31.5.2010 | 17:06
Lygari
Forsætisráðherra Ísraels segir að sérsveitarmennirnir hafi haft líf sitt að verja. En það trúir því ekki nokkur maður að farþegar um borð í skipinu hafi verið svo mikil ógn fyrir alvopnaða sérsveitarmenn að nauðsynlegt hafi verið vegna öryggis þeirra sjálfra að drepa 19 og særa marga.
Það er háttur herforingja og stjórnmálamanna að ljúga alveg blygðunarlaust til að réttlæta grimmdarverk sín.
Engar fréttir fara af þeim mörgu sem voru í þessari ferð og lifðu af og nú eru í haldi Ísraelsmanna.
Hvað verður gert til að þagga niður í þeim?
Þegar menn banna meira að segja fréttir af atburðum má nærri geta að þeir séu ekki par hrifnir af tugum sjónarvotta sem sagt geta heimsbyggðinni frá.
Heimurinn bíður nefnilega eftir frásögn þeirra.
Netanyahu segist harma mannfallið. Og ætli hann sýni þá ekki harm sinn í verki og bæti aðstandendum tjónið.
En svo koma bráðum þær fréttir frá Ísraelsmönnum að þeir hafi fundið mikið af vopnum í skipunum sem smygla hafi átt til Gaza. Sanniði til!
Það verður réttlætingin á þessu fádæma grimmdarverki.
Netanyahu: Höfðu lífið að verja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hér er myndband af "óvopnuðum friðarsinna" að stinga ísraelskan hermann með hnífi:
http://www.youtube.com/v/buzOWKxN2co
Þetta myndband verður örugglega ekki sýnt í íslensku sjónvarpi. Ég tók líka eftir í mörgum íslenskum fjölmiðlum að það er ekkert minnst á það að það liggja margir ísraelskir hermenn á sjúkrahúsi, þar af tveir alvarlega slasaðir. Einn er með skotsár eftir "óvopnaðan friðarsinna" og annar með alvarleg stungusár.
Anonymous (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 17:31
Ef hersveitir ráðast til atlögu alvopnaðar á skip á alþjóðahafsvæði eiga þá allir um borð að leggjast á magann herra Anonymous? Hver réðist á hvern? Og ekki trúi ég því að hnífafimi farþega hafi verið svo stórkostleg að salla hafi þurft 19 þeirra niður með byssum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 17:37
Þú vilt semsagt meina nafni Þór að Ísraelsmenn hefðu ekkert átt að fara um borð?
Að sjálfsögðu á fólk að taka því af eins mikill ró og unnt er ef vopnuð sveit hertekur skipið. Þetta eru ekki sjóræningjar í Adenflóa sem eru að koma um borð þarna. Myndir þú sjálfur reyna að taka skammbyssu úr belti vopnaðs manns úr slíkri sveit?
Sigurður Eggert Halldóruson, 31.5.2010 kl. 18:25
Ég fylgdist með hildarleiknum á Gaza fyrir rúmi ári...Þar sást þegar Ísraelskir hermenn brunuðu á skriðdrekum inn á svæðið, stoppuðu fyrir frama heimili landsmanna og hófu skothríð...Eftir að rykið og reykurinn af skothríðinni var farinn, sást hvar heimilisfólkið...foreldrarnir og öll börnin...allt að fimm börn...frá nokkurra mánaða gömlum...Lágu í valnum...
Getur það sama og þá verið að gerast þarna núna?
Að Ísraelar ætli sér að útrýma Palestínumönnum endanlega og umheimurinn bara horfi á og fylgist með úr fjarlægð?
Hver eru viðbrögð íslensku ríkisstjórnarinnar?
Guðrún Magnea Helgadóttir, 31.5.2010 kl. 18:36
Samkvæmt fréttum sem ég hef lesið hófu hersveitirnar reyndar skothríð strax og þær komu um borð. Þetta var ekki herskip og ekki skip skæruliða heldur venjulegra borgara. Það er erfitt að trúa því að þeir sem um borð voru hafi verið svo hættulegir að drepa hafi þurft 19 manns. Leikurinn hefur verið ansi ójafn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 18:45
Samkvæmt fréttum RÚV, byggðum á myndum Ísraelsmanna, voru ''vopn'' skipsverja teygjubyssur, stangir og glerkúlur. Andspænis byssuvopnuðum þrautþjálfuðum sérsveitum sjóhersins.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 19:09
Og þér semsagt finnst það líklegt að Ísraelsmenn hafi bara látið droppa sér um borð og byssan cockuð og svo byrjað að skjóta fólk af handahófi?
Hvað ertu gamall?
Sigurður Eggert Halldóruson, 31.5.2010 kl. 19:10
Þú ert Sigurður þarna að leggja mér upp atburðarás sem eigi þá að vera eindæma heimskuleg. Og framfylgir því svo með háðslegum skætingi, ''hvað ertu gamall''. Samkvæmt fréttum sem ég hef séð og heyrt, síðast þarna í Ruv, eru þessi viðbrögð Ísraelsmanna yfir öll strik. Ég nenni svo ekki að ræöa frekar við mann sem ræðir málin á þinn hátt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 19:25
Afsakaðu skætinginn nafni, það bara þýðir ekkert að stilla þessum bátsmönnum upp eins og siðprúðum fórnarlömbum þegar það var klárlega verið að sýna Ísraelsmönnum andspyrnu.
Og frábært hjá þér að koma í veg fyrir að ég geti svarað fyrir mig. Þú þarft hinsvegar ekki að hafa áhyggjur af því að ég komi hingað aftur.
Sigurður Eggert - nú bannaður (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 19:48
Sæll Sigurður.
Þessi aðgerð var vel skipulögð frá hendi andófsmanna. Þeir ætluðu sér að storka herkví Ísraelsmanna um Gaza þannig að tveir illir kostir blöstu við þeim.
Sá fyrri að stoppa skipið og þá var næsta víst að það yrði ekki gert á friðsamlegan hátt.
Hinn kosturinn var að hleypa því í gegn og þá mundu öll stóru orðin um rétt þeirra til að vernda land sitt á hvern þann hátt sem þeim þóknast fara fyrir lítið. -
Ísraelsmenn höfðu áður, eins og kemur fram í fréttinni að ég held, boðist til að sjá um að hjálpagögnin kæmust til Gaza. Því boði var ekki tekið og þeir tóku því fyrri kostinn.
Um borð í skipinu voru kunnir andófsmenn ásamt stuðningsfólki þeirra. Ísraelsmönnum hefur örugglega verið það ljóst að yfirtakan mundi ekki fara friðsamlega fram og að ef til átaka kæmi mundu Palestínumenn gera sér eins mikinn fjölmiðlamat úr þeim og mögulegt var.
Ísraelsmönnunum var þannig stillt upp við vegg og í þannig stöðu getur allt gerst eins og margoft hefur sannast.
Svanur Gísli Þorkelsson, 31.5.2010 kl. 20:01
Bátsmenn voru í fullum rétti við að veita sjóræningjum andspyrnu.
Bjarki (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 20:06
Jæja krakkar mínir, aumingja litlu Ísraelarnir.. guðs útvalda þjóð... sem voru settir í getto og útrýmingarbúðir... nú eru þeir orðnir eins og nasistarnir voru forðum.
Og þið krissarnir og Svanur í fjöltrúarbrögðunum ógurlegu... hvernig ætlið þið að verja gyðinga þegar Sússi kemur og tekur þá og pyntar að eilífu.... :)
DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 20:25
En hvað ég vissi Sigurður Eggert að þú myndir gera athugasemd með ip tölu! Akkúrat karakterinn. Sú leið var opin. Og verði þér að góðu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 20:28
DoctorE. Hvernig færðu einhverja vörn fyir Ísraelsmenn út úr þessari athugasemd minni. Eru ekki fordómar þínir farnir að flækjast fyrir þér eina ferðina enn?
Svanur Gísli Þorkelsson, 31.5.2010 kl. 20:32
Þó um borð hafi verið kunnir andófsmenn réttlætir það varla annað eins blóðbað. Ég hef aldrei iðkað neinn fjandskap gegn Ísrael, hvorki á minni eigin bloggsíðu né í athugasemdum hjá öðrum, en þegar ríkisvald með her ræðst gegn almennum borgurum, jafnvel þó andófsmenn séu, er ekki nema von að manni blöskri. Í mínum augum er það heldur ekki glæpur sem réttlætir manndráp að storka herkví ríkja. Og samkvæmt nýjustu fréttum er rithöfundunum Mankel settir úrslitakostir og hótanir um að verða stefnt fyrir rétt. Þessi harka er ofboðsleg. En þakka málefnalega athugasemd Svanur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 20:38
Þessi atburðarrás minnir óneitanlega á 1940 þegar bretar bægðu gyðingaskipunum svokölluðu frá Palestínu með vopnavaldi. Í þeim aðgerðum voru nokkur hundruð gyðingar drepnir, reyndar af gyðinglegum hermdarverkasveitum sem misreiknuðu aðgerð sína.
Brynjólfur Þorvarðsson, 31.5.2010 kl. 20:44
Svanur, gyðingar eiga ekki Palestínu frekar en annað fólk sem þar býr. Hvernig getur það að svelta nágranna sína flokkast undir að "vernda land sitt"?
Brynjólfur Þorvarðsson, 31.5.2010 kl. 20:45
Hér er myndband þegar hermenn ísraela síga um borð skipsins. Áhöfnin tekur hresilega á móti þeim með pípum og bareflum og kastar einum hermanni fyrir borð.
youtube.com/watch?v=gYjkLUcbJWo
Ég hef líka lesið fréttir og skoðað myndbönd frá báðum hliðum. Munurinn á fréttafluttningi andstöðumanna við Ísrael sýna ekki neitt og í einu löngu myndbandi sést þegar tökufólk um borð snýr sér undan þegar einn hermaður er laminn með röri af mörgum áhafnameðlimum.
Þeir komu ekki um borð alvopnaðir eins og margir vilja meina, enda virðist það vera algengt að menn hoppa upp og benda fingrum þegar ísraelski herinn á í máli. Þeir voru jú með skammbyssur í hulstri og nokkrir svo með litboltabyssur (paintball guns).
Þeir áttu skv. heimildum ísraelska hersins ekki von á neinu ofbeldi, einhverri lítilli andstöðu t.d. með því að hindra hermenn um að komast í stjórnklefa eða vélarúm skipsins en ekkert í líkingu við þetta.
Ísraelsk stjórnvöld voru búin að bjóðast til þess að koma hjálpargögnunum til Gaza svæðisins sjálfir eftir að leitað hefði verið gerð til að tryggja að engin vopn fyndust um borð en því var alfarið hafnað.
Skv. heimildum ísraelska hersins voru tveir hermenn afvopnaðir og tveir skotnir, einn stunginn og nokkrir aðrir slasaðir m.a. með höfuðáverka eftir barsmíðar.
Ég dreg þá áliktun sjálfur að þetta hafi verið planað og amk partur af áhafnameðlimum hafi verið undirbúnir til að taka á móti hermönnum ísraela með þessum hætti. PR stunt að hætti Pallywood.
garri (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 20:58
Brynjólfur; Svona er þetta í pottinn búið, Ísraelsmenn telja sig hafa þennan rétt hvort sem okkur, mér og þér, líkar betur eða verr.
Ef þú ert að fiska eftir persónulegu áliti, þá finnst mér ekkert land hafa rétt til að verja lendur sínar með hvaða ráðum sem því finnst viðeigandi, ekki Ísrael, ekki Bandaríkin með sínum "varnastríðum" Ekki Íran sem sínum öfgum og fangelsunum á saklausu fólki.
Sigurður; Ég er sammála þér að ekkert réttlætir blóðbað. Í öllum skipunum í þessum flota kom ekki til átaka en í því stærsta varð því greinilega ekki forðað.
Ísraelsmenn voru staðráðnir í að leita í skipinu. Um leið og þeir lentu um borð í skipið úr þyrlunum var ráðist á þá einn af öðrum með hnífum og öxum. Hermennirnir gripu til vopna sinna. 9 manns létu lífið.
Svanur Gísli Þorkelsson, 31.5.2010 kl. 21:05
Það er merkilegt ef það er eins og garri segir, að Ísraelsher sé orðinn svo samdauna ólöglegri valdbeitingu og ofbeldi að hann hafi bara ekki fattað að skipverjar kynnu að hafa eitthvað að athuga við þeirra fyrirætlanir um að ræna skipinu. Þetta er skelfilega vond afsökun fyrir fjöldamorði. Hermenn sem taka þátt í sjóráni vita alveg hvað þeir eru að fara út í, ég get ekki vorkennt þeim þó að einhver meiði sig við myrkraverkin.
Bjarki (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 21:23
Allur viðbjóðurinn sem gengur á í Ísrael og löndunum í kring skýrist algerlega með biblíu og kóran.... þarna sést í hnotskurn hvað trúarbrögðin gera við samfélög.
Nú er svo komið að hardcore gyðingar eru að reyna að ná völdum yfir hernum... að myrða aðra sem eru ekki í sama rugli er talið hinn mesti sómi... þannig er þetta líka hjá hinum sem eru með hina bókina.... þarna geysar bókastríð, hver er með bestu galdrabókina og galdrakarlinn... það fyndna er að báðir trúarhópar eru með nákvæmlega sama guð...
Annars ætla ég að gera tilkall til þessara landa, mig dreymdi nefnilega í nótt að Guddi kom og sagði við mig. . heyrðu vinur þú mátt eiga allt á þessu svæði.. ég skrifaði drauminn og kvittaði undir að hann væri algerlega sannur.. svo skrifa ég bók...
Það á að gera allt til að losa þessa ruglukolla undan trúarbrögðum, aðeins þá getur orðið friður... trúarbrögð eru svona tribal dæmi, gerð til að stjórna smáum hópum af mönnum.... nú er öldin önnur... mannkynið verður að losa sig undan tribal hugsunarhætti með uppskáldaðan boss
DoctorE (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 22:19
Israelar komast upp með þetta eins og allt annað sem þeir hafa gert studdir af USA. Þjóðir heims verða að stoppa þetta!
Sigurður Haraldsson, 1.6.2010 kl. 09:40
http://www.postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1062395/
Siggi minni. Friðarsinnarnir sungu söngva, þar sem þeir minntust fjöldamorða Múhammeðs sáluga á gyðingum.
Syngur þú með? Eða ert þú ekki bara lygarinn?
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 1.6.2010 kl. 10:11
Þegar hermenn eða einhverjir vopnaðir menn fremja sjórán eru þeir að sjálfsögðu hræddir um líf sitt. Maður sem fremur vopnað rán er líka hræddur um líf sitt. Þeir sem gera vopnaða árás á aðra eru hræddir um líf sitt og hafa góða ástæðu til þess. Hvort þeir voru hræddir um líf sitt eða voru í lífshættu, kemur málinu einfaldlega ekki við.
það voru 19 manns myrtir og tugir særðir í sjóráni Ísraelska hersins (ekki fyrsta sjórnánið sem þeir fremja). Það er það eina sem skiptir einhverju máli.
Ísrael hefur engan rétt í þessu máli þeir eru að verjast því að skip fari inn á hertekin svæði. þeir hafa engan rétt til að hafa setulið á gasa (eða Vesturbakkanum) og þeir hafa engan rétt til að takmarka skipaflutninga eða aðra flutninga þangað. Þeir hafa ekki rétt til að svelta gasabúa til hlýðni. Ísraelsk stjórnvöld hafa einungis rétt til að fara frá Gaza og borga eins og hægt er fyrir þann skaða sem þeir hafa valdið.
Benedikt Gunnar Ófeigsson, 1.6.2010 kl. 11:32
Á að salla menn niður sem syngja söngva? Er það hryðjuverk? Núna er upplýsingabann frá atburðunum. Engar upplýsingar koma nema frá Ísraelsmönnum. Dettur nokkrum í hug að þær upplýsingar séu eitthvað annað en meira og minna lygi? Það gerist í hvert sinn sem ríki rata í svona ógöngur, hvort sem það eru Bandaríkin, Rússland, Kína eða Ísrael.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2010 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.