4.8.2010 | 13:43
Það eru engin haustmerki í veðrinu
Ég var að lesa grein á Vísi is. Þar koma fram sjónarmið sem alveg er árvisst að koma einhvers staðar fram eftir að verslunarmannahelgi lýkur. Þau eru að nú sé að verða haustlegt og að gefið sé í skyn að sumrinu sé eiginlega lokið. Greinarhöfundur hafði verið í Flatey í Breiðafirði þar sem hún segir að sólin hafi baðað gesti. En segir svo: ''Aðra sögu var víst að segja um ástandið í Reykjavík en þegar heim var komið minnti höfuðborgin eyjafara óþægilega mikið á að haustið er á næsta leiti. Þar var skýjað og vindurinn feykti upp bílhurðinni og ýtti þeim inn á heimilið. Eina rauða laufblaðið sem dinglað hafði einmana fyrir utan stofugluggann minn fyrr í vikunni hafði fjölgað sér og fengið til liðs við sig nokkur gul og reyniberin voru á góðri leið með að verða rauð. Haustið er svo sannarlega á næsta leiti. Lok verslunarmannahelgarinnar, veðrið og náttúran bera þess glöggt vitni.
Eftir lok verslunarmannahelgar finnst mér alltaf sem haustið sé að koma.''
Þessi grein er reyndar öðrum þræði bollalegging um það hvað tíminn líður hratt, jólin séu jafnvel á næsta leiti.
Eigi að siður er það alrangt að veðrið þessa dagana og náttúran beri því glöggt vitni að haustið sé á næsta leyti. Það er auðvitað rétt að það er styttra í haustið í dögum talið núna heldur en var í júní. Hins vegar er meira sumar á þessum árstíma yfirleitt og verður væntanlega í fáeinar vikur heldur en venjan er nokkurn tíma í öllum júní og reyndar líka framan af júlí.
Sumar er fyrst og fremst skilgreint eftir hitastigi en ekki birtustigi. Hásumar veðurfarslega er heilum mánuði eða jafnvel meira á eftir þeim tíma þegar sól er hæst á lofti. Þetta hélt ég að væri almenn þekking.
Núna er akkúrat hásumar veðurfarslega. Það verður ekki hlýrra á neinum parti sumarsins að meðaltali, fyrir utan fáeina daga næst á undan, og þetta er einna hægviðrasamasti tími ársins. Úrkoman fer dálítið vaxandi þegar líður á águst. Og einmitt framan af ágúst eru einna minnstar líkur á alvarlegum kuldaköstum. En auðvitað kólnar hægt og bítandi eftir því sem líður á mánuðinn. Eigi að síður er ágúst yfirleitt næst hlýjasti mánuður ársins og stundum sá hlýjasti. Að meðaltali er dagshitinn í Reykjavík 1. september sá sami og 13. júní og þá má alveg búast við sumarveðri í svona hálfan mánuð í viðbót. Síðustu dagar ágústmánaðar eru alla jafna svipaðir að hita og fyrstu dagar júlí. Í ágúst geta meira að segja komið magnaðar hitabylgjur eins og sú sem kom þ. 9.-13. árið 2004.
Auðvitað haustar veðurfarslega missnemma eftir árum. Það geta líka komið kuldaköst hve nær sem er um mitt sumar. Og í dögum talið er eins og áður segir styttra til hausts nú í byrjun ágúst en í byrjun júní. Og tíminn líður hratt og íslenska sumarið er í eðli sínu stutt.
Það er hins vegar alrangt að setja upp einhverja sérstaka hauststemningu strax og verslunarmannahelgi lýkur, einmitt á nokkurn vegin hápunkti sumarins, eins og virðist þó vera lenska hjá æði mörgum á hverju einasta ári. Þessi grein sem ég geri hér að umtalsefni með sínum haustlýsingum, sem eiga sér enga stoð í veðurlaginu (hiti hefur t.d. ekki farið niður fyrir 10 stig í Reykjavík í hálfan mánuð), birtist 4. ágúst. Ef nú er orðið haustlegt hvað á þá sumarið að vera langt í hugum þeirra sem hugsa svona? Hvenær byrjar það? Er bara sumar í júlí úr því næsthlýjasti mánuður ársins, áberandi hlýrri næstum því alltaf en júní, er orðinn eins konar haustmánuður bara strax í byrjun?
Hve nær skyldi þessi vitleysa taka enda að strax eftir verslunarmannahelgi fari að birtast blaðagreinar og bloggpistlar um hvað sé orðið haustlegt og sumarið sé búið.
Menn ættu frekar að njóta veðurfarslega besta tíma ársins.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég er búinn að fá nóg af hita í bili, hreinlega að kafna alla daga í vinnunni...
Hressa aðeins upp á þetta með einni kisu mynd
doctore (IP-tala skráð) 4.8.2010 kl. 16:00
Samkvæmt Gnarr hefur veðrið í Múmíndal verið betra síðan Finnar gengu í ESB.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.8.2010 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.