Sólríkur nóvember og mögulegt silfurár

Nú er tvennt til. Annað hvort er heimsendir í nánd eða hamfaravetur framundan. Og kannski byrjar heimsendinn einmitt með honum!

Hæðin sem kortið sýnir nær ég veit ekki hvaðan til ég veit ekki hvert. Gaman að sjá hvað gerist eftir morgundaginn, the day after tomorrow! 

Þessi nóvember er þegar orðinn sá fjórði sólríkasti í Reykjavík. En hann fer varla hærra en í þriðja sæti að lokum. En brons er alveg viðunandi árangur.

Meðalhitinn er ekkert óskaplega lágur, 0,5 stig eða eitt stig undir meðallaginu 1961-1990 sem er reyndar 1,4 stigum kaldara en 1931-1960. Nóvember 1996 er sá kaldasti mjög langt aftur, -1,9 stig. Hitinn mun líklega eitthvað smávegis stíga i okkar nóvember síðustu tvo dagana. Svo þetta er nú ekkert óskaplegt.

Desember verður samt að taka á honum stóra sínum til að árið verði það  hlýjasta sem mælst hefur í Reykjavik. En það hefur góða möguleika á að krækja í silfrið - það er að segja ef ekki kemur annað hvort heimsendir eða hamfara Lurkur.

Þetta verður þá silfurárið fræga! 

Fylgikskjalið birtir umbúðalausan sannleikann um þennan nóvember. Alveg þar til daginn eftir morgundaginn.  

10112806_2806.gif

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er svona að gera sér vonir um hitametsár, þá fáum við bara kaldasta nóvember síðan 1996. Enn er þó smá von um gullár. Við þurfum bara að koma þessari Grænlensku sunnanátt til okkar – sem er nú reyndar ekkert að fara að gerast.

Emil Hannes Valgeirsson, 28.11.2010 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband