Er ég litblindur

Á háloftaritinu frá Keflavík og Egilsstöðum sem birt eru á vef Veðurstofunnar eru hjálparferlar, þrjár línur sem sagt er að séu gul, blá og græn lína. 

En hvernig sem ég horfi finnst mér allar þessar línur vera rauðar. Aðra liti sé ég ekki.

Og þá vaknar hin brennandi spurning: Er ég litblindur eða mættu þessi háloftarit vera skýrari?

Hægt er að sjá svona háloftarit frá Keflavík á öðrum vefjum, miklu skýrari, svo sem hér og hér. Á þessum háloftaritum greini ég alla liti enda er ég skarpskyggn sem örn er svífur tignarlega um háloftin!

Ég er sem sagt ekki litblindur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband