Ótrúlegur atburður

Ég las í frétt að Ísraelsmenn hafi dregið skipið sem þeir réðust á til hafnar í Ísrael.

Sagt er að um 19 séu dánir og yfir 30 sárir.

Svo hafa Ísraelsmenn sett á fréttabann.

En hvað ætla þeir að gera við þá sem lifðu af? Friðarhafa Nóbels þar með talinn og frægan glæpasagnahöfund.

Sagt er reyndar að þeir verði sendir úr landi. En eru Ísraelsmenn ekki smeykir um að farþegarnir eigi eftir að segja heimsbyggðinni ýtarlega frá árásinni? Verður ekki að koma í veg fyrir það með einhverju ráðum?

Hvað verður um hina sáru? Fá þeir einhverja læknishjálp þar sem litið er á þá sem ögrun við Ísrael?

Hvað verður um öll líkin? 

Getur nokkur ríkisstjórn yfirleitt komið sér í meiri vandræði á alþjóðavettvangi en Ísraelsmenn hafa gert með þessu athæfi?

Hér er frásögn af atburðunum.  Sumir segja kannski að hún sé ekki dauðhreinsuð af hlutleysi en hún er varla ótrúverðugri en einhliða frásagnir Ísraelsmanna.


mbl.is Blair heitir rannsókn á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Helgason

Fréttir Aljazeera eru traustar og góðar.

Njörður Helgason, 31.5.2010 kl. 14:24

2 identicon

Mér finnst bara ótrúlegt hvad Israelsmenn komast alltaf upp med..... teir virdast aldrei turfa ad taka neina ábyrgd á framferdi sinu....... hvort sem um er ad ræda ad halda heilli tjod i gislingu ár eftir ár (sbr. Gaza), landnemabyggdir, árásir bædi hermanna og ísraelskra landnema á palestinska íbúa á vesturbakkanum eda hinn fræga einangrunarvegg.

Heimsbyggdin hefur haldid KJ i næstum hundrad ár og n.b. arabaríkin ekkert skárri en onnur.......

Karlotta (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 14:50

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er rétt að fréttir Aljazeera eru traustar og góðar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.5.2010 kl. 15:05

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Allir sannir fasistar elska frétabönn

Júlíus Valsson, 31.5.2010 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband