15.9.2010 | 13:05
Hvað gerir septemberinn okkar?
Meðalhitinn í september í Reykjavík er nú 12,7 stig eða 4,3 stig yfir meðallagi. Aðeins einn dagur, sá 13., hefur verið undir meðallagi. Ef mánuðurinn yrði 4,3 stig yfir meðallagi allt til loka yrði hann á mörkunum að vera hlýjasti september sem mælst hefur.
Því miður eru ekki miklar líkur á að svo verði, hvað þá að hann verði enn hlýrri.
En það er alls ekki útilokað að sumarið í heild, júní til september, eigi eftir að verða það hlýjasta sem mælst hefur. Og miða ég þá við núverandi staðsetningu Veðurstofunnar. En þá verður meðalhitinn í september að ná 9,8 stigum. Það er ansi há tala og hefur ekki náðst nema fimm eða sex sinnum frá aldamótunum 1900.
Ég giska á, eftir spám, að þ. 20. verði meðalhitinn í þessum september kominn niður í um 11 stig. Þá þyrfti það sem eftir er að ná 7,6 stigum að meðallagi. Það er 1,2 stigum yfir meðallaginu 1961-1990 fyrir síðasta þriðjung septembermánaðar en hins vegar í meðallagi miðað við 1931-1960.
Munurinn á meðalhita mánaðarins milli þessara tveggja tímabila er ótrúlegur og ekki meiri í neinum mánuðum nema nóvember og desember.
Satt að segja finnst mér það nokkuð snautlegt ef september ætlar alveg að hrynja. Það er nú ekki nema 15. í dag. En hitinn mun varla merja mikið meira en fara upp í 10 stig í Reykjavík í dag ef hann þá gerir það.
Fáir dagar ársins finnst mér eins sjarmerandi sem síðseptemberdagar, ekki síst um jafndægur, sem eru bæði bjartir og hlýir. Þá verður hitinn að ná tíu stigum, það er hins vegar ekkert varið í bjarta daga með 6-8 stig hita. Þeir eru tvímælalaust annars flokks. Og hitinn má ekki bara merja tíu stigin einhvern tíma dagsins heldur vera yfir þeim, helst 10-13 stig alveg frá hádegi til kl. 6 síðdegis. Svona dagar geta hæglega komið. Og þegar þeir koma kemst ég alltaf í einvers konar kveðjustemningu. Aldrei að vita nema maður lifi ekki næsta vor. Ég fer að hlusta á 19. aldar síðrómantík, Ljóð jarðar eftir Mahler eða Fjóra síðustu söngva eftir Richard Strauss sem fluttir verða á næstu sinfóníutónleikum, tala nú ekki lagið September sem er eitt af lögunum í þeim flokki.
Stundum komu ekki svona dagar síðla í september i Reykjavík, annað hvort bara skýjaðir og regnþrungnir dagar eða ískaldir norðanáttadagar sem vekja upp októberstemningu. En þessi síðsumarsblær sem ég er að vísa til er septemberfyrirbrigði. Það er einstakur blær yfir veröldinni þegar slíkir dagar koma, trén eru enn laufum skrýdd til að sjá og birtan er sumarbirta en ekki jafn skær og um hásumarið. Það er síðrómantísk birta, mild, munúðarful og seiðandi.
Til að menn skilji hvers konar daga ég á við kemur hér kort með einum slíkum.
Skyldi maður upplifa svona góða daga seint í þessum mánuði?
Hér er svo áfram hægt að fylgjast með september, bæði í Reykjavík og á Akureyri, blaði eitt og tvö í fylgiskjalinu.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.