Þykkt og þynnka

Í dag er yfir landinu hlýjasta loft sem enn hefur komið í sumar. Hitinn fór í 24,8 stig á Húsavík og víða 22-23 á austanverðu norðurlandi og um og yfir 20 stig þar sem mest var í Skagafirði. Svokölluð þykkt yfir austurlandi var yfir 5600 metrar á hádegi sem er fremur sjaldgæf hæð. En því meiri sem þyktin er því hlýrra er loftið í neðri hluta veðrahvolfsins og betri skilyrði fyrir hitum. Meðalþykkin á þessum slóðum í júlí síðustu 30 árin var um 5450 metrar. Þyktinn hefði  hæglega getað staðið undir 25 stiga hita eða meira á Héraði.  

Frostmark var í yfir 3800 metra hæð á  hádegi yfir Egilsstöðum og hitinn í kringum 2000 m hæð var um 10 stig. Eigi að síður fór hitinn á Héraði ekki hærra en í 16 stig. Það sýnir að há þykkt ein og sér er ekki einhlít hvað varðar hita við yfirborð. Skýjabelti  var til dæmis yfir austurlandi mest allan daginn en vestar á norðurlandi, þar sem heitast varð í dag, naut sólar talsvert. 

Myndin sem er af Brunni Veðurtofunnar sýnir spákort  fyrir hádegi í dag. Svörtu línurnar með tölunum sýna þessa blessuðu þykkt  í dekametrum en liturinn hitann í 850 hPa fletinum sem er í rúmlega 1400 m hæð. 

Við vonum svo að þykktin yfir landinu verði upp úr öllu valdi um verslunarmannahelgina þó búast megi við mjög ískyggilegri þynnku eftir hana um land allt! 

Því spáir Nimbus gamli og lætur sér hvergi bregða. 

 

hirlam_thykkt500_2011072712_00.gif  

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband