Hitinn mjakast upp á við sunnanlands

Meðalhitinn í Reykjavík er nú kominn upp í 8,1 stig en það er 0,6 stig undir meðallagi. Hins vegar hefur hitinn frá þeim ellefta verið hvern dag yfir meðallagi en meðalhitinn fyrstu tíu dagana var 2,1 stig undir meðallagi. Hitinn hefur því vel sótt í sig veðrið á suðvesturlandi. Sömu sögu er ekki hægt að segja fyrir norðan en á Akureyri er hitinn eftir gærdaginn kringum 2,4 stig undir meðallagi og hver dagur eftir þann fjórða hefur verið vel undir meðallagi. 

Ekki þarf langt að fara til að finna lægri meðalhita i Reykjavík fyrstu 17 dagana í júní. Hann var 8,0 stig árið 2001 og var þá þó ekkert kuldaskeið nema síður væri.  Árið 1997 var hitinn hins vegar aðeins 7,0 stig og einnig 1986 og 1973.

Frá 1949 hefur verið kaldara en nú eða sami meðalhiti eftir 17. júní á þessum árum:

1949: 8,0

1952: 7,4

1956: 7,3

1959: 7,2

1970: 8,0

1973: 7,0

1975: 7,5

1977: 7,6

1978. 8,0

1983: 7,2

1986: 7,0

1992: 7,9

1994: 7,4

1997: 7,0

Heimurinn er sem sagt ekkert að farast. 

Og hlýjast frá 1949:

2002: 12,1

1954: 10,9

2003: 10,8

2010: 10,8

Skylt er að geta þess að einmitt á sautjándanum 2002 fór mánuðurinn að koðna niður og endaði í 10,8 stigum. Sem er reyndar harla gott.

Fyrir 1949 má finna hlýjustu fyrstu 17 dagana í júní árin 1941 og 1934 en þá var hitinn svipaður og 1954 og 2003 en erfitt er enn sem komið er að finna út alveg nákvæmar meðaltalstölur fyrir dag hvern frá þessum árum. Þessar ályktanir hér um meðalhitann eru dregnar af meðaltali hámarks og lámarkshita.

Hvað eldgamlan kulda varðar hefur júní fyrstu 17 dagana árið 1885 varla skriðið mikið yfir 6 stig og júní 1882 og 1884 líklega verið undir 7 stigum 

Við getum því verið þakklát fyrir að vera einmitt uppi núna. 

Um hlýja og kalda júnímánuði í heild má lesa  annars staðar hér á blogginu. 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband