Bjöllu um háls Guðríðar

Guðríður Arnardóttir hálfviti ... nei, oddviti Samfylkingarinnar  í Kópavogi  vildi ég sagt hafa,  vill hengja  bjöllu um hálsinn á heimilisköttum í bænum.

Mali er yfir sig hneykslaður á slíkum hugmyndum og hvæsir  að það sé  hreinn sadismi að hengja hávaðasama bjöllu um hálsinn á dýri sem sé eðlislægt að veiða. Miklu nær væri að  hengja bjöllu um hálsinn á Guðríði svo fólk geti forðað sér áður en hún fer að blaðra.

Vonar hann að um þetta náist bæði pólitísk og ópólitísk samstaða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha....sammála

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 00:49

2 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Af hverju eiga hundar að vera skráðir og merktir frekar en kettir? þeir eru að verða slík plága að þeir vaða stanslaust inn um alla glugga sem þeir sjá opna!!!

Guðmundur Júlíusson, 3.7.2010 kl. 01:45

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Þessi kona á að vera á þingi. Þar getur hún hjálpað Jóhönnu við kattasmölunina. Kannski væri ráð að setja bjöllu á Lilju, Ögmund og Steingrím?

Vilhjálmur Eyþórsson, 3.7.2010 kl. 01:51

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

ég er reyndar á þeirri skoðun að kettir eiga ekki að ganga lausir, eins finnst mér að fólk þurfi að borga gjöld fyrir ketti.

Sigurður Sigurðsson, 3.7.2010 kl. 02:35

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali játar að vel megi merkja sig og skrásetja sig í bak og fyrir og jafnvel taka af sér loppuför fyrir lögregluna, bólisetja og hreinsa úr sér óþekktarorminn en bjöllufasisma vísar hann alveg  á bug. Svo finnst honum að nær sé að útrásarvíkinganri gangi ekki lausi fremur göfug kattardýr. Kettir hafi fylgt landnámsmönnum og séu búnir að veiða óteljandi mýs við lítið þakklæti, áréttar hann  með hvæsi og þreföldu skotti og ógnarkryppu. Þá mótmælir hann því kattréttindabroti að mannfólkið, sem getur ekki einu sinni veit með neinum náttúrulegum tólum, klóm og kjafti, sé að gera sig breitt gagnvart göfugum kattardýrum sem auk þess sjá og heyra betur en en mennirnir. Fyrir utan hvað þeir eru vitrari og hæfari í lífsbaráttunni. Mali hefur lög að mala. Sannarlega mal í tíma malað!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 03:27

6 Smámynd: Kama Sutra

Er nú rjómakötturinn Mali farinn að kvarta yfir bjöllum?... sem þorir ekki einu sinni að veiða kóngulær.

Kama Sutra, 3.7.2010 kl. 03:59

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er harðskeyttur veiðigarpur en enginn bjöllusauður!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 07:57

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali telur líka að það sé ofmælt fram úr hófi að kettir vaði stanslaust inn um alla glugga þó slíkt geti komið fyrir. Og Mali vill sýna meðbræðrum sínum sem eiga undir högg að sækja, villiköttunum, bræðraþel og varar við að dæmi um villigeti sá notað sem tilefni fyrir holocausti í anda Samfylkingarinnar gegn kattanna minnstu bræðrum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 08:10

9 identicon

Félagi, Þú hlítur að átta þig á því að lausaganga katta er jafn óþolandi og lausaganga hunda. Nema hundar troða sér ekki inn um glugga og ofaní barnavagna eða uppí rúm til fólks og kasta þar þvagi eða saur slíkt gera kettir og ekki reyna að bera bót fyrir.

Ef fólk vill halda ketti í bæ eða borg á á sá viðkomandi aðili að hlíta sömu reglum og hund eigandi þ.e. kötturinn skal vera skráður, ormahreinsaður, og vera í bandi eða taum þegar eignadi og köttur eru útivið.

sigurður (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 08:53

10 Smámynd: Fríða Eyland

Ég stið Mala

Fríða Eyland, 3.7.2010 kl. 09:27

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að það sé afar sjaldan að heimilskettir fara inn í annarra manna hús og valdi usla þó það geti komið fyrir. Það er líka til fólk sem valdur  vandræðum. Allt í lífinu getur átt það til að valda vandræðum. Fá tilfelli eru blásuð út. Dæmið frá Kópavogi er sérlega ólánlegt þar sem saga af villiketti er notuð sem ástæða til aðgerða gegn heimilisköttum. Flestir skrá kettina sína, merkja og hreinsa. En kettir geta ekki verið í bandi. Kettir eru ekki sams konar dýr og hundar og samspil þeirra við manninn er ekki eins. Kettir hafa verið í borgum og  bæum alla tíð og eflaust stundum valið einhverjuk vandræðum án þess að menn vilji hlekkja þá eða amast mikið við þeim. Og  daufur yrði sá bær þar sem maður hitti aldrei kött úti við nema í hlekkjum. En mér er alveg ljóst að sumu fólki er meinilla við ketti og hugsar þeim þegjandi þörfina.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 10:16

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kona á veiðum þarf ekki bjöllu.

Ilmvatnið og varaliturinn nægir.

Þorsteinn Briem, 3.7.2010 kl. 10:34

13 identicon

Var að lesa nýja og ógnvekjandi frétt á visir.is. Þar lýsir virtur arkitekt og kattareigandi húsbroti "villi"kattar sem braut sér leið inn í íbúðina meðan fjölskyldan grillaði í sínum sumarbústað í góðu yfirlæti, grandalaus. Inni í íbúðinni terroríseraði villikötturinn vakthafandi heimiliskött, át úr dalli hans og lagðist að því búnu á meltuna í bæli húskattarins, eftir að hafa rústað innanstokksmunum.

Arkitektinn náði að fanga villidýrið í búr. Dýrin var síðan fargað.

 Það er að frétta að heimiliskettinum að honum mun líða eins og hann hafi orðið fyrir nauðgun. en fær nú áfallahjálp og nær vonandi fyrra atgerfi sem fyrst.

Hér má sjá fréttina og mynd af villikettinum, en ekki arkitektinum.

http://visir.is/kattafar-a-karsnesi--heimilisfadir-handsamar-villikott/article/2010596516999

Sigurður Joð.

Sigurður Joð (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 14:01

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þetta er einmitt atvikið sem hratt af stað þessari atburðarrás í Kópavogi. Þetta var villiköttur en ekki heimilsköttur. Og jafnvel þó um villikött sé að ræða eru svona atvik sjaldgæf þó þau komi fyrir. Mali finnur til með þeim kisa sem varð fyrir trámanu en telur að ekki sé hægt að nota svona stakt atvik til að réttlæta bjöllu um hálsinn á sómakærum heimilskisum. Annars efast ég um, án frekari sannanna, að kötturinn hafi ''rústað'' húsmununum. Hér sé fært í stílinn og tilgangurinn helgi meðalið. Það kemur kannski fyrir að heimilskettir álpist inn í annarra manna íbúðir og þá helst fyrir slysni, en ekki trúi ég að það sé oft, en þeir gera sig þar varla heimakomna því þeir eru afar vanafastir og hræddir og óruggir um sig í ókunnum aðstæðum. Heimilskettir eru ekki villidæýr sem fara eyðandi um. En þeim getur verið mál að gera sín stykki og lenda þá í vandræðum ef þeir finna ekki sandinn. Ónæði  vegna heimiliskatta held ég að séu ýkt þó auðvitað geti þau orðið þar sem margir kettir eru. Mér finnst reyndar mikla meira ónæði af löglegum hundum, þó ekki sé ég að kvarta yfir þeim, gjammandi og geltandi úti í görðum svo heyrist um heilu hverfin langtímum saman.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 14:18

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ýmis konar ónæði fylgir lífinu og eins gott að láta þau ekki koma sér alltof mikið úr jafnvægi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 14:21

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í fréttinni var hreint út talað um villikött en liklega er um að ræða heimiliskött sem hent var út og var að reyna að finna sér nýtt heimili. Menn henda nefnilega köttum og jafnvel litlum kettlingum, jafnvel læðum með nýfædda kettlinga út á guð og gaddinn í stórum stíl. SÚ grimmd finnst mér að ætti að vera sífellt fréttaefni með frásögnum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 14:48

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og mér finnst að Guðríður að aðrir eigi að taka eitthvað til bragðs  til að hafa hendur í  hári þeirra sem þetta gera. En ætli það verði nokkuð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 14:50

18 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 20:10

19 Smámynd: Kama Sutra

Ég var að vona að Dokksinn myndi mæta með "lítið" krútt.

Kama Sutra, 3.7.2010 kl. 20:28

20 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Það að kettir geti ekki verið í ketti er alrangt þar sem það tíðkast í svíþjóð og þeir kvarta ekki það sem þeir hafa aldrei þekkt annað. En nauðsynlegt er að merkja þá borga gjöld og fara í nauðsynlega læknismeðferð. Margir kettir eru til á höfuðborgasvæðinu og ég held að mikið afþeim er ekki að fá þá umönnun sem þeir eiga skilið.

Sigurður Sigurðsson, 3.7.2010 kl. 21:19

21 identicon

Ég á kött sem að var svolítið veiðiglöð á sínum yngri árum, við vorum búin að koma fyrir á henni 2 stykki stórum bjöllum, veiðin minnkaði í 2 daga svo sáum við hana úti að elta fugl, þá var skrýtlan búin að leggjast niður og gera sig tilbúna til að stökkva á fugl greyið og hélt með loppuni fyrir báðar bjöllurnar.

Kettir eru nefninlega ekkert svo heimskir, þeir læra á þetta á endanum og bjöllurnar voru orðnar gagnslausar.

Nú gengur hún um ekki með bjöllu enda orðin gömul og nennir ekki að veiða eins mikið lengur.

Snjokaggl (IP-tala skráð) 4.7.2010 kl. 13:06

22 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er hjartanlega sammála þér.  Sjálf hef ég verið að berjast gegn reglugerðarbákni vegna kattanna minna.  Mér finnst að við kattareigendur eigum ekkert nema hrós skilið fyrir að halda ketti sem halda músum fjarri. 

Anna Einarsdóttir, 4.7.2010 kl. 13:57

23 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta ''krútt'' þarna sýnist okkur Mala vera frekar bjórvömb en krútt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.7.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband