Sól og blíða á austurlandi

Núna er mikil blíða á Fljótsdalshéraði og austfjörðum í vestanáttinni. Hitinn komst í 23,9 stig á Egilsstöðum og Hallormsstað í glaðasólskini og  21,6 stig á Neskaupstað. Heldur svalara var á norðurlandi en 21 stig mældust þó á Húsavík og í Ásbyrgi og 20 á Akureyri.

Meðalhiti gærdagsins í höfuðstaðnum var 10,2 stig eða hálft stig undir dagsmeðalhita. Þetta er eini dagurinn í júlí sem hefur verið undir meðallagi að hita í borginni. Reyndar er þetta aðeins annar dagurinn sem er undir dagshitameðaltali í Reykjavík frá og með 11. júní. Hámarkshitinn í gær, 11,6 stig,  var sömuleiðis sá lægsti síðan 10. júní. Í dag er svo aftur nokkru hlýrra og liklega yfir meðallagi. Meðalhitinn í Reykjavík í júlí er nú 1,7 stig yfir meðallagi og það hefur verið fremur sólríkt og þurrviðrasamt í þessum júlí þó nú sé farið að rigna.

Á Akureyri er hitinn líka vel yfir meðallagi og og hefur stefnt upp á við síðustu daga. 

Hitafarslega mun mánuðurinn koma vel út um allt land nema helst á suðausturlandi og við austurströndina. Hann er alveg í stíl við þá hlýju sumarmánuði sem ríkt hafa að mestu síðasta áratug.

Ekki má gleyma því að við höfum í mörg ár lifað afbrigðileg hlýindi sem eru talsvert langt utan við það sem venjan hefur verið hér á landi í svo mörg ár. Svo kemur kanski að því að hitafarið hrekkur í sitt venjulega far.

Og geri ég ráð fyrir að þá verði all mikill grátur og gnístran tanna meðal landsmanna. Ekki mun ég þar láta minn  hlut eftir liggja!

En kannski halda hlýindin bara áfram von úr viti.  Eru ekki einhver gróðurhúsaáhrif eða hvað það nú heitir í gangi?

Fylgiskjalið vaktar áfram veðrið, á blaði 1 fyrir Reykjavík og landið, blaði 2  fyrir Akureyri.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband