég sé alveg til í að fræða menn um þau mál. Launasamningur lækna er opinbert plagg og ég get fullyrt að fyrir almenna lækna eru engar aukasporslur gefnar.
Þetta mál snýst um það að Landspítalinn hefur sett fram einhliða nýtt vaktakerfi sem eykur meðalvinnutíma ungra lækna á spítalanum úr um 50klst/viku upp í 60klst./viku. Öll skipulögð vinna umfram 48klst/viku er ólögleg. Því er kerfið ólöglegt og það geta læknarnir ekki sætt sig við. Þeim var boðið að ganga að kerfinu eða ganga út og þeir tóku síðara tilboðinu. Það má raunar velta fyrir sér hvort löglegt hefði verið fyrir þá að fallast á þessi lögbrot.
Það er umhugsunarefni að stærsti vinnustaður landsins reyni með hörku að brjóta lög um hollustuhætti og aðbúnað a vinnustöðum og það er mál sem allir launþegar landsins ættu að láta sig varða.
AB (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 18:26
Vegna fyrirspurnar þá vil ég taka fram að þessi meðaltöl taka inn öll vaktafrí og raunar eru kaffitímar einnig dregnir frá þessum tölum. Árlegt orlof er eins og hjá öðrum stéttum.
Þetta eru meðaltöl yfir allt árið þannig að sumar vikur getur vinnutími vissulega dottið niður í 40 stundir en þá fær maður það í hausinn þá næstu.
AB (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 18:37
Ég mætti taka það fram að ég vinn á LSH en er ekki í kliníkini eða í stjórnunarstöðu.
Ég er ennþá forvitin um hvort læknar fái tíma til að sofa á vöktunum sínum þar sem LSH segir að þið eruð á 16 tíma vöktum nú þegar og hef því smá áhyggjur af því hvernig læknir er eftir 14 tíma á stanslausri vakt.
Ég hafði fyrir því að lesa mér til um þessi lög og sé að þetta er alveg rétt sem læknarnir halda fram en hafði ekki verið betra fyrir þá að kæra nýja fyrirkomulagið fyrst og fá lögbann á það á meðan málið færi í gegn?
Elfar (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 19:55
Stutta svarið við spurningu Elfars er sú að þetta mál hefur verið kannað. Það er ekki unnt að kæra spítalann fyrr en glæpurinn hefur gerst. Miðað er við 6 mánaða viðmiðunartíma og því fyrst hægt að hefja málaferli í október en á meðan hafa menn þurft að starfa vitandi vits í ólöglegu og óþolandi kerfi í 6 mánuði.
Hvað 16 tíma vaktirnar varða þá eru þær síður en svo besta niðurstaðan en ásættanleg í ljósi þess að það þarf auðvitað að manna spítalann allan ársins hring og takmarkaður fjöldi er til staðar að manna þær. En ég vil benda á að núverandi kerfi gerir ráð fyrir 16 tíma vakt frá 16:00-8:00 með 24klst hvíld fyrir og eftir. Einnig er mögulegt að leggja sig ef þannig stendur á. (síður en svo reglan að það gangi eftir). Nýja kerfið styttir næturvaktina í 13klst (22:00-8:00) en það sem ekki hefur komið fram í tilkynningum LSH er að á móti er dagvinnumaður í vinnu áfram eftir 4. Þannig verður 15klst. dagvakt frá 8:00-23:00 með 16klst hvíld fyrir og 10klst. hvíld eftir. Eins og ég sé það eru 15 samfelldar klukkustundir á háannatíma sjúkrahússins síst betri en 16tímar sem ná allavega yfir rólegasta tímabil sólarhringsins.
AB (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 20:48
Ég er ekkert tengdur þessu læknamáli en þetta er rétt hjá unglæknunum einhliða breyting á kjarasamningi er ígyldi uppsagnar og það hafa fallið fjölmargir dómar því til staðfestingar.
Klárlega er lagaleg staða Landspítalans enginn og eina leiðin fyrir þá út úr þessu er að ná samkomulagi við læknanna eða draga þessa einhliða breytingu sem mér skilst í gegnum fjölmiðla sé ígyldi 5-6 vikna vinnu á ári.
Klárlega getur ekki ríkið sett einhliða dóm á örfáa einstaklinga sem dæmir þá til nauðungarvinnu. Ekki eru þetta hátekjufólk og grunnlaunin þeirra eru um 303 þús á mánuði það hefur komið fram einhvars staðar. í raun er þetta blóminn af ungu fólki þessa lands og fóll lætur ekki koma svona fram við sig.
Klárlega er ábygðin sjórnenda Landspítalans og hvar er heilbrigðisráðherran núna er hún í felum eða í kattasmölun?
Gunnr (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 01:30
Mér finnst einkennilegt að í bókstaflega öllu sem ég hef lesið á bloggi um þetta mál eröll ''samúðin'' með læknunum og mikill fjandskapur í orðum ríkir út í Landsspítalann. En ég trúi því ekki að málið sé svona einfalt. Báðir aðilara varpa ábyrgð yfir á hinn. Í mínum augum eru báðir aðilar þar með að bregðast sjúklingunum því það eru þeir sem verða fyrir barðinu á þessu. Ekki læknarnir og ekki spitalinn. Þriðji aðilinn sem ekki er hluti af deilunni. Það er eins og enginn skeyti um það. Eins og það skipti bara engu máli. Og ekki víkur AB læknir að því neinu orði. Kemst ekki einu sinni að í umræðu hans, skiptir hann greinilega minna en engu máli.
Sigurður Þór Guðjónsson, 5.4.2010 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.