Ekki öll sagan

Af fréttinni að dæma mætti halda að ekki hafi mælst tuttugu stiga frost í Stokkhólmi.

En hér mun vera átt eingöngu við hitann eftir árstíðinni. Á þessum árstíma, nóvember er ekki liðinn,  hefur ekki  mælst 20 stiga frost í Stokkhólmi.   Í desember til mars hefur  hins vegar all oft mælst tuttugu stiga frost í Stokkhólmi eða meira, mest 28 í  janúar.  

Ónákvæmni af þessu tagi í fréttum af veðri má heita daglegt brauð. 


mbl.is Metkulda spáð í Stokkhólmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er algjört metnaðarleysi. Ég hélt reyndar að flestir vissu að fimbulkuldar geta ríkt í miðhluta Skandinavíu og norður úr.

Ég giska á að um og yfir 90% veðurathugunarstöðva á Norðurlöndunum, (þeim hefðbundnu) eigi bæði hærra kulda og hitamet, en t.d. Reykjavík.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 02:11

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þessi fullyrðing er að klikka hjá mér, þá breyti ég í Grindavík

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 02:16

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... Höfn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 02:22

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hávetrarhitametin, desember til febrúar,  á Íslandi koma vel út varðandi Norðurlönd, ekki síst á Reyðarfirði!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2010 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband