28.4.2011 | 13:20
Þjóðin kemur upp um sljóa náttúruvitund sína
Þó veðurfræðingur segi að apríl hafi verið í heitari kantinum og langt sé frá að hann hafi verið sérstaklega kaldur mun það líklega engu breyta um það hvernig margir tala um þessa vorkomu á fréttastofum, í fjölmiðladálkum, bloggi og á fasbókarsíðum.
Þar er hreinlega látið sem ekkert bóli á vorinu og vetrarveður hafi nánast ríkt allan apríl. Fréttamenn RÚV spyrja jafnvel veðurfræðinga mjög leiðandi spuninga, svo sem ''fer nú ekki að vora'' og þar fram eftir götunum.
Í morgun var alauð jörð á nánast öllum mönnuðum veðurstöðvum og það var hvergi alhvítt. Minnsti hiti í Reykjavík það sem af er apríl er nærri meti. Sólskin er nálægt meðallagi í borginni. Meðaltal mesta dagshita á landinu er farið að slaga upp í það hæsta sem þekkist. Margt fleira mætti nefna.
En það hefur reyndar verið votviðra- og vindasamt.
Ekki ætlast ég til að allir hafi áhuga á veðri. En það er mjög einkennilegt að fólk sem hefur þó búið í landinu alla sína tíð og lifað marga aprílmánuði skuli ekki bara telja sér trú um að ekkert hafi vorað heldur emji beinlínis hástöfum yfir því.
Einkennilegast er þó að fólk skuli ekki sjá vorið með sínum eigin augum.
Nokkuð stór tré blasa við úr stofuglugganum mínum þar sem ég hef búið í nær aldarfjórðung. Fjarlægðin í þau úr glugganum er umtalsverð. Eigi að síður sést úr glugganum mjög greinilega að trén eru farin að laufgast heilmikið og meira en oftast á þessum árstíma. Litlir runnar hér í garðinum segja sömu sögu. Þeir eru orðin algrænir að sjá úr margra metra fjarlægð.
Samt er fólk að spyrja hvort fari ekki að vora bráðum. Það virðist vera gersamlega blint á teikn náttúrunnar.
Umhverfisást er nú mjög í tísku. Allir þykjast bera einstaka umhyggju fyrir umhverfinu og hafa til dæmis voðalegar áhyggjur af veðurfarsbreytingum af mannavöldum.
Múgsefjun þjóðarinnar gegn þessu merkilega vori sem nú lætur allt blómstra löngu fyrir tímann kemur illIlega upp um hana. Hún sýnir ekki umhverfisvitund af neinu tagi. Hún vitnar þvert á móti um umhverfissljóleika af hæstu gráðu.
Þjóðin sér ekki einu sinni vorið þegar það kemur með látum. Veðráttan er þó mest áberandi umhverfisþátturinn. Það má nærri geta að þeir sem skynja hana ekki skynji nú ekki sérlega mikið af öðru umhverfi til að festa ást sína á!
Því miður geri ég ekki ráð fyrir að þessi frétt með uppljóstrun Trausta Jónssonar um nokkrar veðurstaðreyndir breyti miklu.
Margt fólk mun halda áfram að heimta vor þangað til ísköld norðanáttin steypist yfir landið með stórhríð fyrir norðan en skellibjörtu sólskini fyrir sunnan og næturkulda sem mun drepa allan gróður!
En þá munu fréttamenn, fjölmiðlapennar, bloggarar og fasbókarar hrópa upp yfir sig af veðurgleði og ósvikinni náttúrverndarást:
Loksins! Loksins! Vorið er komið!
Apríl alls ekki svo kaldur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 30.4.2011 kl. 14:34 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Er þessi setning ekki dáldið stór fullyrðing:
Er þetta nú ekki sama fullyrðingagleðin og þú ert að segja að fólk hafi almennt um vorið (ég er sammála þínu mati á vorkomunni)... Ég tel að almennt hafi fólk ekki miklar "áhyggjur" af umhverfinu eða veðurfarsbreytingum og það er alls ekki sjálfgefið að það séu þeir sömu sem almennt kvarta undan vorkomunni og þeir sem hafa almennt áhuga á náttúrunni, svo dæmi sé tekið...
Afsakið að ég nefni þetta, en mér finnst þetta nú ansi djúpt í árina tekið þarna, þó svo að stór hluti almennings hafi frekar lélegt veðurminni og ekki allir svona duglegir eins og þú að fylgjast með veðri og vindum. En ég tek undir margt sem þú segir þarna - alls ekki misskilja það
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2011 kl. 14:48
Það eru svo margir sem hafa tekið djúpt í árinni undanfarið um veðrið að það er bara í stíl að gera það líka í pistli sem er nú einu sinni í ádeilustíl em sjaldnast er alveg hárnákvæmur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2011 kl. 15:19
Já, og þó langflestir menn séu ekki duglegir að fylgjast með veðrinu eru þó allir með augu í hausnum og ættu að sjá vormerkin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2011 kl. 15:24
Skemmtilegur pistill allavega...hvað sem líður fullyrðingum...
Fólk sér ekki endilega vormerkin, enda virðist það bara muna eftir rokinu og rigningunni sem hefur verið ansi viðloðandi að undanförnu - hvað sem öðru líður.
En ég tek undir með þér, vorið er komið og merkin um það eru klárlega til staðar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 28.4.2011 kl. 15:40
Það hefði nefnilega getað verið rólegri og þurrari apríl en miklu miklu kaldari svo gras væri ekki einu sinni farið að grænka án þess að fólk kvartaði nokkuð yfir því að ekki væri farið að vora.
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2011 kl. 15:50
Vorvindar glaðir gletnir og hraðir.
Emil Hannes Valgeirsson, 28.4.2011 kl. 16:24
Áðnamaðkarnir segja líka að vorið sé komið
DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 17:25
Ágæt hugvekja, Nimbus
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2011 kl. 18:08
Herr Doctor: Er þetta sneið til mín? Þú verður að senda kræfa kisumynd til að blíðka mig!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2011 kl. 19:12
Ekki sneið til þín sko.. frekar til þeirra sem átta sig ekki á að vorið sé komið fyrr en það kemur í fréttum :)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 20:13
Það er aldeilis orðið vorlegt á þessari bloggsíðu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 28.4.2011 kl. 20:19
Ætli bévítans hvassviðrið sé ekki að trufla fólk - það gerir allt svo haustlegt
Höskuldur Búi Jónsson, 28.4.2011 kl. 20:46
Flott hjá þér Sigurður, alltaf gaman að þessum pistlum þínum.
Náttúruvitund er sannarlega ábótavant, en það er örlítið spaugilegt að við skulum lenda þeirri ályktun á tæknivæddum samskiptamiðli pikkandi á kassalaga stafi, horfandi á kassalaga lampa, innilokaðir í kössum í kassaþorpi, fjarri raunverulegri náttúru.
Arnar Pálsson, 30.4.2011 kl. 14:02
Þarf reyndar að passa mig í dag að fara ekki að heimta vor þegar ég horfi á snjókomuna! En á Egilsstöðum er reyndar 16 stig hiti.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2011 kl. 14:23
Ég er í Fossvoginum og þar er snjókoma - þetta er samt svona volg snjókoma, held að gróðri verði ekki meint af þessu :)
Höskuldur Búi Jónsson, 30.4.2011 kl. 16:35
Það er nú aldrei gott að vera hálfvolgur. En maður spyr samt hvers vegna sé svona kalt á smábletti suðvetanlands en ekki annars staðar. Hafa máttarvöldin eitthvað á móti höfuðborgarbúum? Kannski er þetta bara byrjunin á aðal vorkuldunum! Það versta er áreiðanlega eftir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2011 kl. 18:23
Vélreiknaðar spár eru alltaf að spá þessari líka blíðunni en hún er bara alltaf í framtíðinni og hrekkur bara lengra frá alveg eins og hamingjan!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2011 kl. 18:26
Ásdís veðurfræðingur var að segja að í veðrinu í dag hefði það gerst sem ekki ætti að geta gerst. Það er nú alltaf gaman þegar slíkt gerist!
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2011 kl. 19:21
Kannski eru æðri máttarvöld hér að verki. Reykvíkingum að hefnast fyrir veðurnöldrið.
Emil Hannes Valgeirsson, 30.4.2011 kl. 20:49
Svo er 18 stiga hiti á Seyðisfirði og 15 á Raufarhöfn! Hvað með byggðajafnréttið? Þessi dagur er vægast sagt ferlega niðurdrepandi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2011 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.