Tökum nú í alvöru á níðingsskap gegn köttum

Samkvæmt vitnisburði Kattholts er útburður katta skelfilega algengur. Margra ára heimilisköttum er hent út eftir duttlungum eða hentisemi eigenda sinna. Litlir kettlingar eru bornir út á guð og gaddinn og jafnvel læður með nýgotna kettlinga sína. Allt ber þetta vitni um fágæta grimmd. Grimmd gegn dýrum er lágkúrulegasta grimmd sem mennirnir geta sýnt. Aldrei hafa yfirvöld, bæjarfélög eða ríkisvaldið, skorið upp afdráttarlausa herför gegn þessum níðingsskap í nokkurri mynd.

ALDREI.

Engar auglýsingar, engar áskoranir. Afhverju kemur Guðríður Arnardóttir ekki í fjölmiðla með  Samfylkinguna og aðra flokka í Kópavogi einróma að baki sér til að hvetja menn til að hætta þessum skepnuskap? Engin tilraun er svo gerð til að leita að þeim sem skilja ketti og kettlinga eftir bjarglarlausa á víðavangi, 

En það er oft verið að skera upp herör gegn saklausum dýrunum eða búa til herferðir gegn þeim.

Við Mali skorum á bæjaryfirvöld í Kópavogi og annars staðar að vera jafn einbeitt í að leita uppi kattaníðinga og refsa þeim eins og að leita uppi fórnarlömb þeirra, kettina.

Við Mali vonumst eftir að lifa það að tekið verði almennilega til hendinni í þessum efnum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Hjartanlega sammála ykkur Mala. Það er ekki tekið nægilega fast á dýraníð. Það er fráleitt að afsaka slíkt með því að þau séu heimsk eða tilfinningalaus. Dýr hafa tilfinningar eins og við og hugsa sitt. Sjálfur hef ég átt mörg innihaldsrík samtöl við samferðarketti mína, gegn um tíðina. Innihaldsríkari en ég hef átt við margt mannfólkið.

Vil í leiðinni benda þér á þvær innsláttarvillur; „skpenuskap“ og nafn þess malicious í seinustu málsgreininni.

Brjánn Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 15:46

2 Smámynd: Eygló

Það má heldur ekki svelta Kattholt og aðra góða björgunarstaði meðan þetta ofbeldisfólk lætur ekki af iðju sinni.

Eygló, 3.7.2010 kl. 15:50

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali varð æfareiður þegar hann sá að ég fór vitlaust með nafnið hans og sýndi þá á sér sína maliciousustuhlið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 16:29

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Heyr, heyr!!

Svava frá Strandbergi , 3.7.2010 kl. 16:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

19. gr. Brot gegn lögum þessum eða reglugerðum, sem settar eru með stoð í þeim, varða sektum eða fangelsi allt að einu ári. Ef brot er stórfellt eða ítrekað getur það varðað fangelsi allt að tveimur árum.

Hlutdeild í brotum og tilraun til brota á lögum þessum er refsiverð."

Lög um dýravernd nr. 15/1994

Þorsteinn Briem, 3.7.2010 kl. 16:56

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Viðbjóður og grimmd. Afhjúpum dýraníðinga í mynd ef færi gefst

Finnur Bárðarson, 3.7.2010 kl. 17:57

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, ég er á móti myndbirtingum afbrotamanna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband