Sólarhringsúrkoman í Vík í Mýrdal

Á vef Veðurstofunnar í gær var úrkoman sem fallið hafði í Vík í Mýrdal frá kl. 9-18 talin vera sléttir 230 mm. Í morgun kl. 9 var úrkoman sögð vera 236,6 mm sem mæld var til þess tíma frá kl. 9 daginn áður en þetta er það tímabil sem vaninn er að mæla og skrásetja sólarhringsúrkomu.

Mesta sólarhringsúrkoma í maí á landinu hingað til er 147,0 mm á Kvískerjum 1973.

Sé þessi tala frá Vík rétt er hún ekki aðeins mesta sólarhringsúrkoma sem nokkru sinni hefur verið mæld á landinu í maí heldur hefur aðeins mælst meiri sólarhringsúrkoma í október og janúar.

Næst mesta úrkoma í gær frá kl. 9-18 var á Kirkjubæjarklaustri, 7,5 mm. Næsta mesta sólarhringsúrkoma kl. 9 í morgun var 27,4 mm í Skaftafelli.

Ég á ansi erfitt með að trúa því að sólarhringsúrkoman í Vík í Mýrdal, eða kannski öllu heldur úrkoman frá kl. 9-18 í gær, sé þarna rétt mæld eða rétt skráð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Ætli veðurathugunarmaðurinn í Vík í Mýrdal hafi ekki gleymt að setja kommu þarna. Forritið sem við veðurathugunarmenn notum er meingallað. Við getum skrifa "óvart" vitlaust sem er óraunverulegt án þess að tölvan gerir viðvörun. Nema vindhraðinn, þar kemur viðvörun þegar maður fer yfir 35 m/s. Þá spyr hún mann hvort þetta getur verið rétt.

Kveðja, Pálmi Freyr

Pálmi Freyr Óskarsson, 20.5.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband