Smá innlegg í hina fjörugu veðurumræðu

Það er alldeilis stórmerkilegt  að það er eins og fréttamenn, dálkahöfundar, bloggarar og fasbókarar  séu komnir með veðrið á heilann. Það gleður mig auðvitað alveg ósegjanlega og mér finnst  ég ekki  lengur standa einn og einangraður líkt og afglapi með mína sérvisku. Ég hef nefnilega verið  með veðrið á heilanum í yfir 40 ár. Og ég gleymi engu þegar vorblíða er annars vegar ellgar vorharðindi með stórhretum og hafísum og hvers kyns illri óárán.   

Og ég segi það satt: Sjaldan hef ég lifað jafn ljúft og yndælt vor sem nú.  Það eru strax komin blóm í haga út um allt og fíflunum fjölgar alveg ótrúlega hratt.

 


 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband