18.6.2010 | 14:09
Sóma júnímánuður
Það er ekki hægt að segja annað en þessi júní sé góður það sem af er. Stundum á sumarið erfitt uppdráttar fram eftir júní en það sem af er þessum líkist hann fremur júlímánuði en júní víðast hvar.
Meðalhitinn í Reykjavík eftir gærdaginn er 10,9 stig eða 2,2 stig yfir meðalagi. Meðalhiti alls júlí 1961-1990, sem var reyndar kuldatímabil, er ekki nema 10,6 stig. Hiti hefur þegar komist í 19,2 stig í borginni og var það öskufallsdaginn þ. 4. Oft er mesti hiti ársins í Reykjavik minni en þetta. Sól hefur verið alveg þokkaleg og úrkoma mjög lítil, er nú (þ. 18.) aðeins 18,9 mm en hefur þó fallið á níu dögum eða helmingi allra daga en alltaf nema einu sinni verið mjög smávægileg. Eins og fram hefur komið á bloggi Einars Sveinbjörnssonar er úrkoma á Akureyri afar lítil, 1,1mm en hvergi held ég að úrkoma hafi verið eins lítil eins og einmitt þar. Úrkoma er reyndar alls staðar langt undir meðallagi enn sem komið er.
Meðalhitinn á Akureyri er 10,4 stig og heldur minna yfir meðallagi en í Reykjavík. Það gæti þó breyst því spáð er sunnanátt og hlýindum. Á Stykkishólmi er hitinn svipað yfir meðallagi og í Reykjavík en hátt upp í þrjú stig yfir því í Bolungarvík. Á Kirkjubæjarklaustri er meðalhitinn 11,3 stig og er það yfir meðaltali alls júlímánaðar 1961-1990.
Svalast er á norðausturhorninu og er meðalhitinn á Raufarhöfn aðeins rúmt eitt stig yfir meðallagi en áreiðanlega undir meðallaginu á Fonti á Langanesi. Þar hefur verið furðulega kalt, kringum tveimur stigum kaldara en á Raufarhöfn sem er nokkuð óvenjulegt.
Einstaklega hlýtt hefur verið á hálendinu og ef hitinn á Hveravöllum heldur sér til mánaðarloka stefnir í hlýjasta júní sem þar hefur mælst. Tiltölulega enn hlýrra og jafnvel í beinum tölum virðist þó vera á Sprengisandi.
Hiti hefur farið í tuttugu stig eða meira einhvers staðar á landinu á helmingi allra daga. Hins vegar hafa frostsdagar á láglendi verið sjö þrátt fyrir hlýindin.
Nú er kominn 17 stiga hiti í Reykjavík og má vel vera að meðalhitinn mjakist upp í ellefu stig eftir daginn eða hinn daginn. Fyrir norðan og austan er sums staðar kominn yfir 20 stiga hiti. Hlýtt loft er nú yfir landinu og frostlaust hátt upp í 4 km hæð. Þykkt 500 hPa flatarins, en því þykkari sem hann er því meiri líkur á hlýindum, er nú sú mesta sem komið hefur það sem af er sumri. Gert er ráð fyrir hlýindum næstu daga svo meðalhitinn á landinu heldur sér líklega eða jafnvel eykst. Þegar hitafrávik er orðið svona mikið eins og nú er þarf ekki marga svala daga til að það hrynji. En það verður samt í það minnsta ekki á næstunni.
Ég undra mig á því hvers vegna ekki berast úrkomuupplýsingar frá Kvískerjum, úrkomustöð landsins númer eitt.
Miðlun rita Veðurstofunnar til almennings er vel þeginn af öllum veðurfönum. En gaman væri ef hægt væri líka að birta almenningi gömul og óeinfölduð veðurkort sem snillingarnir á Veðurstofunni geta galdrað fram fyrir sjálfa sig. Og ekki spillti að birt væru líka háloftakort en slík kort er reyndar víða að finna á netinu. Mér finnst líka vanta að menn geti flett upp mánaðarmeðaltölum fyrir hæðir og þykkt þrýstiflatanna og hitann í þeim yfir Keflavík en það hef ég hvergi fundið. Hins vegar er hægt að sjá þetta nokkra áratugi aftur í tímann fyrir hvern dag á netinu.
En það eru annars árans vandræðin með þessi hlýindi. Eiga menn ekki að vera alveg í sjokki yfir þessum bévítans gróðurhúsáhrifum? Það er samt huggun þungum harmi gegn að hafís er að læðast inn á Húnaflóa!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hlýi geirinn er að mjaka sér inn á landið. Ég segi að nóttin verði verði mjög hlý á öllu landinu en heitast verði austanlands fyrri partinn á morgun áður en svalara loft nær yfirhöndinni.
Emil Hannes Valgeirsson, 18.6.2010 kl. 14:55
Vetur sumar vor og haust,
viðrar frekar illa.
Alveg er það endalaust,
okkar rétta hilla.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 19.6.2010 kl. 17:31
Góðan daginn Jón bóndi og langt síðan heyrst hefur frá þér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2010 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.