Sumarið hörfar

Meðalhitinn í Reykjavík það sem af er maí er nú 8,7 stig sem er 3,6  stig yfir meðallagi.  Sjaldgæft  mjög er að  svo hlýtt sé þegar ekki er lengra fram komið í mánuðinn en ekki held ég þó að þetta  sé  alveg einsdæmi. Ef þetta frávik héldi sér til mánaðarloka yrði meðalhinn kringum tíu stig og yrði maí sá hlýjasti maí sem mælst hefði í Reykjavík. Síðustu daga hefur ekki verið neitt ''vorveður'' heldur hreinlega sumarblíða sem gæti sómst sér um hásumarið á suðvesturlandi.

Það er þess vegna ekki rétt að borgarbúar hafi  lengi þurft að bíða eftir sumrinu að þessu sinni. Þvert á móti hefur það komið alveg óvenjulega snemma. Það er alls ekki venjan, eins og áður segir, að svona veðurblíða sé svo snemma í maí  eins og  verið hefur eftir  fyrsta daginn. Það er heldur ekki venjan að sé neitt sérstakt sumarveður í apríl á suðurlandi  en hann var  þó reyndar hagstæður fyrir vorkomuna um land allt þrátt fyrir snjókomu síðasta daginn í Reykjavík og næstum því hvergi annars staðar. Sá atburður var hreint ekki  til vitnis um almennan og alvarlegan skort á vori.  

Tvö dagshitamet að sólarhringsmeðalhita hafa komið undanfarna daga í Reykjavík,  þ. 8. og 10. Þetta má sjá í fylgiskjalinu. Hámarkshitinn í bænum hefur ekki verið lægri en þrettán stig í fimm daga samfellt fyrr en í dag en þá var hann aðeins 7,8 stig. Samt var mikið sólskin. 

En það er alls ekki sami sumarabragurinn á veðrinu og áður.

Þessum góða sumarhlýindakafla sem verið hefur undanfarið er sem sagt að ljúka í bili. Sumarið er því ekki neitt að ganga í garð næstu daga heldur er það beinlínis að hörfa til baka.  Það á víst að  koma vestanátt. Og bráðlega gætu jafnvel komið fjandans kuldar.

Fátt er ömurlegra í maí en kuldar með frosti og snjókomu fyrir norðan en mikilli sól fyrir sunnan. 

Það er ekki sumar. Það er vorhret.  

Fylgiskjalið er fylgið sér að vakta veðrið í Reykjavík og Akureyri og reyndar á öllu landinu bláa.

Viðbót 14.maí. Nú á hádegi er kafþykk og svöl vestanmolla í Reykjavík með 5,8 stiga hita. Það er nákvæmlega þetta sem ég átti við þegar ég segi hér að ofan að hinum góða sumarkafla sé lokið, honum lauk nánar tiltekið sama daginn og þessi frétt birtist, en nú hörfi sumarið um tíma að minnsta kosti. Fréttin er sem sagt afar villandi eins  og mjög oft er með fréttir í fjölmiðlum um veður. Það er t.d. algengt að þegar hitabylgjur eða sérstök góðviðri hafa ríkt, en slíkt varir aldrei lengi, taka fjölmiðlar oft ekki við sér fyrr en það er afstaðið. Þá  loks koma fréttir um það og láta þá eins og góðviðrið ríki enn og verði svo bara áfram! Ég er mjög undrandi á þessu. 


mbl.is Sólríkir dagar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband