Fyrsti haustsnjór í Esju

Meðalhitinn í september hefur hríðfallið í rúmlega viku eins og reyndar við var að búast eftir að óvenjuleg hlýindi tóku enda. Meðalhitinn í Reykjavík er nú 10,9 stig og er enn 2,9 stig yfir meðallagi. Á Akureyri er meðalhitinn 10,2 stig eða 3,2 stig yfir meðallagi.

Þessi september ætlar ekki að verða með allra hlýjustu septembermánuðum eins og hann hafði alla burði til eftir fyrsta þriðjunginn.  Hann hefur síðustu daga verið leiðinlega kaldur þó engir stórkuldar hafi samt verið. Ekki hefur enn gert næturfrost í Reykjavík en því er spáð alveg á næstunni  hvort sem það gengur nú eftir eða ekki. Það hefur heldur ekki frosið á Akureyri og reyndar mjög víða á suður og vesturlandi og við sjóinn á norðvestanverðu landinu og á austfjörðurm. Í Reykjavík hafa þrír fjórðu septembermánaða síðustu 30 ár verið frostlaustir svo frostlaus september eru engin sérstök tíðindi.

Í morgun hafði snjóað í Esju í fyrsta sinn á þessu hausti. Í Gunnlaugsskarði mátti sjá að jörð  var  gráhvít.  

Til þess að sumarið í Reykjavík verði það hlýjasta sem mælst hefur þarf það sem eftir er mánaðarins að vera 7,9 stig að meðaltali.  Næstu tveir dagar a.m.k. verða svalir en heldur hlýnar eftir það. En vonin um metsumar í hlýindum er veik.

Áfram er hægt að fylgjast með september í fylgiskjalinu.  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Engin snjór er nú í Esju og frá Hafnarfirði að sjá í dag sýndist mér Skarðsheiðin líka vera snjólaus eins og hún var orðin fyrir löngu síðan í sumar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.9.2010 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband