Bjartar vonir vakna

Eftir veðurspánni til mánaðarloka er engan vegin útilokað að þetta sumar verði það hlýjasta sem mælst hefur í Reykjavík ef miðað er við túnið á Veðurstofunni. En það er eiginlega ómögulegt að það nái þeim hita sem mældist 1939 á þaki Landsímahússins.

Meðalhiti alls mánaðarins verður að að hanga í 9,9 stigum til að sumarið verði met. Hann er nú í 10,2 stigum og mun líklega lítið  lækka næstu daga eftir spánni að dæma.  

Og áfram getum við fylgst með hetjulegri baráttu septembermánaðar í fylgiskjalinu. Mun hann tryggja sumrinu gull í metakeppninni eða verður sumarið að láta sér silfrið nægja?

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband