Guðlaug líti í eigin barm

Upplýsingarnar sem Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir kvartar þarna yfir eru ekki síst frá henni sjálfri komnar. Hún vissi auðvitað vel þegar hún gaf vitnisburð fyrir réttinum að  hann yrði gerður opinber samkvæmt venju. Og alveg áreiðanlega ber orðalagið í dómsorðinu mjög sterkan svip af því hvernig Guðlaug sjálf setti málið fram í réttinum, bæði að anda og orðalagi.  

Og grimmur er vitnisburðurinn, ótrúlega tillitslaus og auðmýkjandi  fyrir viðkomandi.  Algerlega  einstakur í sögu dóma og í sögu íslenskra geðheilbrigðismála að því leyti. Ekki síst vegna þess að svo virðist sem viðkomandi hafi ekki verið gert mögulegt að koma neinum sómasamlegum vörnum við.

Ég geri samt ekki ráð fyrir að geðlæknirinn sem svíkur sjúkling sinn í tryggðum og niðurlægir hann opinberlega líti í eigin barm. Fremur að hún vilji halda þessu í leyndum og ásaki aðra um eigin  sök. 

Það alvarlegasta í málinu er þó það að lækni þessum og teymi hans sé eftir sem áður treyst fyrir meðferð á sjúklingum sem nú á að fara fram með valdi og ofbeldi þó lesa megi í dómnum að  læknateymið viðurkenni að það sé komið í þrot. 

Það virðist vera eitthvað meira en lítið bogið við það hvernig staðið er að sjálfræðissviptingu  fyrir  dómstólum.

En það er í sjálfu sér einnig alvarlegt ef geðlæknar krefjast þess að niðurlægjandi vitnisburður þeirra um sjúklinga fyrir dómstólum sé hafður falinn og reyni að segja Hæstarétti fyrir verkum til að svo megi verða.

 

   

 


mbl.is Kvartað vegna upplýsinga sem birtust á vef Hæstaréttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband