Mikil úrkoma á Kvískerjum

Á sjálfvirka úrkomumælinum á Kvískerjum mældist úrkoman að morgni sunnudagsins 181,2 mm. Því miður eru ekki mannaðar úrkomuathuganir á staðnum núna en þar hefur mest mælst í september með þeim hætti 157,0 mm þ. 28. árið 2007.

Kvísker eru úrkomusamasti staður landsins og þar eru ekki aðeins flest úrkomumánaðarmet heldur líka flest sólarhringsúrkomumet. Það gildir þó ekki um september. Mesta sólarhringsúrkoma sem mælst hefur á mannaðari stöð í september er 197,0 mm á Nesjavöllum þ. 17. 2008 en á sjálfvirkri stöð 220,2 mm þ. 27. 2007 á Ölkelduhálsi.

Meðalhitinn í Reykjavík í þessum mánuði er enn 10,2 stig og mun líklega halda sér nokkurn vegin að minnsta kosti til mánaðarloka. Ef það gengur eftir og jafnvel þó hann lækki eitthvað mun þetta verða hlýjasta sumar, júní til september, sem mælst hefur í Reykjavík. 

Við getum fylgst með þessu í fylgiskjalinu. Í gær var mesti meðalhiti og hæsti hámarkshiti sem komið hefur 26. september á Akureyri síðan a.m.k. 1949.     

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband