Eigin völd framar þjóðarhag

Ljótt var að sjá í sjöfréttum Ríkissjónvarpsins að fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar vildu ekki svo mikið sem tala við fréttamenn um Byrgismálið. Samt vissu þeir af svartri skýrslu um það. En þeir létu sig það engu skipta. Og nú vilja þeir ekki bera ábyrgð á neinu. Orð formanns Framsóknarflokksins um það að félagsmálaráðherra hafi þegar axlað ábyrgð á málinu voru dæmigerð sjálfvirkmælskubrögð sem notuð eru í pólitík. Algerlega innantómt þvaður.

Það er einmitt svona blaður sem veldur óbeit margra á stjórnmálum. Hvernig geta þessir menn ætlast til þess að kjósendur vilji hafa þá áfram við stjórn þegar þeir gefa þjóðinni langt nef  og kannast ekki við neina ábyrgð? Þetta kemur ekki sérstökum stjórnmálaflokkum neitt við. En það sýnir vel hve rotin stjórnmálin eru yfirleitt og hvað flestir stjórnmálamenn eru nauða ómerkilegir. Fáir þeirra virðist öðrum betri að þessu leyti.

Alltaf skulu þeir fremur hugsa um hag eigin flokks, völd sín í frumstæðasta skilningi, fremur en velferð þjóðarinnar.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband