2.1.2011 | 13:24
Hlýjasti áratugur mælingasögunar á landinu
Áratugurinn 2001-2010 er vægast samt merkilegur hvað veðurfar snertir á Íslandi. Hann er hlýjasti áratugurinn sem mælingar ná yfir. Sá tími er um eða yfir tvö hundruð ár.
Miðað við þær 9 veðurstöðvar sem lengst hafa athugað og ég hef miðað við þegar ég hef reynt að finna hlýjustu og köldustu mánuði er hiti þeirra árin 2001 til 2010 4,8 stig eða hvorki meira né minna en 1,1 stig yfir meðallaginu 1961 til 1990. Þess ber auðvitað að gæta að hér er aðeins einn áratugur gegn þremur. Hiti síðasta áratugar er síðan hálft stig yfir meðaltalinu 1931-1960 sem var talsvert hlýrra en það sem nú er í gildi, 1961-1990.
Þegar litið er til tíu samfelldra ára er áratugurinn 2001-2010 algjörlega sá hlýjasti og áratugina frá 1998-2007 og svo áfram hefur tíu ára meðaltalið verið hærra en hæst var áður, árin 1932-1941 og 1933-1942.
Eins og mönnum er kunnugt hefur á ýmsu gengið hvað hita varðar á Íslandi síðustu tvö hundruð árin. Kaldasta tíu ára tímabilið var 1859-1868 og var þá meðalárshitinn um það bil 2,2 stigum kaldari en síðustu tíu ár. Það munar um minna. Lífsskilyrðin á landinu eru varla sambærileg.
Upp úr 1890 fór að hlýna nokkuð eftir verstu harðindin en helsta hlýindahrinan hófst um miðjan þriðja áratug tuttugustu aldar og stóð þar til hafísárin hófust 1965. Eftir það kólnaði sífellt ef miðað er við tíu ár þar til botninum var náð árin 1977-1986, en þá var hitinn um það bil 1,3 stigum kaldari en síðasta áratuginn 2001-2010, en aðeins um 0,2 stigum kaldari en var að jafnaði á þrjátíu ára tímabilinu 1961-1990. Köldustu árin í þessari kuldaskorpu voru 1979 sem var næstum því 1,2 stigum kaldara en árin 1977-1986 voru að meðaltali og svo 1981 og 1983 sem voru 0,4 og 0,6 stigum mildari en 1979.
Eftir miðjan níunda áratug síðustu aldar fór svo að hlýna. Nokkuð skrykkjótt í fyrstu en frá 1992-2001 og áfram hefur línan verið eindregin upp á við, 1998-2007 voru tíu árin komin upp fyrir meðalhitann á hlýindaskeiðinu 1931-1960 og hafa verið það síðan og árin 2001-2010 eru sem áður segir um það bið hálfu stigi hlýrri en meðaltalið 1931-1960. Enn ber að gæta þess að þarna er stillt upp einum áratug á móti þremur áratugum. En það dregur samt vel fram hvað síðasti áratugur hefur verið einstaklega hlýr í alveg bókstaklegri merkingu.
Hlýjasti áratugur sem mælst hefur.
Hvað varðar einstök ár er árið 2003 greinilega það hlýjasta, 0,6 stigum hlýrra en meðaltalið 2001-2010. Næst koma árin 1941 og 1939 um það bil 0,2 stigum kaldari en 2003 en síðan 1960, 1946, okkar ár 2010, og loks 2004. Þessi ár eru þau einu sem ná 5,0 stigum að meðalhita ef miðað er við þær níu veðurstöðvar sem lengst hafa athugað.
Þetta eru staðreyndirnar hvað hitann varðar eftir mínum útreikningum. Það hlýnar og hlýnar og hlýnar og eru hlýindin orðin þau mestu sem komið hafa eftir að mælingar hófust. Ekki ætla ég að spá um framhaldið eða leiða getum að orsökunum.
Þar eru aðrir mér hæfari og sumir líka áreiðanlega herskárri!
Í næsta pistli, sem er alveg yfirvofandi, ef ég dett þá ekki steindauður niður, verður farið nánar út í þennan merkilega áratug í veðrinu.
Nýtt fylgiskjal fyrir mánaðarvöktun árins 2011 er ekki alveg tilbúið en er í undirbúningi.
Meginflokkur: Veðurfar | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:02 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.