2.1.2011 | 19:54
Nýjárskveðja með fylgiskjali um veðrið árið 2011
Hér birtist þá hið undurfurðulega fylgiskjal fyrir veðrið árið 2011 í sama stíl og árið 2010. Skýringar má finna hér.
Annars er ég að hugsa um að hætta alveg að blogga. Eftir að ég hætti að skrifa um annað en veðrið nennir enginn að lesa það hvort sem er. Lesturinn hefur gjörsamlega hrunið en var mikill meðan ég lét gamminn geisa um hvað eina. Fyrirbærið blogg á Íslandi er reyndar á fallanda fæti.
Ég hef bloggað í rúm þrjú ár og að því kemur að maður þreytist. Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur. En mér finnst nokkuð gaman á facebook og er þar mjög virkur. En facebook er fyrst og fremst bara djók milli vina og kunningja. Þar kemur nú ekki veðrið mikið við sögu.
Það stóð til að setja inn á bloggið gagngerða endurskoðun á pistlunum um hlýjustu og köldustu mánuði. Hún er alveg tilbúin að smáatriðum fráteknum og ég veit ekki hvers vegna ég kem henni ekki frá mér á síðuna en kannski koma þeir pistlar þó einhvern tíma. Líklega er almennum bloggleiða um að kenna. En kannski líka því að svo til engir nenna lengur að lesa bloggið mitt eftir það breyttist í veðurblogg nær eingöngu.
Allt á sér sinn tíma. Og minn tími er líklega liðinn hvað blogg varðar. En þetta var ansi gaman þegar hasarinn var sem mestur. Það var árið 2008.
En hvernig sem allt veltist mun fylgiskjalið áfram fylgjast með öllu í veðrinu eitthvað áfram. Eins og áður er Reykjavík og fleira á blaði 1 en Akureyri á blaði 2.
Ég óska öllum til hamingju með glænýja árið og gott að vera laus við það gamla og úrelta.
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 15.1.2011 kl. 18:58 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, megir þú blogga sem lengst um veðrið.
Sveinn Atli Gunnarsson, 2.1.2011 kl. 21:06
Gleðilegt ár Siggi. Það er að minnsta kosti einn sem kíkir á þessar excel-skrár hjá þér enda svona fín þjónusta ekki í boði annarstaðar. Dýrðardagar bloggsins er sennilega að baki en það eru samt ennþá blómleg veður- og vísindablogg hér í gangi. Það má eiginlega kalla þetta strákablogg, ég man t.d. sjálfur ekki hvenær kvenvera kom með athugasemd hjá mér síðast. Jú reyndar var það í lúpínudeilunni í sumar.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.1.2011 kl. 21:16
Hver á þá að blogga um mig og hinar kisurnar?
Mali (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 03:53
Það er alveg óþarfi með yfirlýsingar um að hætta að blogga. Við erum þó nokkrir sem fylgjumst með þegar eitthvað dettur inn hjá þér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.1.2011 kl. 11:47
Hættu að tuða, Siggi. Allir skynsamir veðurnördar banna þér að hætta veðurbloggi og þvílíka vísindaiðkun.
Samfélagsmálin enda hinsvegar alltaf í bulli. Höldum okkur því við veðrið! Það skiptir höfuðmáli.
Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 18:42
Gleðilegt nýtt ár, endilega haltu áfram að blogga um veðrið, mjög gaman að lesa þetta.
Einar Daði Reynisson (IP-tala skráð) 3.1.2011 kl. 20:28
Skynsamir menn eru yfirleitt leiðinlegastir allra manna. Þá eru nú tuðararnir skárri!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2011 kl. 21:13
Gáðu til veðurs með Guða
og greiðlega mun einhver tuða
um veðrið þá blogga
á blogginu mogga
uns sunnanþeyr byrjar að suða.
Gaman að þínu bloggi Sigurður..
Höskuldur Búi Jónsson, 3.1.2011 kl. 21:38
Hysterískur aðdáandi kvittar fyrir innlitið.
Ég vona að þú haldir áfram að blogga.
Það eru fæstir betur skrifandi í bloggheimum.
Marta B Helgadóttir, 11.1.2011 kl. 11:07
Thu ert flottur gaei og thad er ahugavert ad lesa thina sidu...
Ásta Björk Solis, 13.1.2011 kl. 06:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.