Óþolandi Samtök ferðaþjónustunnar

Ekki legg ég dóm á það hvort stéttir sem tengjast flugi, en þær eru allnokkrar, séu hálaunastéttir  eins og Samtök ferðaþjónustunnar hreyta út úr sér í þessari frétt. Hins vegar hafa þær verkfallsrétt. Hitt hefur ekki farið fram hjá mér að í hvert einasta skipti sem þær eiga í launadeilum og boða verkföll eru aðgerðir þeirra fordæmdar harkalega af Samtökum ferðaþjónustunnar.

Ekki beina samtökin tilmælum til beggja aðila sem eiga í vinnudeilum heldur er það venjan að þau ráðast gegn launafólkinu með skömmum og fordæmingu en segja aldrei styggðaryrði við flugfélögin.  

Reyndar sýnist manni að Samtök ferðaþjónustunnar séu fyrst og fremst knúin áfram af græðgi og viðhorf þeirra til ferðamála og náttúrunnar sem koma fram við ýmis tækifæri eru með eindæmum lagkúruleg og peningaleg.

Samtök ferðaþjónustunnar eru gersamlega óþolandi.

 

 


mbl.is „Við þolum þetta ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband