Vantar lægstu töluna og svo er sólskinsmet

Síðan í gær hefur mbl.is tvisvar skrifað um kuldana á landinu sem nú ríkja og hefur tíundað ýmsar kuldatölur. En mesta frostið, -28,1 stig á Möðrudal hefur þó farið fram hjá þeim. Þetta frost mældist á sjálfvirka mælinum á Möðrudal meira að segja tvisvar, milli klukkan 17 og 18 í gær og svo aftur milli klukkan 21 og 22. Rétt eftir miðnætti mældust svo -26,8 stig á Möðrudal.  Og rétt eftir klukkan eitt í nótt mældust þessi -26,2 stig á Hólasandi sem mbl. is tiltekur sem mesta frost næturinnar.

Á Grímsstöðum mældust -26,0 stig í gærkvöldi eða í nótt. 

Ekkert kuldammet hefur fallið á stöðvum sem mjög lengi hafa athugað. En á Torfum í Eyjafjarðardal, sem byrjaði 1997, mældist mesta frost sem þar hefur enn komið í desember, -22, 8 stig og á Miðfjarðarnesi sem byrjaði 1999 kom líka nýtt met, -19,1 stig en það gamla, -17,0 var sett á Þorláksmessu 2004. 

Dagurinn í gær var kaldasti dagur ársins á landinu og dagurinn í fyrradag líklega sá næst kaldasti. 

Nú, og það fór sem mig grunaði að nú getum við glaðst yfir nýju sólskinsmeti í desember í Reykjavík. Sólarstundirnar eru nú orðnar 31,6 en gamla metið var 30,2 klst árið 1976. 

Einkennilegar úrkomutölur finnst mér hafa komið oft undanfarið frá sumum sjálfvirkum hálendisstöðvum. Þær eiga það til að sýna, aldrei þó nema ein í einu, margra tuga mm úrkomu þó ekki hafi komið dropi úr lofti á öðrum stöðvum nærri þeim. Maður veit ekki hvort eitthvað er að marka þetta stundum og verið getur að tölur um mestu úrkomu á landinu í fylgiskjalinu séu ekki réttar alltaf  vegna þessa. Annars er það leiðinlegt hvað bæði úrkomutölur og snjódýptartölur frá mönnuðum stöðvum og stundum sjálfvirkum, berast stopult. Stundum eftir marga daga en stundum alls ekki. Og þegar ekkert berst veit maður aldrei hvort það er vegna þess að ekkert hafi mælst eða af öðrum ástæðum.

Það ólán er á bogginu mínu að þegar maður hefur ræst Púka birtist aldrei skrifbendillinn aftur svo hægt sé að leiðrétta nema maður visti og og skoði uppkastið. Þetta er mjög óþægilegt og stafar greinilega af einhverri bilun í moggabloggskerfinu. 

 


mbl.is Frost mældist 26,2°C í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Sigurður.

Hafðu þökk fyrir fróðlegan pistil.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 23.12.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Er ekki stormur í aðsigi? Þið eruð nú búin að hafa Mallorka veður hér í desember á Íslandi. Gleðilega hátíð!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.12.2010 kl. 15:32

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gleðilega hátíð Villi villíngur. שָׁלוֹם עֲלֵיכֶם

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.12.2010 kl. 16:21

4 Smámynd: Trausti Jónsson

Nú í desember hafa ítrekaðar bilanir orðið í móttökubúnaði mannaðra úrkomumælinga á Veðurstofunni og móttaka oft fallið niður jafnvel dögum saman. Úrkomumælingar á hálendinu eru mjög erfiðar. Stundum skefur í trekt mælanna þannig að þær stíflast. Síðan losnar síflan gjarnan um síðir og fellur í heilu lagi niður í mælinn sjálfan, þá geta einkennilegir hlutir gerst í skráningunni. Einnig geta mælarnir skolfið mikið í vindi og það haft áhrif á skráningu.

Trausti Jónsson, 24.12.2010 kl. 01:26

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þeir eru oft ónákvæmir í þessu á mbl.is.

Annars sé ég "bara" -26,2 stig á Möðrudal, á þessari vefsíðu Veðurstofunnar. Ert þú að vitna í annan hitamæli á Möðrudal, Sigurður?

Jólakveðja að austan

http://www.vedur.is/vedur/athuganir/kort/austfirdir/#group=117&station=4830

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2010 kl. 14:52

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er að vitna í þessa síðu hjá Veðurstofunni. Þar sést þetta vel. Ekki veit ég svo hvað stóð annars staðar.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2010 kl. 16:08

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Og gleðileg jól Gunnar!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2010 kl. 16:09

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Síðan sem ég vísa í punktar hitann á þriggja tíma fresti.

Miðvikudagur, 22. des. - Möðrudalur
TímiVindurMesti vindur / hviðaHiti
Mið 22.12
kl. 21:00
Norð-norð-vestanm/sm/s  /  2 m/s-26,2 °C
Mið 22.12
kl. 18:00
Suð-suð-vestanm/sm/s  /  3 m/s-26,1 °C
Mið 22.12
kl. 15:00
Suð-vestanm/sm/s  /  2 m/s-24,6 °C
Mið 22.12
kl. 12:00
Sunnanm/sm/s  /  3 m/s-22,5 °C
Mið 22.12
kl. 09:00
Norðanm/sm/s  /  3 m/s-22,6 °C
Mið 22.12
kl. 06:00
Sunnanm/sm/s  /  4 m/s-19,2 °C
Mið 22.12
kl. 03:00
Sunnanm/sm/s  /  8 m/s-18,3 °C
Mið 22.12
kl. 00:00
Suð-suð-austanm/sm/s  /  6 m/s-17,6 °C
Þriðjudagur, 21. des. - Möðrudalur

Þar hlýtur skýringin að liggja. Gleðileg jól

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2010 kl. 16:15

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þess má geta að sólarhringsmeðaltalið þennan dag á Möðrudal var -22,5!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2010 kl. 16:19

10 identicon

Óska öllum kisuvinum gleðilegra jóla.

Mjá!

Mali (IP-tala skráð) 24.12.2010 kl. 17:49

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjá, mjá!

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.12.2010 kl. 22:50

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mjá

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.12.2010 kl. 00:19

13 Smámynd: Jón Arnar

magnað með solskinsmetið nu er það er næstum engin birtutími þarna uppi hja ykkur. Fekk sjokk fyrir tveim arum er eg kom upp eftir 8 ára vetrarfjarveru og upplifði i snjoleysi i desember að það er næsum myrkur 24/7. Ákvað þá að aldrei kæmi eg aftur a þessum arstima nu er gróðurhusaahrifin væru farin að myrkva þetta mikið.

gleðileg jól -her er hellingur af snjo heiður himinn og -7,9

Jón Arnar, 25.12.2010 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband