30.5.2011 | 13:23
Morgunblaðið á þakkir skildar
Morgunblaðið á þakkir skildar fyrir bestu umfjöllun um veður á Íslandi og úti í heimi af öllum íslenskum fjölmiðlum. Blaðið er reyndar eini fjölmiðillinn í seinni tíð sem sinnir þessum þætti frétta nokkurn vegin að staðaldri. Oft með viðtölum við veðurfræðinga og með skýringarmyndum.
Það á það jafnvel til að vitna í bloggskrifarann á góðum stundum! Og hefur birt mynd af honum og sjálfum Mala stjörnuketti sem er hans helsti ráðgjafi í veðurmálunum eins og öllu öðru!
Skýstrokkagangurinn í Bandaríkjunum hefur víst verið með mesta móti í vor en vorið er þar aðal skýstrokkatímabilið.
Það er spurning hvort þetta einkennilega veðurlag tengist undarlegu veðurlagi á Íslandi síðustu vikur.
Apríl er mönnum í fersku minni með sitt óvenjulega veðurlag, hvassviðri sem á vetri en miklum hlýindum fyrir norðan og austan.
Maí hefur líka verið undarlegur á ýmsa lund. Hann byrjaði með einhverjum mestu snjóalögum í þeim mánuði á Reykjavíkursvæðinu, en svissaði síðan yfir í einhverja hlýjustu viku sem þar hefur komið í fyrsta hluta maí. Upp úr miðjum mánuði kom kuldakast sem hefur verið ansi drjúgt, sem Morgunblaðið hefur líka gert nokkur skil, með furðu miklum snjó á austurlandi og alveg dæmalaust miklu úrkomumagni á norðanverðum austfjörðum eftir árstíma.
Þegar einn dagur er enn eftir af mánuðinum er ljóst að bæði á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði og Dalatanga er úrkoman orðin meiri en áður hefur mælst í maí á öllum veðurstöðum í Vopnafirði (frá 1931) og á Dalatanga (frá 1939). Eins og ég hef nefnt í öðrum bloggpistli hefur svo aldrei mælst eins mikil sólarhringsúrkoma í Vopnafirði í maí eins og féll þ. 19. á Skjaldingsstöum, 116,0 mm.
Úrkoman í Reykjavík er komin vel yfir meðallag og annars staðar en á suðurlandsundirlendi er úrkoman víðast hvar í meira lagi nema á stöð og stöð. Þetta er ekki einn af þessum þurru og ísköldu maímánuðum sem ætla allt lifandi að drepa.
Stundum hefur þó orðið býsna kalt. Frostið mældist -8,0 stig á Grímsstöðum þ. 25. sem er dagshitamet fyrir mannaðar stöðvar og stöðvar í byggð og aldrei hefur mælst eins mikið frost á þeim stöðvum svo seint að vori.
Meðalhitinn er hins vegar enn meira en hálft stig yfir meðallagi í Reykjavík miðað við árin 1961-1990, sem var kuldatímabil, en hins vegar mjög nærri meðallagi á Akureyri. Líklega heldur Reykjavík vel meðallaginu og Akureyri mun sennilega merja það. Sömu sögu er að segja um land allt. Alls staðar verður meðalhitinn þó undir meðallaginu 1931-1960 sem var hlýindatímabil í líkingu við það sem við höfum lifað í býsna mörg ár og er reyndar eina meðallagið sem við tökum almennilega mark á hér á Allra veðra von! Á hálendinu verður hitinn samt líklega lítið eitt undir meðallaginu 1961-1990 enda hefur verið venju fremur kalt í háloftunum í þessum mánuði eins og í apríl.
Hvað meðalhitann snertir, að hann sé enn yfir meðaltali, munar mestu um hlýindin í byrjun mánaðarins, sem flestir virðast reyndar vera búnir að steingleyma eða tóku kannski aldrei eftir!
Síðustu tveir dagar hafa verið yfir meðalagi í Reykjavík og nokkuð dæmigerðir fyrir árstíðina. En fyrir þá daga var meðalhitnn frá þ. 14. alla daga nema einn undir meðallaginu, að meðaltali eitt og hálf stig.
Það er þetta ástand sem skapar þá tilfinningu hjá sumum, sem ekki geta haldið utan um heilann mánuð í huganum, að ekki vori vel. Það er óneitanlega nokkuð öfugsnúið þegar fyrri hluti maí er vel hlýr en seinni hlutinn kaldur.
Ástand trjágróðurs sýnist mér þó vera betra en oftast nær í lok maí. Það er nefnilega yfirleitt ekki fyrr en upp úr miðjum maí sem brum á trjám taka að sjást að ráði. Það gerðist núna miklu fyrr, hér í bænum að minnsta kosti.
Eins og áður segir ætlar mánuðurinn að vera alveg í meðallagi í Reykajvík að hita. Og viti menn! Sólin hefur nú þegar skinið meira en í meðalagi fyrir maí í Reykajvík.
Þetta er sem sagt allt í fína og enginn ástæða til að kvarta mikið og spyrja hvort fari nú ekki að vora. En sá söngur hefur reyndar staðið í nokkra mánuði og er vís með að halda áfram fram á haust!
Viðbót 31.5. Á Skjaldþingsstöðum er maíúrkoman meira en fjórföld miðað við meðallagið 1995-2010 og er þetta jafnframt úrkomusamasti mánuður yfirleitt sem enn hefur mælst á stöðinni. Hámarkshiti í Reykajvik í gær var sagður vera 15,0 stig og í dag 12,5 á kvikasilfrinu. Mér finnst þetta ansi ótrúlegt miðað við mælingar á sjálfvirku stöðvunum.
Dularfull og skelfileg veðurfyrirbæri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mánaðarvöktun veðurs | Aukaflokkar: Bloggar, Veðurfar | Breytt 1.6.2011 kl. 00:33 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta er allt í góðu meðallagi þegar upp er staðið. Samt hálfgert svindl að mikla úrkoman síðasta kvöldið í apríl skuli skrifast á maí. Er það ekki annars þannig?
Emil Hannes Valgeirsson, 30.5.2011 kl. 16:03
Jú, það er þannig og er hálfgert svindl. Það getur líka komið fyrir að mesti hiti mánaðar sem mælist eftir kl. 18 síðasta daginn verði skrifaður á næsta mánuð. Gæti verið mánaðarmet í réttum mánuði en ekki í þeim sem skrifað er á.
Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2011 kl. 17:10
Sæll Sigurður,
Er samt ekki verið að gera of mikið veður úr þessu og kalla þetta dularfull og skelfileg fyrirbæri.
Sýnist sem veðurfræðingar hafi strax veturinn 2009-2010 spáð þessum viðsnúningi 2010-2011 sem kenndur er við annað hvort nina eða ninjó man aldrei hvort.
Á Kyrrahafsströnd fyrir rúmu ári síðan, þurfti að keyra snjó í fjöllin svo hægt væri að halda Olympíuleika í febrúar 2010. Núna verða sömu skíðasvæði opin fram til 1.júlí! Sumarið í fyrra braut víða veðurmet sökum veðurblíðu, árið í ár verður líka metár sökum kulda, regns og vosbúðar. Til samans munu því s.l. 3 ár vera í prýðilegu jafnvægi.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.6.2011 kl. 00:52
Jenný: Þetta orðalag má alveg til sans vegar færa. Ýmislegt er enn óljóst um eðli skýstrokka og þó þeir séu oft fylgifiskar ofurþrumuveðurs er samt mjög erfitt að spá einstökum strokkum eða hvert leið þeirra liggur. Alveg má því kalla þá dularfulla, Þeir drepa fjölda manns árlega í heiminum og þeir mestu eru algjörlega gjöreyðandi. Það má því alveg kalla þá skelfilega. Þetta breytist ekki hvað sem líður sveiflum í veðurfari.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.6.2011 kl. 11:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.