24.4.2010 | 11:44
Ögmundur hittir naglann á höfuðið
Ögmundur hittir hér einmitt naglann á höfuðið.
Hvar sem maður talar við fólk finnur maður einmitt að það heldur að eitthvað mikið sé framundan í eldgosamálum. Allan tímann sem gaus á Fimmvörðuhálsi fannst mér t.d.að aðalgosið væri eftir.
Þessar hugsanir fólks eru byggðar í bland á skoðunum vísindamanna og svo er bara eins og fólk finni eitthvað á sér.Ég er á móti hvers kyns hjátrúardellu og þvættingi. En grunur margra um meiri eldgos á næstunni er eigi að síður ósköp skynsamlegur og raunhæfur.
Forsetinn hefur verið skammaður fyrir það að spá stóru Kötlugosi sem hann gerði reyndar aldrei. En Kötlugos eru alltaf Kötlugos og það væri þá eitthvað nýtt ef næsta Kötlugos yrði lítilmótlegra en þetta smágos í Eyjafjallajökli.
Nú ætla ég láta uppi mitt óskeikula hugboð um framhaldið:
Ég held að þetta sé bara rétt að byrja!
Það er fyrst og fremst einhver óvild af stjórnmálalegum toga og svo peningalegir hagsmunir sem stjórna viðbrögðum manna vegna orða forsetans.
Hann er náttúrlega orðinn hrein plága svona almennt talað og þjóðin metur hann lítils. En oft ratast samt kjöftugum satt á munn.
Sú krafa frá sumum að engir megi ljúka upp munni um hugsanleg eldgos nema jarðvísindamenn er ansi ritskoðunarleg og hlægilega ofgerð kennivaldadýrkun í þokkabót.
Ögmundur kemur forsetanum til varnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Eg held að sú alda sem reis á móti forsetanum útaf þessu BBC viðtali eigi sér þær rætur að að það sé ekki í verkahring forsetans að gefa út svona yfirlýsingar. Við höfum stjórnvöld sem að baki sér eru með almannavarnir og allt fræðasamfélagi sem á að koma svona upplýsingum á framfæri við erlendar þjóðir. Hér eru allar jarðhræringar í gjörgæslu og hafa verið um áratugaskeið. T.d er vefur Veðurstofu Íslands á heimsmælikvarða og er mikið nýttur um allan heim í þessum jarðhræringum. Í upphafi gossins á Fimmvörðuhálsi var t.d mikið fjallað um mögulegt Kötlugos og afleiðingar þess- í Bandaríkunum...og víðar.
Sævar Helgason, 24.4.2010 kl. 11:58
Ég er af gamla skólanum og hef alltaf borið mikla virðingu fyrir forsetaembættinu. En ÓRG er alveg búinn að gera út af við þá virðingu og það mun ekki breytast á meðan hann situr á Bessastöðum. Tek svo undir það sem Sævar segir hér að ofan.
Þórir Kjartansson, 24.4.2010 kl. 13:10
Ég sé ekki betur en að gosið í Eyjafjallajökli sé ágætis æfing fyrir Evrópubúa vegna næsta Kötlugoss, hvenær sem það verður. Það er annars athyglisvert að sjá hvernig mismunandi viðbrögð Ögmundar og Steingríms endurspegla það sem þeim finnst um afgreiðslu forsetann á Icesave málinu.
Emil Hannes Valgeirsson, 24.4.2010 kl. 13:48
Ögmundur er hvorki betri eða verri en hann er, sem er og með okkur öll og það hendir eflaust alla að slá á puttana á sér af og til. En ég hef tilhneigingu til að taka undir orð tveggja stuttorðra manna þeirra Þóris og Emils hér í athugasemdum.
Hrólfur Þ Hraundal, 24.4.2010 kl. 16:25
Ég tek undir með Jenný Önnu, ÓRG verður hér eftir í mínum huga ekkert annað en Hrunforsetinn.
Sorrý Ólafur.
Ég vil nýjan forseta, takk!
Kama Sutra, 24.4.2010 kl. 18:00
Mjá!
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2010 kl. 18:25
Mjá mjá, segir Mali - Mali segir mjá.
Trallalla...
Kama Sutra, 24.4.2010 kl. 18:30
Ólafur og Ögmundur eru bullarar.....að vara útlendinga við Kötlugosi er bara hræðsluáróður því það er engum í útlöndum hætta búin af Kötlu......jafnvel þótt hann fari til Íslands.....hætta af Kötlu annarstaðar er ekki eitthvað sem fólk getur forðast eins og að eiga viðskipti við íslenskan banka...........t.d. af því að forsetinn mærir hann
stefan benediktsson (IP-tala skráð) 24.4.2010 kl. 20:17
Ég veit ekki hvort það er kallað ''hætta'' ef flugsamgöngur truflast. En það var það sem forsetinn átti við.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2010 kl. 20:21
Meiri ástæða til þess að hafa áhyggjur af vegasamgöngum en flugsamgöngum. Bílaröð fólks á flótta úr borginni hreyfist varla í örtröðinni ofan Ártúnsbrekku á leið norður í átt að Mosfellssveit í þreifandi öskubyl.
Aðeins tveir fólksbílar á akreinunum í átt að borginni, annar bíllinn er eineygur. Katla gamla er saklaus.
Kolbrún Hilmars, 24.4.2010 kl. 21:52
Það eru undarlegar sumar athugasemdirnar við þessu bloggi Sigurðar. Það er engu líkara en margir þeirra sem tjá sig hafi ekki séð eða heyrt viðtal Ólafs við fréttamann BBC. Ég ráðlegg fólki að skoða þetta viðtal áður en það tjáir sig, það er ekkert í því sem er ekki satt og rétt, það er ekkert í því sem ætti að vekja ótta og það er ekkert í því sem Ólafur þarf að afsaka eð skammast sín fyrir.
Gunnar Heiðarsson, 25.4.2010 kl. 04:33
það er alveg rétt að ÓRG þarf ekkert að skammast sín. ég skammast mín hinsvegar fyrir hann. þetta svolítið einog að skammast sín fyrir nákominn ættingja sem hefur gert meira úr sínu hlutverki en til stendur. Sammála Kama Sutra að við þurfum nýjan forseta eða leggja embættið niður sem mér sýnist engin vanþörf á svona persónulega. forsetaembættið var hannað sem statisti fyrir kóng. það verður að endurhanna það hlutverk frá grunni.
Gísli Ingvarsson, 25.4.2010 kl. 10:00
Algjörlega á sama máli og Gísli og Kama Sutra um forsetann!
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.4.2010 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.