Góðviðri og maríutása

Í dag komst hitinn á landinu í fyrsta sinn í tuttugu stig í sumar. Á Þingvöllum fór hann í 21,7 stig en 20,2 í Hvalfirði og 19,6 á Hæli. 

Í Reykjavík varð hitinn mestur 15,9 stig en tvisvar áður í mánuðinum hefur hann verið mjög svipaður, 15,7 stig þ. 12. og 15,9  stig þ. 15. og báða dagana var mikið sólskin. En meðalhitinn í dag verður mjög sennilega sá hæsti það sem af er í Reykjavík. Síðustu vikuna hefur reyndar verið ágætt sumarveður á suðvesturlandi. 

Það er líka að skána fyrir norðan. Hitinn fór í dag a.m.k. yfir tíu stig þar sem best var.

Það var sumarlegt að vera úti í dag og ekki spillti að himininn var alveg óvenjulega fallegur.  Hátt á lofti var maríutása sem sumir segja að séu allra skýja fegurst. Einnig voru vindskafin  netjuský en neðar voru góðviðrisbólstrar.

Enda var sko góðviðri! 

Viðbót kl. 19:30: Það er enn að hlýna í Reykjavík og hitinn var þar 16,6, stig á sjálfvirka mælinum kl. 19. 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband