Óafsakanleg framkoma Hæstaréttar

Það er algerlega óafsakanlegt af Hæstarétti að birta í dómnum á vef sínum nafn sjúklingsins sem sviptur var sjálfræði til að koma yfir hann læknismeðferð þó það hafi  aðeins staðið á vefnum í skamman tíma.

Rétturinn ætti að biðja viðkomandi opinberlega afsökunar án þess þó að nafngreina hann. 

Og nafnbirtingin sem slík ætti að verða tekinn til meðferðar af réttum aðilum. Ef ekki er það viðurkenning á því að koma megi fram við geðsjúklinga eins og hverjum og einum þóknast.

Það er með ólíkindum á 21. öld hve þessi dómur og frágangur hans er niðurlægjandi fyrir þann sem fyrir honum verður. Hún er meiri en nokkur dæmdur sakamaður verður að þola þó viðkomandi beri enga sök.  

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband