Loks rigndi fyrir norðan

Í morgun var mæld nokkur úrkoma um land allt. Líka fyrir norðan. Á Bergsstöðum í Skagafirði, þar sem úrkoman í júlí hefur verið aðeins 0,3 mm er hún nú orðin 4,8 mm og á Hrauni á Skaga féllu 14 mm ofan í þá 0,9 sem fyrir voru. Betur má þó kannski ef duga skal.

Meðalhitinn er vel yfir meðallagi víðast hvar nema á austanverðu landinu þar sem hann er kringum meðallag. En spáð er hlýindum framundan svo þessi mánuðir verður sennilega alls staðar yfir meðallagi. Það er ekki lengur hægt að tala um  kalt sumar.

Í Reykjavík er meðalhitinn nú 12,3 stig eða 1,8 stig yfir meðallagi. Á Akureyri er hann 11,2 stig eða 0,7 yfir meðallagi. Þar mun meðalhitinn eflaust hækka næstu daga en halda í horfinu fremur en hækka eða lækka að ráði í Reykjavík.

Í fyrra dag var hlýjasti dagur mánaðarins yfir landið en gærdagurin sá næst hlýjasti. Hlýrri dagar eru hugsanlega framundan eftir spám að dæma.

Sólin í Reykjavík er þegar komin yfir meðallagið.

Þetta er og verður sómamánuður. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband