Bleyður

Bandaríski herinn rannsakaði atvikið sem myndbandið í Kastljósi í kvöld sýndi. Hann komst að þeirri niðurstöðu að farið hafi verið í einu og öllu að reglum um vopnuð átök.

Myndbandið sannar að svo var ekki og þessi rannsókn hersins er með öllu ótrúverðug. Einungis gerð til að réttlæta.

Það stangast á við allar reglur að skjóta á þá sem eru að reyna að koma særðum til hjálpar. 

Auk þess laug herinn blákalt um ýmsa þætti málsins.

Við skulum svo ekki gleyma hvernig hermennirnir höguðu orðum sínum um þá sem þeir drápu, ''sjá þessi dauðu kvikindi''. 

Þvílíkir grimmdarseggir og bleyður! 

Enginn mun þó líklega þurfa að svara til saka fyrir atvikið, allra síst herforingjarnir, og bandaríski herinn mun, þrátt fyrir augljósa lygi sem nú er á allra vitorði, halda áfram réttlæta sig með kjafti og klóm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hermenn og lögregla í Bandaríkjunum eru beinlínis þjálfuð til þess að sjá ekki fólk fyrir framan byssurnar, aðeins "skotmörk".

Öll æfingar skotmörk eru í mannslíki. Sorglegt og mannfjandsamlegt viðhorf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.4.2010 kl. 01:01

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stríd er stríd. Skjóttu , ádur en thú ert skotinn. Skjóttu bara á hvad sem er, en ekki láta skjóta thig. Fyrir thá ,sem aldrei hafa tekid thátt í strídi eda haldid á byssu, er audvelt ad daema. Stríd í hvada mynd sem er, er ógedslegt og thetta daemi er á engan hátt verra en hvert annad.

Halldór Egill Guðnason, 6.4.2010 kl. 04:31

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sem betur fer höfum við Íslendingar, flest, ekki tekið þátt í stríði og þekkjum það því ekki af eigin raun, Halldór. Vonandi að svo verði um alla framtíð.

Það réttlætir þó ekki að þeir sem taka þátt í slíku brjálæði geti hagað sér eins og skeppnur. Myndbandið sýnir skírt að fólkið var óvopnað. Drápið var því eingöngu skeppnuskapur og ekkert annað.

Það er kannski vegna þess að við höfum ekki tekið þátt í svona brjálæði, að við getum dæmt. Við erum kannski best til þess fallin að tjá okkur um þetta.

Ef það þykir eðlilegt að leyfa einkverjum morðsjúkum mönnum að stjórna svona drápstækjum eins og þarna var á ferð, þá eigum við að gera allt sem í okkar valdi er til að upplýsa það.

Þetta voru morðingjar á ferð og ekkert annað.

Gunnar Heiðarsson, 6.4.2010 kl. 08:47

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er alls ekki allt leyfilegt í stríði. Það er samt rétt að þetta atvik er ekki verra en margt annað. En það ætti, eðlis síns vegna og hvernig farið er út fyrir öll mörk, jafnvel í stríði, að skerpa kröfu almennings um það að í stríði séu virt alþjóðleg lög og lágmarks mannúðarlög. Það eiga menn að dæma þegar gróflega er frá því vikið. Afstaða eins og birist í athugasemd Halldórs er bæði ótrúlega heimskuleg og grimmileg.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2010 kl. 08:52

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Svo var ég reyndar  fyrst og fremst að benda á það að rannsókn bandaríska hersins á málinu er ekki trúverðug. Þeir vissu af myndbandinu en telja að ekkert hafi verið óelilegt við atvikið. Auk þess neituðu þeir í fyrstu að vita hverjir drápu fréttamennina og að börn hefðu verið á svæðinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.4.2010 kl. 08:58

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þetta þykja eðlilegt og standard stríðsaðferðir hjá bandaríkjunum, ætti heimurinn að segja sig úr stjórnmálasambandi við þessa morðingja og stríðsglæpamenn.

Engin þjóð á jörðu hefur framið hroðalegri stríðsglæpi og fjöldamorð en USA. Hiroshima og Nakasaki tróna þar hátt, Fallujha og hundruð annarra tilfella allar götur frá Indjánamorðum fortíðarinnar. Allt saman saklaust fólk, ekki hermenn.  Meðvitað og úthugsað. Heigulshátturinn, grimmdin og heimskan eru allsráðandi.  Hvernig er hægt að hafa þetta glæpahyski í sátt? 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 22:27

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það að til séu Íslendingar sem telji þetta í lagi og kammist jafnvel yfir að það skuli sagt frá þessu, lýsir algerri siðblindu. Stríð er aldrei í lagi og það væri lítið um þau ef Ameríkanar væru ekki endalaust að búa sér til tilefni til að ráðast á þjóðir sem þeim stafar engin ógn af. Bylta réttkjörnum ríkistjórnum til að koma einræðisherrum að. 

Þetta stríð er algerlega ólöglegt og án tilefnis. Saddam settu þeir að völdum sjálfir og sá glæpur, sem þeir gefa sem ástæðu fyrir innrásinni í dag var dráp hans á 5000 kúrdum í Maí árið 1988!

Þeir eru að nálgast milljón saklausa borgara og einhver hundruð þúsund barna. Er ekki í lagi með fólk?  Finnst mönnum þetta bara allt í fína af því að í stríði eru mannréttindi og siðgæði sjálfkrafa í fríi?  Eru menn orðnir svo siðfirrtir að þeim sé lífsins ómögulegt að setja sig í spor og aðstæður fólksins þarna?

Hversu lágt geta menn lagst hér?  Verður neðar komist en svona málflutningur eins og hjá Halldóri Agli og fleiri rembingum hér á blogginu. Þetta lið á fyrirlitningu mína óskipta.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.4.2010 kl. 22:37

8 identicon

Hinn mannlegi þáttur vegur hér þungt, eins og reyndar er bent á í aths. Axels Jóhanns hér að framan. Herinn reynir auðvitað að gíra upp sína menn í "bardagahæft ástand". Þeir verða mjög agressífir og almenningur í Írak er fyrir þeim sem flugur sem suða utaní manni og eru bara fyrir. Eða þá eitthvað annarsflokks pakk sem maður gerir bara greiða með því að senda yfir móðuna. Þetta er hugarfarið. Þú ferð ekki í stríð með ást og tillitssemi að leiðarljósi. Þegar svo svona atvik komast í hámæli reynir herinn vitaskuld að þagga þau niður. Frá þeirra sjónarhóli meikar ekkert annað sens.

Skellur (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 20:54

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Menn vita það vel að menn stunda ekki stríð með ást og tillitssemi en menn vilja heldur ekki óheftan skepnuskap. Þess vegna hafa verið sett ýmis alþjóðalög varðandi hegðun í hernaði. Það er ekki gert ráð fyrir að menn megi haga sér eins og þeim sýnist þó oft verði það þó reyndin.

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.4.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband