Veðrið 17 júní 1811

Já, hyggjum nú að þjóðlegum dyggðum, ættjarðarást og vindgnauði aldanna!

Um það leyti sem Jón Sigurðsson fæddist gerðu danskir landmælingamenn veðurathuganir á Akureyri. Athugað var að morgni, um miðjan dag og að kvöldi, en ekki er vitað um klukkustundina nákvæmlega.

Daginn sem Jón Sigurðsson fæddist var suðlæg átt og fremur hlýtt í veðri. Hér sést tafla um veðrið á Akureyri á  athugunartímum. Hitinn er í celsíusgráðum og loftþrýstingurinn í hektópaskölum eða millibörum. Þurrt var.

                                 Hiti         Loftvægi   Átt                             

Morgun                     11,0        1005         Suðsuðvestan      

Miðdegi                    14,8        1005         Suðsuðvestan

Kvöld                         2,3        1008         Logn

Svo er fylgiskjalið enn  að forvitnast um veðrið á okkar tímum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Getur verið að það hafi kólnað svona mikið með kvöldinu?

Emil Hannes Valgeirsson, 17.6.2011 kl. 21:51

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Líklega hefur þetta verið seint að kvöldi. Dagshitinn gæti líka alveg verið of hár en mælarnir voru óvarðir. Annars er ýmislegt einkennilegt á þessu árum. t.d. var hörkufrost fyrr í mánuðinum um hádaginn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2011 kl. 22:33

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var líka að kólna mjög. Næsta dag var 2-3 stiga hiti um daginn en komið frost um kvöldið. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2011 kl. 22:36

4 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Greinilega stutt í kuldann á þessum litlu-ísaldarárum. Um leið og sunnanáttin dettur niður hellist kuldinn yfir.

Emil Hannes Valgeirsson, 17.6.2011 kl. 22:50

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessir landmælingamenn voru víst norskir. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.6.2011 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband