Sjaldgćfur októberdagur

Síđasti mánudagur á fáa sína líka í október í Reykjavík. Sólin skein í nćstum ţví tíu og hálfa klukkustund sem er mjög nćrri ţví mesta sem orđiđ getur ţennan dag. En ţađ er bara hálf sagan.

Hlýir októberdagar eru yfirleitt skýjađir og sólarlitlir í Reykjavík. Mikiđ sólfar í borginni kemur oftast í norđlćgum áttum og ţeim fylgir yfirleitt kuldi ţegar komiđ er fram í október. En ţví var ekki til ađ dreifa ţennan dag. Áttin var reyndar norđlćg í bćnum en hćg og loftiđ var ekki af norđlćgum uppruna. Ţetta síđdegi minnti á sumardag. Klukkan 13 var hitinn kominn í 14 stig og var síđan á milli 13 og 14 stig nćstu fjórar klukkustundirnar. Hámarkshitinn var 13,9 stig á kvikasilfursmćli en 14,7 á sjálfvirkum mćli. Međalhiti sólarhringsins var 10,1 stig. Ţađ er heldur minna en var tvo nćstu dagana á undan ţegar hann var 11,4 stig sem er  alveg dćmigerđur júlíhiti. En ţá  daga var ađeins sólarglćta. 

Ég fór upp í Öskuhlíđ og ţegar ég var ađ ganga heim var stemningin eins og á ágústdegi nema hvađ laufin á trjánum voru komin međ haustliti.

Ég finn ađeins tvö tilvik frá ţví Veđurstofan var stofnuđ um októberdaga sem gćtu keppt viđ ţennan mánudag fyrir ađ vera bćđi afbrigđilega sólríkir og mjög hlýir.

Í fyrsta lagi eru tveir fyrstu dagarnir í október 1958. Fyrri daginn  skein sólin reyndar ađeins í tćpa sjö  klukkustundir og dagurinn fellur ţví eiginlega utan viđ ţađ ađ vera bćđi hlýr og mjög sólríkur,  en hámarkshitinn var aftur á móti 15,4 stig, en var 15,0 stig á athugunartíma kl. 15.  Nćsta dag skein sólin hins vegar í sléttar tíu stundir og hitinn komst í 13,7 stig en var 13,2 á athugunartíma kl. 18. Sá dagur er greinilega frćndi okkar mánudags. Athugađ var á Reykjavíkurflugvelli. Međalhitinn ţessa daga var 11,7 og 9,6 stig. Fyrri daginn var ákveđin austanátt en ţann seinni var áttin hćg og norđlćg, nokkuđ svipađ ástand og var á mánudaginn. 

Seinna tilvikiđ er svo 18. október 2001 sem  hlýtur ađ teljast merkilegastur allra ţessara daga.  Mátti ţá heita logn allan daginn. ''Ótrúlegur dagur'', skrifađi ég  í dagbókina. Međalhitinn  var 11,3 stig en hámarkshitinn 15,6  og er sá mesti sem mćlst hefur á októberdegi í Reykjavík. Á hádegi var hitinn 14,4 stig en 15,3  stig kl. 15. Sólskinsstundir voru nćstum ţví níu klukkustundir sem er mjög nćrri ţví sem mest mćlist eftir árstíma. Sem sagt sól og sumarblíđa allan liđlangan daginn  ţ. 18. október! Á stöđ Vegagerđarinnar á Steinum undir Eyjafjöllum mćldist 18 stiga hiti  og 16 á Ţingvöllum og í Grindavík.

Dagar međ 8-9 klukkustunda sól og jafnframt  8-9 stiga hita í október koma nokkuđ oft fyrir en ţeir eru  óneitanlega skör lćgri en ţeir dagar sem hér hefur veriđ minnst á.

Vöktunin á október heldur áfram í fylgiskjalinu viđ fćrsluna Eindćma haustblíđ. 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ţessi helgi fer nú örugglega í eindćma haustblíđuflokkinn. Kvikisilfriđ ćđir núna upp í sólinni og logninu.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.10.2010 kl. 12:57

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Annars á mađur ekki ađ hrósa veđrinu of mikiđ ţví núna tuttugu mínutum síđar er sólin horfin á bak viđ skýin.

Emil Hannes Valgeirsson, 9.10.2010 kl. 13:21

3 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţessi dagur er algjörlega ađ renna á rassgatiđ međ blíđu sína en ţađ er ţó 14 stiga hiti.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.10.2010 kl. 14:00

4 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţetta er náttúrlega algjört vanţakklćti ađ tala svona. Var í göngutúr í nánast logni og molluhita.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 9.10.2010 kl. 15:14

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband