Hvađ varđ af mćligögnum sjálfvirkra stöđva?

Nú er ekki hćgt ađ komast inn á mćligögn sjálfvirkra stöđva í töfluformi  á vef Veđurstofunnar og hefur svo veriđ í nokkra  daga. Hćgt hefur veriđ ađ skođa ţetta fjóra daga aftur í tímann. Ţetta veldur ţví ađ ekki er hćgt ađ fylgjast međ ţróun mála á ţessum stöđvum hvađ varđar t.d. hámarks-og lágmarkshita, vindhrađa , úrkomuferill og fleira og er ţađ vćgast sagt bagalegt. Enn eru uppi línuritin. En töflurnar eru nákvćmari.

Ţetta hlýtur ađ vera eitthvađ tímabundiđ. Ég trúi ţví alls ekki ađ búiđ sé ađ loka ađgangi ađ ţessu fyrir almenning. 

Í morgun kl. 9 var hámarkshiti Reykjavíkur skráđur 17,5 stig á kvikasilfursmćli og á ađ vera frá kl. 9-9. Í gćr frá kl. 9-18 var mesti hiti 15,7 stig og voru 13,4 kl. 18 og 12,9 kl. 21. Ekki er nú hćgt ađ tékka á sjálfvirku stöđvunum. En ţađ gengur hreinlega ekki upp ađ ţessi hámarkshiti , 17, 5 stig, hafi mćlst frá kl. 18 í gćrkvöldi til kl. 9 í morgun. 

Í júní voru einnig fáein dćmi um ţađ ađ hámarkshiti lesinn kl. 9 ađ morgni vćri óeđlilega hár og ekki í samrćmi viđ hámarkshita sem lesin var kl. 18 daginn áđur og gang hitans um kvöldiđ og nóttina til nćsta morgun. Fleiri hafa bent á ţetta en ég. Ţetta virđist ađeins gilda um morgunálesturinn.

Ţađ er eitthvađ bogiđ viđ ţetta. 

Síđasta hefti Veđráttunnar sem birst hefur er fyrir maí 2005. Hún hefur dregist meira aftur úr en ţegar verst var á fyrstu árum Veđurstofunnar. Ekki hefur komiđ ársyfirlit í ein tíu ár.

Ţađ er ţó mikil bót í máli ađ ýmislegt hefur veriđ sett á vef Veđurstofunnar um niđurstöđur hvers mánađar fyrir mannađar stöđvar eftir maí 2005.

Frá og međ 2001 hóf Veđráttan ađ birta mánađarniđurstöđur fyrir vissa ţćtti fyrir sjálfvirkar stöđvar. En ekkert slíkt hefur veriđ sett á vef Veđurstofunnar. Engar upplýsingar er ţví nokkurs stađar ađ hafa um mánađarniđurstöđur sjálfvirkar stöđva frá ţví voriđ 2005. 

Ţađ vćri  nú ágćtt ef ţćr yrđu settar á vefinn. 

Ađ svo mćltu sláum viđ ţessu bara öllu upp í kćruleysi og skođum hiđ stađfasta fylgiskjal fyrir ţennan júlí sem nú er ađ líđa.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Trausti Jónsson

Veriđ er ađ flytja tölvur Veđurstofunnar milli húsa. Međan á ţví stendur má búast viđ ađ einkennilegar truflanir á ađgengi gagna komi upp. Gögn sjálfvirku stöđvanna eru nú sem stendur ađgengileg á síđunni:

http://andvari.vedur.is/athuganir/sjalfvirkar/index_st.html

Ţessi tafla endurnýjast ađeins seinna (20 til 25 mín eftir heila tímann) en sú sem á ađ vera á ađalvefnum. Ţađ kemur sjaldan ađ sök.

Hámarksmisferliđ er í rannsókn.

Trausti Jónsson, 8.7.2011 kl. 11:47

2 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Takk fyrir ţetta. Sauđur er ég ađ hafa ekki munađ eftir ţessari síđu.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 8.7.2011 kl. 13:45

3 identicon

Eru Trausti og hinir kolefniskirkjutrúbođarnir bara ekki ađ reyna ađ vega upp á móti hnattkólnuninni?

Hilmar Ţór Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 8.7.2011 kl. 21:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband