Úrkomumet fyrir norðan

Þessi september býður ekki bara upp á hitamet fyrir norðan heldur líka sólarhrings úrkomumet.

Á Grímsstöðum féllu 44,8 mm og á Staðarhóli 54,8 mm. Hvort tveggja ný met.

Mest var úrkoma í Hrísey 94, 6 mm og 79 mm á Ólafsfirði. Ekki veit ég um metastsöðuna á þeim stöðvum.  

Á Egilsstaðaflugvelli mældust 62,5 mm á sjálfvirkan mæli. Þar um slóðir hefur mælst mest á mannaðri stöð 45,4 mm.

Kannski fáum við fleiri met í þessum undarlega mánuði. Hver veit nema mesta snjódýpt eigi eftir að mælast og mesta frost! 

Og ruglið á  Alþingi verður væntanlega svo mikð  að það verður ekki mælanleg!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband