Desember í harðri baráttu

Jæja, börnin góð!

Ef árið í Reykjavík ætlar að verða það hlýjasta sem þar hefur mælst verður meðalhitinn í desember að ná næstum því þremur stigum. Það er ekki vonlaust. Þrisvar hefur meðalhitinn náð fjórum stigum, síðast árið 2002.

Ef hitinn verður nákvæmlega í núgildandi en algerlega gamaldags og úreltu meðallagi verður árið það fjórða hlýjasta. Verði hann  hins vegar jafn kaldur og sá kaldasti sem hingað til hefur mælst, -7 stig verður meðalhiti ársins samt vel yfir meðallagi. 

Stundum er sagt að eftir kuldaskeiðið sem hófst með hafísárunum hafi byrjað að  hlýna á Íslandi kringum miðjan síðasta áratug tuttugustu aldar, en sumir hafa jafnvel nefnt miðjan níunda áratuginn en þá var mestu kuldunum á þessu síðasta kuldaskeiði lokið. En stóra stökkið var þó ekki fyrr en með aldamótunum. Einmitt frá 2001 hafa öll ár í Reykjavík verið yfir fimm stigum, en það var árshiti hlýindaskeiðsins mikla 1931-1960. Þess vegna verður gaman þegar árið er liðið að gera upp þennan makalausa áratug sem að hlýindum hefur slegið út alla aðra áratugi í mælingasögunni.

En á meðan við bíðum eftir að árið líði í aldanna skaut getum við fylgst með veðrinu í Reykjavík og á Akureyri og að nokkru leyti á landinu öllu í hinu óþreytandi fylgiskjali, blaði eitt og tvö. 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það er dálítið spælandi fyrir okkur sem erum í metahugleiðingum að fá nóvember sem er fyrir neðan þennan úrelta meðalhita og um leið kaldasta nóvember síðan 1996.

Annars var varla hægt að kvarta yfir veðrinu að öðru leyti. Veðurgæðakerfið mitt, hvað sem er að marka það, gaf liðnum nóvember 4,9 stig sem er mjög gott fyrir árstímann og reyndar sama einkunn og hinn hlýi nóvember árið 2002 fékk. Besti nóvember hjá mér var árið 2000 með 5,0 stig en sá mánuður var nokkuð svipaður og í ár. (Við heyjum harða keppni í nördaskapnum)

Emil Hannes Valgeirsson, 2.12.2010 kl. 00:03

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér fannst þessi nóvember fremur leiðinlegur en hann varð aldrei jafn kaldur og maður hélt hann yrði á tímabili. Eftir að komið er skammdegi og alveg í því öllu finnst mér mestu skipta fyrir mína þægindatilfinningu að sé milt, ekki frost, ekki bjartar stillur með frosti þó það geti verið ágætt út af fyrir sig, alls ekki snjó, en hlýtt og ekki illviðrasamt. Bjartir vetrarmánuðir finnst mér yfirleitt leiðinlegir af því að þeim fylgir langoftast kuldi. Þessi er 4. sólríkasti nóvember. En merkilegur var nóvember 1960 sem var sá sólríkasti þar til einmitt ískaldi 1996 sló hann út.  Hvað það var sem gerði nóvember 1960 (tíu hlýjasti á landinu, hlýjasti á Hornströndum) svona sólríkan án þess að vera kaldur er svo mál út af fyrir sig og dæmi um það hvað margir skemmtilegir hlutir geta gerst í veðrinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2010 kl. 12:13

3 Smámynd: Jón Arnar

Vonandi fer að virka fljotlega öll svo kallaða baráttan gegn "gróðurhúsa áhrifunum" þannig að hitinn normaliserist aftur!  Þannig að viðsem erum orsakavöld á hlýnun sjaum fram á að kynslóðir þær sem á eftir okkur eiga að yrkja þessa jörð eigi möguleika á að geta búið/lifað á henni! Og því er öll slík metalöngun "yt" hér á bæ!

Jón Arnar, 4.12.2010 kl. 22:37

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvaða þvæla er þetta!

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.12.2010 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband