Hugsa fyrst - gjamma svo!

Í dag var lang besti dagurinn á suðurlandi það sem af er sumars. Hitinn komst í 15,7 stig í Reykjavík og notalegt var að ganga úti í kvöld í fyrsta sinn. Meðalhitinn var fyrir ofan meðallag eins og í gær en það gildir ekki enn um aðra landshluta en suður og suðvesturland.  Annars staðar er áfram kalt þó gærdagurinn hafi sums staðar verið sæmilegur.

Í dag komst hitinn á Árnesi í 18,8 stig sem er lúxus miðað við það sem verið hefur. 

Eftir spám að dæma virðist sem lítið breytist næstu daga, sumarið verði aðallega sunnanlands.

Það má því spyrja hvort enn sé nokkuð sumar komið.

Svo langar mig líka til að spyrja hvort vit sé í því, eins og  menn eru  nú sumir að gera  hvergi bangnir, að tengja hvarf sandsíla og hrun sjófuglastofna við hlýindi síðustu ára. Ég veit ekki betur en ástæður þessa séu óþekktar.

Ekkert svona gerðist þegar hlýnaði mjög hratt á þriðja áratug 20. aldar og þá stóðu hlýindin í 40 ár þó toppurinn hafi verið á fjórða áratugnum.

Menn mega nú alveg hugsa ofurlítið áður en þeir fara að gjamma. 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Mig grunar nú (án þess að geta fullyrt nokkuð) að ástæður hvarf sandsíla (og sjófuglastofna) séu margslungnar, hugsanlega er hlýnunin ein af þeim, en það eru væntanlega fleiri þættir sem spila þar inn. En fullyrðingagleði landsmanna hefur nú oft verið mikil, þrátt fyrir að ekki sé alltaf innistæða fyrir fullyrðingunum. Ég heyrði nú um daginn fullyrðingu þess efnis að hvarf sandsíla væri vegna togveiða á sandbotnum, og það sel ég ekki dýrara en ég keypti það...kannski það sé einn þátturinn, en ég hef persónulega ekki næga þekkingu á sandsílum til að hafa hugmynd um það.

En allavega, vonandi kemur sumarið af fullum þunga fljótlega...þó ekki væri nema til að lyfta brúninni á þeim allra svartsýnustu.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.6.2011 kl. 15:41

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Las blaðagrein í gær þar sem gengið var að því bara sem vísu að sandsílahrunið væri vegna hlýnandi veðurfars. Það tókst líka svo óhönduglega til að þannig var þetta líka sett upp á einni kynningu á greinaflokki Morgunblaðins þó í meginmáli kæmi vel fram að menn vita ekki orsakirnar. Tek svo fram að ég hef ekki hundsvit á sandsílum þó ég hafi djúpt vit á flestu öðru!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.6.2011 kl. 15:49

3 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ég er ekki áskrifandi af Morgunblaðinu og hef því ekki haft tök á að lesa þessar greinar um hlýnandi veðurfar. Keypti þó eitt blað um daginn þar sem var fjallað um málið, gæti verið fróðlegt að nálgast restina, þó ekki væri nema til að fá alla umfjöllunina í samhengi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 13.6.2011 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband