22.9.2010 | 19:11
Sýndarréttarhöld
Að kröfu Velferðarsviðs Reykjavíkur, sem líklega hefur farið eftir óskum annarra en ekki átt frumkvæðið, úrskurðar Hæstiréttur að þrítug kona verði svipt sjálfræði í ár til að hægt verði að veita henni meðferð við átröskun.
Ýmislegt stingur í augu þegar dómur Hæstaréttar er lesinn. Fram kemur að nauðsynlegt sé að svipta manneskjuna sjálfræði að mati geðlækna til að hægt verði að lækna hana. Samt er rakið að hún hafi verið inn og út af geðdeild frá táningsárum en aldrei hafi þó tekist að lækna hana! Sú staðreynd finnst mér ekki réttlæta valdbeitingu. En samt er ofbeldi beitt fremur en horfst sé í augu við þau augljósu sannindi að læknavísindin eiga ekkert svar við vanda konunnar. Það er auðvitað sorglegra en tárum taki. En það er samt sannleikurinn sem ekki hverfur þó beitt sé ofbeldi til að breiða yfir hann. Það er líka mikilvægt atriði að manneskjan hafnar ekki læknismeðferð heldur einungis sjálfræðisviptingu.
Fullyrt er að hún sé í lífshættu. En hún er samt á lífi eftir þessa löngu þrautagöngu.
Það blasir því hreinlega við að helsta ástæðan til réttlæta að svipta manneskjuna sjálfræði, að hún sé í lífshættu, er einfaldlega ekki trúverðug.
Hún er lygi. Og á grundvelli þeirrar lygi er manneskja svipt sjálfræði.
Það er svo hálf nöturlegt að lesa að geðlæknir konunnar til tíu ára, Guðlaug Þorsteinsdóttir, er því mjög meðmælt að skjólstæðingur sinn sé sviptur sjálfræði. Það hefði nú verið hægt að tala um rýting í bakið af minna tilefni.
Tómas Zoega og Halldóra Jónsdóttir geðlæknar vitnuðu líka gegn konunni.
Þrír sprenglærðir geðlæknar mæla sem sagt í reynd fyrir hönd sóknaraðila þó þeir eigi að heita vitni.
Ekki kemur fram í neinu að dómararnir hafi fjallað um vitnisburð læknanna á gagnrýninn hátt. Hann er bara talinn vera óyggjandi sannleikur sem ekki þurfi svo mikið sem að hugsa út í.
Og bíðum nú við - ekki verður séð af dómnum að konan hafi haft einn einasta sérfræðing sér til halds og trausts til að gefa mótvitnisburð af nokkru tagi.
Það kemur hins vegar vel fram í dómnum að vitnisburður hennar sjálfrar um það hvernig hún upplifir sjálfa sig og líkama sinn gæti ekki verið minna metinn. Hann er talinn einskis virði. Á konuna er ekki hlustað.
Út yfir tekur þegar það kemur skýrt og greinilega fram í dómsorðinu að vitnisburður hennar sé beinlínis notaður gegn henni.
Það er hreinlega valtað yfir hana.
Maður fær það mjög sterkt á tilfinninguna að dómshald sem svona fer fram sé bara sýndarréttarhöld.
Það var í rauninni búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram af félagsmálastofnun og geðdeild Landsspítalans. Dómsorðið er aðeins formsatriði. Skrípaleikur.
Dómarar málsins voru alls ekki Markús Sigurbjörnsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Páll Hreinsson.
Dómarar málsins voru í reynd Tómas Zoega, Guðlaug Þorsteinsdóttir og Halldóra Jónsdóttir. Og allt gert til að neyða manneskju í læknismeðferð sem reynslan hefur óþyrmilega sýnt að kemur að engu gagni. Ár eftir ár eftir ár. Geðlæknar þessir rísa með ''lækningum'' sínum greinilega ekki undir því valdi sem þjóðfélagið veitir þeim til að læknisfræðilegra réttlætinga fyrir valdbeitingu.
Eftir því sem ég hef lesið um dómshald í svipuðum málum er þessi dómur engan vegin sérstakur nema að því leyti hver sjúkdómslýsingarnar eru ónærgætnislegar. Dómar um sjálfræðissviptingu eru flestir með svipuðu sniði.
Algerlega berskjaldaður einstaklingur stendur frammi fyrir ofurefli sóknaraðila án þess að nokkrar raunverulegar varnir séu fram fyrir hann færðar.
Og fram á þennan dag hefur enginn gert minnstu athugasemd við þetta.
Hvernig lækning fer fram gegn vilja einstaklings er svo annar handleggur.
En ég get aldrei hætt að hugsa um hvað gerist ef einstaklingur sem neyddur er í slíka meðferð vill ekki vinna með ''meðferðarðaðilum'' á þeim grunni að hann sé órétti beittur og ofbeldi. Hvort hann verði þá brotinn á bak aftur tilfinningalega og karakterlega af fullu miskunnarleysi. Og hvað gerist ef hann snýst gegn og hafnar þeim sem upptökin eiga að ofbeldinu sem oft eru í rauninni ættingjar hans þó formið sé kannski félagsmálayfirvöld?
Viðkomandi á þá enga að í heiminum.
Niðurbrotin manneskja sem á enga að.
Er hægt að hugsa sér skelfilegra hlutskipti?
Í lífshættu af átröskun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006